Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1990, Page 37

Veðráttan - 02.12.1990, Page 37
1990 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Þjóðviljann hvað varðar veðurhorfur um helgar. Yfirlit um veðurhorfur á hálendi landsins var útvarpað í fréttum rásar 1 Ríkisútvarpsins kl. 0800 og 0900 og í fréttayfirlit á ensku að morgni, tímabilið 9. júlí-31. ágúst. Þann tíma fóru fram veðurathuganir að Versölum á Sprengisandsleið og við Snæfellsskála. Útgáfustarfsemi, greinar og fyrirlestrar Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöð frá september 1989 til júlí 1990, ásamt ársyfirliti 1989. Jarðskjálftaskýrslur: Haldið var áfram útgáfu mánaðaryfirlita jarðskjálfta í samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans. í yfirlitum þessum er getið um upphafstíma, staðsetningu og stærð þeirra skjálfta hér á landi, sem eru 2,0 stig á Richterkvarða eða stærri. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Gefið var út ritið “Loma Prieta jarðskjálftinn í Kaliforníu 17. október 1989“. Páll Hall- dórsson er einn sjö höfunda ritsins. Gefið var út ritið “SIL project. Report, October 3, 1990“. Höfundar eru Ragnar Stefáns- son, Steinunn Jakobsdóttir og Sveinn Ólafsson auk Reynis Böðvarssonar. Guðmundur Hafsteinsson ritaði kaflann “Flóðaveðrið 9. janúar 1990“ í ritinu “Flóðaveðr- ið 9.jan.l990 og sjóvarnir á svæðum sem fyrir því urðu“, sem verkfræðistofan Fjarhitun h/f vann fyrir Hafnamálastofnun ríkisins. Markús Á. Einarsson ritaði greinina “Nokkur orð um breytileika lofthita á íslandi“ í af- mælisritinu “Brunnur lifandi vatns“, Háskóli íslands, Háskólaútgáfa, til heiðurs Pétri M. Jónassyni prófessor. Markús Á. Einarsson birti greinina “Úrkoma suðvestanlands" í bókinni “Vatnið og land- ið“, Orkustofnun. Sigurður Þorsteinsson flutti fyrirlestur á ráðstefnu Eðlisfræðifélags íslands um hreyfiafl- fræði lofts 30.maí. Barði Þorkelsson flutti á sömu ráðstefnu erindið “Ósonmælingar á Veðurstofu íslands“. Páll Bergþórson flutti einnig erindi á sömu ráðstefnu sem nefnt var “Efni sem valda gróður- húsaáhrifum". Trausti Jónsson og Páll Bergþórsson fluttu fyrirlestra í janúar á námsstefnu um gróður- húsaáhrif. Magnús Már Magnússon flutti fyrirlestur á fundi Jöklarannsóknafélags Islands um eðli og orsakir snjóflóða. Magnús Már Magnússon flutti fyrirlestur á ráðstefnunni “Björgun 90“ um snjóflóð og björgunarstörf. Jón Gunnar Egilsson hélt fyrirlestur á námskeiði á Egilsstöðum á vegum Björgunarhundasveit íslands og á Eskifirði og Patreksfirði hélt hann fyrirlestur á námsskeiði á vegum SVFÍ. Flosi Hrafn Sigurðsson og Hreinn Hjartarson tóku saman greinargerð varðandi SO2 mengun frá álveri á Keilisnesi. Flosi Hrafn Sigurðsson og Eyjólfur Þorbjörnsson tóku saman greinargerð um fjölda þrumudaga á íslandi 1950-1989. Á Evrópuráðstefnu jarðskjálftafræðinga í Barcelona 17,- 22. september flutti Ragnar Stef- ánsson erindið “SIL-project, scientific background". Á sömu ráðstefnu flutti Steinunn S. Jakobsdóttir erindið “SIL-project, the first data-records“. Á ráðstefnu norrænna jarðskjálftafræðinga í Kaupmannahöfn L- 3. október flutti Ragnar Stefánsson erindið “SIL related research". Steinunn S. Jakobsdóttir flutti þar erindið “Some characteristics of the first recordings in the SIL-netwwork“. Á ráðstefnu Verkfræðingafélags íslands 14.nóvember flutti Ragnar Stefánsson erindið „Áhrif jarðskjálfta á Suðurlandi". (133)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.