Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1990, Síða 1

Veðráttan - 02.12.1990, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1990 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VE Ð l) RSTO Fl) NNI Tíðarfarsyfirlit Tíðarfar ársins var óhagstætt framan af en nokkuð gott í lokin. Fádæma snjóþyngsli voru norðanlands að vetrinum. í lok apríl voraði vel, sumarið var sæmilegt og haustið talið allgott. Loftvœgi var 5,7 mb undir meðallagi frá 6,5 mb á Rh og Dt að 5,0 mb á Gltv og Rkn. Hæst stóð loftvog 1042,0 mb Rvk þ. 7.12. kl 12 og lægst, 937,7 mb, þ. 2.1. á Gfsk kl 12 og Kvk kl 9 og 12. Hiti var 0,4° undir meðallagi. Hlýjast að tiltölu var á Nb 0,1° yfir meðallagi en kaldast 0,7° undir meðallagi á Hbv, Sf, Hellu, Hæl og íraf. Árssveifla hitans þ.e. munur á kaldasta og hlýjasta mánuði var minnstur 9° á Kmb og mestur rúmar 16° í Rkhl, í Lrh, á Sthl og Hvrv. Hæstur hiti mældist á Vpn 26,1° þ. 14.7. og náði hámarkshiti ársins ekki 25° á neinni annarri veðurstöð. Lægstur hiti mældist -27,5° í Mðrd þ. 4.4. og -24,8° á Hvrv þ. 1.3. Úrkoma var í meðallagi nema á Norðausturlandi þar var hún víða 50% umfram meðallag (sjá kort). Mest mældist úrkoman á Kvsk, 3543 mm, á Nsjv, 2591 mm, í Vík, 2431 mm, og á Vgns, 2026 mm. Á 10 stöðvum mældist úrkoman 1600-1999mm. Minnsta ársúrkoman mæld- ist í Fsd 436, á Mýri 453 og á Bld 455 mm. Á 13 stöðum mældist úrkoman 401-600 mm. Mest mældust 111,2 mm á Vgns þ. 25.7. og sama dag mældust 106,5 mm á Kvsk. Þ. L.maí mældust 100 mm á And og 103,2 mm á Nsjv. í 98 skipti var sólarhrings úrkoman 50-100 mm. Sólskinsstundirvoru færri en í meðalári. Fæstar að tiltölu 90% af meðallagi í Rvk, á Ak og á Smst og flestar 95% á Hvrv. Sólskin var 29% þess tíma sem sól var á lofti á Ak en á öðrum stöðvum 27-28%. Veturinn (desember 1989-mars 1990) var fremur óhagstæður. Snjóþyngsli voru mikil á norðanverðu landinu í febrúar og mars og voru sums staðar talin þau mestu á öldinni. Meðalloftþrýstingur var með lægsta móti í febrúar og hefur ekki verði svo lágur í Rvk frá upphafi mælinga 1822. Einnig var loftþrýstingur óvenju lágur í janúar. í janúar gerði stórviðri af útsuðri og fylgdu því mestu sjávarflóð aldarinnar við suðvesturströndina. Hiti var -0,7° undir meðallagi. Hlýjast var 1,3° í Vík og 1,1° í Vm og á Vtns og kaldast -6,5° á Hvrv og -4,9° á Grst og í Mðrd. Á 11 stöðvum var meðalhiti yfir frostmarki og á 31 stöð var frostið meira en 2°. Úrkoma var tiltölulega mest á Norðurlandi og sums staðar á Austurlandi. Rúmlega fjór- föld meðalúrkoma var á Hvk og rúmlega tvöföld á Sd, Mýri, Rkhl, Mnbk, Rh og Eg. í öðrum landshlutum var úrkoma í meðallagi eða minni og minnst að tiltölu á Hbv, 2/3 hlutar meðalúr- komu. Mesta úrkoman mældist á Kvsk 1177 mm en minnst í Mðrd, 84 mm. Vorið (apríl og maí) var talið gott þegar á leið. Voraði vel í maí eftir mikil snjóþyngsli í apríl. Hiti var -0,8° undir meðallagi. Meðalhitinn var hæstur 4,5° í Vík og lægstur -1,8° á Hvrv. Á 1 stöð var meðalhitinn undir 0° og á 58 stöðvum yfir 2°. Úrkoma var lítil á austanverðu landinu. Minnst að tiltölu á Grmsv 30% af meðalúrkomu og á Dt 36%. Mest var úrkoman í Sth rúmlega tvöföld meðalúrkoma. Úrkoma mældist mest 490 mm á Nsjv og minnst 17 mm á Grst. Sólskinsstundir voru flestar 407 á Hgn og 375 á Hvrv og fæstar 270 á Rkr og Sgðr. Sólskin var tiltölulega minnst á Smst 87% af meðaltali og mest á Hvrv 17% umfram meðaltal. Á Hvrv var sólskin 40% af fjölda þeirra stunda sem sól er á lofti og á öðrum stöðvum 30-37% af þeim tíma sem sól er á lofti. Sumarið (júní - september) var talið fremur hagstætt þrátt fyrir umhleypinga í september. Óvenju þurrt var í júní nema á Norðausturlandi þar var vætusamt og kalt. Einnig var mjög þurrt um miðbik Norðurlands í júlí og ágústmánuður var hagstæður um allt land nema hvað vætusamt var norðanlands í lokin. (97)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.