Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1979, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1979, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1979 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ A VEDURSTOFVNNI Maí Tíðarfarið var mjög kalt og óhagstætt. Lítil úrkoma var og hélst færð á vegum góð, enda frost i jörðu lengst framan af. Sauðburður var á húsum víðast hvar og gekk vel. Gróður var mun seinni en venja er og var aðeins farið að grænka á Suðurlandi í lok mánaðarins. Gæftir voru sæmilegar á Vestfjörðum, en slæmar á Norðurlandi og Norð- austurlandi. Þ. 1.-8. var kyrrstætt háþrýstisvæði yfir Grænlandi og djúp kyrrstæð lægð milli Jan Mayen og Noregs. Vindur var norð- og norðaustlægur með snjókomu og éljagangi á Norður- og Norðausturlandi, en þurrt að mestu i öðrum landshlutum. Þ. 1., 4. og 6. mynduðust smálægðir á Grænlandshafi með breytilegri átt og sniókomu á miðum og annesjum Vesturlands og Vestfjarða, en þurrt var að mestu annars staðar, nema þ. 6. snjóaði einnig talsvert á Suðvesturlandi. Hitinn var 8° undir meðallagi þ. 1. og 2., 7° þ. 3.-6. og 6% ° þ. 7.-9. Þ. 9. hafði lægðin við Noreg grynnkað mjög og vindur var orðinn norð- og norðaustan gola. Smálægð myndaðist á Suðurlandi og olli talsverðri úrkomu austan Mýrdalsjökuls þ. 9. Úrkomulítið var þ. 10. og 11., nema á annesjum Austurlands. Hitinn var 5%° undir meðallagi þ. 10. og 5° þ. 11. og 12. Þ. 12. hvessti með austan átt og olli því lægð í hafi, sem fór að hreyfast í norður og dýpka. Olli lægðin slæmu hreti um allt land með snjókomu norðantil en slyddu sunnantil. Hitinn var 5%° undir meðallagi þ. 13. og 14. Lægðin hreyfðist hægt austur og vindur gekk i norðnorðaustan átt og hægðist. Mjög kalt var. Hiti var undir meðal- lagi, 6° þ. 15., 6%° þ. 16., 7%° þ. 17. og 19. og 8%° þ. 18., sem var mesta frávik frá sólarhringsmeðalhita þennan mánuð. Úrkomulítið var víðast hvar nema á Norðaustur- landi. Þ. 19. nálgaðist lægð landið að suðvestan og þokaðist siðan austur fyrir sunnan land. Háþrýstisvæði var yfir landinu. Vindur var austlægur og hlýnaði nokkuð. Þ. 20. var hitinn 5%° undir meðallagi og 4%° þ. 21. Þ. 21. dýpkaði lægðin suðaustur af landinu og hægði mjög á sér. Vindur varð aftur norðnorðaustlægur og þokuðust skil yfir landið að austan, þ. 22., með mikilli slyddu og rigningu þ. 22., 23. og 24. Hitinn var 5%° undir meðallagi þ. 22. og 4° þ. 23. Þ. 24.-29. var fyrst í stað norðan gola og síðar hæg breytileg átt með dálítilli úrkomu víða, og var hitinn 3%°-4%° undir meðallagi. Þ. 30. nálgaðist lægð landið að suðvestan, og hægði á sér á Grænlandshafi, með suð- austan kalda og hlýnaði þá mjög snögglega. Hitinn var 2% ° undir meðallagi þ. 30. og % ° yfir meðallagi þ. 31., og var þetta hlýjasti dagur mánaðarins. Loftvcegi á öllu landinu var 0.9 mb fyrir ofan meðallag, frá 3.2 mb yfir meðallagi á Hornbjargsvita, að 1.7 mb undir meðallagi á Höfn í Hornafirði. Hæst stóð loftvog 1032.9 mb á Galtarvita þ. 4. kl. 18, og lægst 988.8 mb á Höfn í Hornafirði þ. 22. kl. 6 og Vest- mannaeyjum þ. 13. kl. 17. Hiti var 5.4° undir meðallagi. Miðað við meðalár var einna kaldast á Möðrudals- öræfum, allt að 7%° undir meðallagi, en mjög kalt var á öllu Norðausturlandi. Minnst var hitavikið 3.8° undir meðallagi í Vestmannaeyjum. Þessi malmánuður var einn sá kaldasti, síðan reglulegar mælingar hófust, og var hitinn viða l°-2° lægri en í þeim köldustu til þessa. 1 Reykjavík var meðalhitinn 1° lægri en í maí 1888, þeim kaldasta hingað til. 1 Stykkishólmi var meðalhitinn %° lægri en í þeim köldustu til þessa, árun- um 1866 og 1906. Á Akureyri var meðalhitinn 1.8° lægri en þeim kaldasta hingað til, árinu 1906. Á Teigarhorni var meðalhiti maimánaðar árin 1888 og 1892, 0.7° og 1.3° hærri en nú, en þessir tveir voru þeir köldustu þar til þessa. Úrkoma var um 57% af meðalúrkomumagni landsins. Úrkoma var minnst, undir 10% af meðalúrkomu, að tiltölu á Vesturlandi og Vestfjörðum sunnanverðum. Fjöldi úrkomudaga var 12 færri á Lambavatni en venja er til og viða á Suður- og Vestur- landi 5-10 dögum færri. Á Norðausturlandi var úrkoma mun meiri. Mest að tiltölu var úrkoman á Húsavík, rúmlega fjórföld, og á Vöglum, rúmlega þreföld, miðað við meðal- ár. Á Raufarhöfn og Húsavík voru úrkomudagar 15 og 13 fleiri en venja er til. (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.