Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNADARYFIRLIT SAMIÐ Á VEDURSTOFUNNI Janúar Tíðarfarvar hlýtt, úrkomusamt og hagstætt til landsins, en mjögillagaf ásjó. Snjó tók upp að mestu eftir þ. 9. Fyrstu 4 daga mánaðarins var fremur kalt í veðri. Hiti var 2° undir meðallagi 1. og 2., 4° undir því 3., og 5° undir því þ. 4. Köld lægð þokaðist frá Grnlandshafi austur með suður- ströndinni og vindur snerist úr suðvestanátt þ. 1. í hæga norðaustanátt 4. Dálítil él voru um mikinn hluta landsins, en úrkoma ekki mikil að magni til. Síðdegis 4. gætti áhrifa lægðar á Grænlandshafi, vindur snerist til suðurs með dálítilli slyddu eða snjókomu vestanlands. P. 5. og 6. var hiti 1° ofan meðallags, 1° undir því 7., en 4° undir því 8. Lægðin var skammt undan Suðvesturlandi 5., en fyrir suðaustan land 6. og þá snerist vindur til norðausturs með allmikilli snjókomu fyrir norðan, en sunnanlands létti til. Norðaustanáttin hélst 7. með svipuðu veðri, en 8. var hæðarhryggur yfir landinu. Enn voru þó él norðaustanlands framan af degi. Aðfaranótt 9. hlýnaði og eftir það voru linnulítil hlýindi út mánuðinn. P. 9. var hiti 4° yfir meðallagi,ennærrimeðallagi 10. ogll. P. 9fórlægðnorðausturumGrænlandssund. Vindátt var suðvestlæg með rigningu á Suður- og Vesturlandi, en minni úrkoma var norðaustanlands. t». 10. var vestlæg átt með smáéljum vestanlands, en 11. var hæðarhryggur yfir landinu, vind- átt breytileg og víðast úrkomulaust. Undir kvöld 11. óx vindur af suðaustri suðvestanlands og fór að rigna. Dagana 12. til 14. var samfelld suðvestanátt með mikilli rigningu sunnanlands og vestan og einnig austur eftir Norðurlandi, en austanlands var úrkomulítið. Mjög hlýtt var í veðri. Hiti var 7° yfir meðal- lagi 12., en 9° þ. 13. og 14. og voru tveir síðasttöldu dagarnir hinir hlýjustu í mánuðinum. Hiti fór í 18,8° á Dalatanga 14. og mun það vera hæsti hiti sem mælst hefur hérlendis í janúar. P. 15. var nokkuð skarpt lægðardrag við norðurströndina, norðan þess var hiti nærri frost- marki, en enn var hlýtt sunnan við. Þ.15. var hiti að jafnaði 6° ofan við meðallag, en 2° 16. Aðfaranótt 16. komst lægðardragið suður fyrir land og þá fraus um mikinn hluta landsins. Síðdegis 16. fór að rigna suðvestanlands í sunnan kalda, en lægð var vestan við Grænland, enmikilhæðyfirBretlandseyjum. Dagana 17. til21. varhiti 5 til8°ofan viðmeðallag, hlýjast 17. Lægðir gengu norður Grænlandshaf, en Bretlandshæðin þokaðist til Danmerkur. Mikið rigndi á Suður- og Vesturlandi þessa daga, en lítið norðaustanlands. Þ. 21. komst dálítið kaldara loft til landsins úr suðvestri. Slydduél voru um vestanvert landið, en bjart veður eystra. P. 22. var hiti 1° yfir meðallagi og síðdegis þann dag nálgaðist nýtt regnsvæði úr suðri og daginn eftir var mjög djúp lægð skammt undan Suðvesturlandi og olli rigningu um mikinn hluta landsins. Hiti var 5° yfir meðallagi 23. Þegar á daginn leið fór lægðin yfir norðvestanvert landið og þá snerist vindur til vesturs og kólnaði og 24. var hiti 1° yfir meðallagi. Vindátt var breytileg og smálægðir voru bæði fyrir vestan og austan land. Sú fyrir austan olli slyddu austast á landinu. Dagana 25. til 31. var hiti 2 til 8° yfir meðallagi, hlýjast 26. P. 25. snerist vindur til ákveð- innar suðvestanáttar. Mikil hæð var suður í hafi og við Bretland, en lægðir vestan við Græn- land eða á Grænlandshafi alla dagana fram til 30. Kuldaskil fóru yfir aðfaranótt 27. og kólnaði þá nokkuð. Sums staðar varð hvasst þessa daga, einkum 30. Dagana 28. til 30. var sunnanátt með hlýindum, en síðdegis 30. snerist vindur til suðvesturs og kólnaði nokkuð. Dálítil él voru um vestanvert landið, en bjart veður eystra. P. 31. kom grunn lægð að suðurströndinni sunnan úr hafi og olli rigningu eða slyddu syðra, en víða snjókomu fyrir norðan. Lægðin hreyfðist til norðausturs undan Suðausturlandi. Loftvœgi var 2,7 mb yfir meðallagi áranna 1931-1960. Hæst stóð loftvog á Grst 16. kl. 12, 1028,9 mb, en lægst á Rkn 23. kl.15, 960,9 mb. Vindáttir: Sunnan- og suðvestanáttir voru töluvert tíðari en að meðaltali 1971-1980, en norðan-, norðaustan- og austanáttir að sama skapi fátíðari. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.