Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1990, Qupperneq 39

Veðráttan - 02.12.1990, Qupperneq 39
1990 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Nýir símsvarar Nýir símsvarar með valsímanúmeri 990600 og s.990601-990605 fyrir einstaka valkosti voru teknir í notkun 5. apríl. Var þá hætt notkun símsvarans í s. 17000. Peir valkostir sem kynntir eru í s.990600, og þar má velja sé um tónvalssíma að ræða, eða með því að hringja í einstök númer eru: S. 990601: Veður og veðurhorfur fyrir landið í heild S. 990602: Veðurspá fyrir einstök spásvæði á landi og miðum S. 990603: Veður og veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu S. 990604: Veðurlýsing fyrir valdar erlendar veðurstöðvar S. 990605: Upplýsingar fyrir flugmenn. , , loon VIÐAUKAR Januar 1990: Sícaðar og hrakningarþ. 8 urðu tvö umferðaóhöpp á höfuðborgasvæðinu vegna hvassviðr- is. Rútu hlekktist á við Höfðabakka og lenti á kyrrstæðri bifreið og sendiferðabíll fór út af Reykjanesbraut við Blesugróf. Engin meiðsl urðu á fólki. Mikið tjón varð víða um land í óveðrinu þ. 9. Mest varð tjónið í sjávarflóði við Suðvesturströndina. Á Stokkseyri braut sjórinn og flæddi inn í fiskvinnsluhús og veiðafærageymslu á sjávarkambinum. Einnig komst sjór í nokkur íbúðarhús. Á Eyrarbakka braut flóðið um 300 af 750 fermetra fiskverkunar- húsi Bakkafisks og skemmdi vélar og áhöld. Verulegt tjón varð á einu íbúðarhúsi er sjórinn braut rúður og flæddi um allt húsið. Sjór komst líka í nokkra kjallara. í Grindavík varð stór- tjón á bryggjum, Kvíabryggja eyðilagðist og Eyjabakki stórskemmdist. í Sandgerði brann fiskverkunarhús til kaldra kola en slökkvistarf gekk erfiðlega vegna veðurs. Bátur valt á hliðina við Norðurgarðinn og skemmdist talsvert. Þrír menn fóru í sjóinn, tveir í Sandgerð- ishöfn og einn í Grindavíkurhöfn og björguðust þeir allir. Þ. 17. rákust tveir strætisvagnar saman í Reykjavík á mótum Hosvallagötu og Túngötu og flytja varð sjö manns á slysadeild. Þ.21. fauk rúta út af veginum og valt hjá Litlu-Hámundarstöðum við Árskósströnd. Sex skólabörn voru í bílnum, ekkert þeirra sakaði. Blindhríð var og byljótt. Þ. 25. rakst rúta á fólksbifreið á Biskupstungnaubraut, rann út af veginum og valt. Kona og ung dóttir hennar í fólksbílnum meiddust. Mikil hálka var. Þ. 26. var afspyrnurok á sunnanverðu Snæfell- snesi. Áætlunarbíll fauk út af veginum undir Hafursfelli. íbúar níu húsa við Ólafstún á Flat- eyri þurftu að yfirgefa hús sín vegna snjóflóðahættu. Þ.27. féll snjóflóð á Hnífsdalsveg á Eyrarhlíð og hreif með sér snjóruðningsbíl út í sjó. Einn maður var í bílnum og bjargaðist hann við illan leik. Snjóflóð féll á Selabólsurð á Flateyri og hreif með sér þriggja mastra staurastæðu. Þ. 29. fauk póstbíll út af veginum og fór á hliðina 5 km vestan við Vík,í Mýrdal. Mikil hálka var. Nesjavellir Úrkoma alls Mest Dag Hæst hám. Dag Lægst lágm. Dag Nóv. ’90 179.7 49.0 6. 8.4 13. -7.3 3. Des. '90 Árið 346.5 2590.9 55.5 1. 7.6 1. -12.5 7. LEIÐRÉTTINGAR 1989 Október bls. 76: Gjögur: Úrkoma alls 43.6 mm (47.0). Ársyfirlit 1989 bls. 133: Hreinn Hjartarson (ekki Páll Halldórsson) sótti í september ráð- stefnu í Brussel um tæki til veðurathugana. 1989 Desember bls. 98 og Ársyfirlit 1989: Lægst stóð loftvog 926.5 mb þ. 24. kl 10 í Vm. (927.5 mb þ. 24 kl. 22). 1990 Júlí bls.49: Veðurhæð náði 11 vindstigum í Vm. þ. 7. og í Strm.,Hvrv. og Vm. þ. 14.(veðurhæð náði 11 vindstigum í Vm þ. 7. og í Strm. og Hvrv. þ. 14.). 1990 Ágúst bls. 62: Stórhöfði: úrkoma alls 116.9 mm (103.6 mm). (135)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.