Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1990, Blaðsíða 2

Veðráttan - 02.12.1990, Blaðsíða 2
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1990 Hiti var 0,1° undir meðallagi. Hlýjast var 10,1° á Smst og 10° á Kbkl, í Nrðh og í Vík, en kaldast 5,4° á Hvrv og 7,1° á Hbv. Meðalhiti var undir 8° á 10 stöðvum. Úrkoma var í rúmu meðallagi nema um miðbik Norðurlands, á Austfjörðum og við sjóinn á Vestfjörðum þar var þurrt. Mest að tiltölu var úrkoman á Hlh, Hvk, Mnb, Rh, Þrv og Smst, þriðjungi meir en venja er og minnst á Gltv helmingur þess er venja er. Mest úrkoma mældist á Kvsk, 1437 mm, og minnst á Ak 105 mm. Sólskinsstundir voru flestar í Rvk, 591, en fæstar, 464, á Sgrð. Sólskin var tiltölulega mest á Hvrv 96% af meðaltali og minnst á Ak 86% af meðaltali. Sólskin var í Rvk 31% af þeim tíma sem sól er á lofti en á öðrum stöðvum 26-29%. Haustið (október og nóvember) var gott á sunnan- og vestanverðu landinu en á Norðaust- urlandi og norðanverðum Austfjörðum var vætusamt fyrri hluta október og snjóaði talsvert á Norðausturlandi, en annars staðar var snjólétt. Hiti var 0,3° yfir meðallagi. Kaldast að tiltölu var á Austfjörðum. Hlýjast var 5,4° í Vík og 5,2° á Vtns og kaldast -1,2° á Hvrv og -0,9° í Mðrd. Frost var að meðaltali á 4 stöðvum og hiti yfir 4° á 14 stöðvum. Úrkoma var talsvert undir meðallagi um sunnan- og vestanvert landið og var langminnst á Vesturlandi. Mest var úrkoman á Norðaustur- og Austurlandi og mest að tiltölu á Eg rúmlega tvöföld meðalúrkoma og 80% umfram meðallag á Dt og Hvk. Minnst var úrkoma að tiltölu á Hól.Hj 45% af því sem venja er. Mesta úrkoman mældist á Nes 606 mm og minnsta úrkoman mældist, 32 mm, á Grst og 50 mm í Fsd. (98)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.