Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1990, Qupperneq 38

Veðráttan - 02.12.1990, Qupperneq 38
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1990 Alþjóðasamstarf Guðmundur Hafsteinsson sótti fund deildarstjóra tölvudeilda norrænna veðurstofa svo og fund um tölvulíkanið HIRLAM í Helsinki 3.-9. febrúar. Einnig heimsótti hann finnsku veð- urstofuna og flugveðurstofu á Kastrup. Magnús Már Magnússon kynnti sér í febrúar snjóflóða- og grjóthrunsvarnarkerfi í Frakk- landi. Hann tók síðan á móti framleiðendum þessara varnarkerfa í júní og athugaði með þeim möguleika á uppsetningu slíkra kerfa hér á landi. Pórir Sigurðsson heimsótti í mars Evrópuveðurstofuna í Reading og bresku veðurstofuna í Bracknell til samninga um fyrirkomulag sendinga á veðurgögnum. Ennfremur sat hann ráð- stefnu norrænna veðurfræðinga í Saarisalka í Finnlandi í ágúst og fund yfirmanna tölvudeilda á veðurstofum Norðurlanda í Norrköping í september. Páll Halldórsson sótti í apríl fund um jarðskjálftasögu í Liblice í Tékkóslóvakíu. Dr. Þór Jakobsson sat 15. þing evrópskra jarðeðlisfræðifélagsins í apríl, ennfremur í októ- ber ráðstefnu í Maryland um rannsóknaverkefni íslands og Bandaríkjanna á N-Atlantshafi. Páll Bergþórsson sat í maí fund veðurstofustjóra V-Evrópu í Skotlandi og í framhaldi af því fund í fulltrúaráði Evrópuveðurstofunnar í Reading. í ágúst sótti hann fund norrænna veður- stofustjóra í Tromsö. Trausti Jónsson sótti aðalfund Jarðeðlisfræðifélags Evrópu í Kaupmannahöfn í apríl. í ágúst sat hann í Osló fund í norrænni nefnd um óson og loftslag, og í nóvember var hann á fundi í Risö um sam-norðurevrópskt veðurfarsverkefni, á vegum Vísindanefndar Evrópu- ráðsins. í sömu ferð var hann á fundi í Osló í veðurfarsnefnd á vegum norrænu vísindasjóð- anna og á fundi norrænu vatnafræðiáætluninnar. Dagana 5.-7.september hélt norræna úr- komunefndin fund á Veðurstofunni. Trausti Jónsson sat fundinn af hálfu Veðurstofunnar. Sveinn Ólafsson, Jónas A. Pálsson, Hreinn Hjartarson, Magnús Jónsson og Flosi Hrafn Sigurðsson sóttu um mánaðamótin maí-júní námskeið í Mölndal í Svíþjóð um veðursjár, vegna kaupa Veðurstofunnar á veðursjá frá Ericsson Radar Electronics. Flosi Hrafn Sigurðsson sat í júní fundi í París í stjórnar- og tækninefnd Evrópunefndar um veðurathuganir á N-Atlantshafi (EGOS). í ágúst sótti hann í Genf stofnfund samvinnunefnd- ar um athuganakerfi á N-Atlantshafi og síðasta reglulegan fund stjórnarnefndar NAOS um veðurskip á N-Atlantshafi. í desember tók hann í Genf þátt í fundi stjórnar- og tækninefndar Evrópusamtaka um veðurstöðvar á sjó, en hann var varaformaður stjórnarnefndarinnar og formaður tækninefndarinnar á árinu. Dr. Sigurður Þorsteinsson tók í júlí þátt í ráðstefnu sem haldin var í Boulder, Colorado, um veðrabrigði á takmörkuðum svæðum (mesoscale processes). Einnig sat hann ráðstefnu um fjallaveðurfræði í Boulder. Gunnlaugur Kristjánsson fór til Kaupmannahafnar í júní og aflaði ýmiss konar hugbúnað- ar hjá dönsku veðurstofunni. I september sótti hann Evrópumálþing DECUS í Cannes, Frakklandi. Barði Þorkelsson dvaldist í Arosa í Sviss frá 23.júlí til lO.ágúst og tók þátt í samanburðar- prófunum á ósontæki Veðurstofunnar og þingaði um ósonmælingar. Borgþór H. Jónsson sótti í september níunda fund um flugveðurfræði í Montreal. Markús Á. Einarsson sótti þing “Commission for Basic Systems", þ.e. tækniráðs Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar um veðurathuganir, fjarskipti og vinnslu gagna, í Lundúnum 24.september til 5.október. Steinunn S. Jakobsdóttir og Ragnar Stefánsson sóttu í september Evrópuráðstefnu jarð- skjálftafræðinga í Barcelona. Ragnar Stefánsson og Steinunn S. Jakobsdóttir sóttu einnig ráðstefnu norrænna jarðskjálftafræðinga í Kaupmannahöfn 1.- 3.október, og Ragnar sat síð- an fund stjórnarnefndar jarðskjálftaverkefnisins á Suðurlandi. (134)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.