Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.02.1992, Page 1

Veðráttan - 01.02.1992, Page 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Febrúar Tíðarfar var mjög óstöðugt og vindasamt, og fyrri hlutann voru miklar sveiflur í hita. Vetr- arvertíð var erfið. Þ. 1. var hiti 2° yfir meðallagi. Djúp lægð var milli íslands og Grænlands og hitaskil fóru austur yfir landið. Vindátt var milli suðausturs og suðvesturs og sunnanlands og vestan var snjókoma, slydda eða rigning. f>. 2. og 3. var hiti 2°-3° undir meðallagi og þ. 4. var 6° kaldara en í meðalári. Lægðin fór austur yfir land þ. 2. og vindur snerist til norðurs með snjókomu víðast hvar, en mest var hún á Vestfjörðum og þar varð hvassast. Þ. 3. var smálægð á hreyfingu austur með norðurströnd- inni, breytileg átt og víða dálítil él. Þ. 4. snerist vindur til austurs vegna lægðar, sem nálgaðist suðvestan úr hafi. Við suðurströndina var stormur og snjókoma um allt land. Þ. 5 var sunnanátt um meginhluta landsins, en nyrst var austanátt. Víða var mikil úrkoma, fyrst snjókoma ,en síðan rigning suðvestanlands. Hitaskil komu inn yfir land úr suðri og lægðir voru vestan- og sunnanvert við landið. Þ. 6, var áfram tvíátta. Nyrst á Vestfjörðum var áfram frost og snjókoma, en annars var mjög hlýtt og rigning. Hiti var 1° yfir meðallagi á landinu í heild þ. 5., en 6° yfir því þ. 6., sem varð hlýjasti dagur mánaðarins ásamt þ. 8. Aðfaranótt þ. 7. gerði hvassa vestanátt með éljum og verulega kólnaði. Lægðardrag, sem var norðanvert við landið þokaðist suður. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 7., eða 7° lægri en daginn á undan og daginn eftir. Þ. 8. komu hitaskil djúprar lægðar inn yfir landið úr suðri með sunnanátt og rigningu. Lægðin eyddist við vesturströndina næstu nótt. Hæð var yfir Grænlandi þ. 9. og norðanstrengur á Grænlandssundi náði inn yfir Vestfirði með allmiklu frosti og snjókomu. Lægðardrag færðist suður yfir landið og norðanáttin breiddist austur og suður yfir það. Hitinn á öllu landinu lækkaði um 8° og varð 2° undir meðallagi. Næstu 2 dagar urðu köldustu dagar mánaðarins, hiti 7° undir meðallagi. Norðan- átt var ríkjandi þ. 10. með snjókomu norðanlands og austan, en þ. 11, þykknaði upp með austanátt sunnanlands og vestan. Þ. 12. var mikil lægð suðvestanvert við landið, hvöss austanátt og mikil rigning á Austur- og Suðausturlandi, en minni í öðrum landshlutum. Hiti komst upp í meðallag og var 2°-3° yfir því næstu 4 daga. Vindur var áfram austlægur þ. 13.-14. með úrkomu austanlands. Þ. 15. var hvöss austanátt með rigningu sunnanlands fyrri hlutann, en þá voru skil að koma úr suðvestri inn yfir landið. Á eftir þeim var suðvestanátt með éljum. Daginn eftir var djúp lægð milli íslands og Grænlands, og skil hennar fóru norðaustur yfir landið með hvassviðri og mikilli úrkomu víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Hæðarhryggur var austan við land. Þ. 17. var suðvestan- og vestanátt með éljum og hiti fór 1° niður fyrir meðallag, en þ. 18. hlýnaði á ný er hitaskil komu inn yfir landið úr vestri með sunnanátt og rigningu. Daginn eftir var úrkomusvæði yfir landinu. Mjög mikil úrkoma mældist suðaustanlands að morgni þ. 19. Hiti var 3°-4° yfir meðallagi þessa tvo daga. Lægð var á Grænlandssundi þ. 20. og kuldaskil fóru austur yfir landið. Vindur var vestlæg- ur og víða él. Næstu 2 daga var hæglátt veður. Þ. 21. var lægð á hreyfingu norðaustur suðaust- anvert við land og snjókoma sunnanlands og austan. Daginn eftir voru él, einkum norðan- lands og vestan. Þessa 3 daga var hiti 2° undir meðallagi. Djúp lægð nálgaðist úr suðri þ. 23. og fór norður yfir landið þ. 24. Hvöss suðaustanátt var á undan skilum lægðarinnar og á eftir þeim vestan stormur. Mikil úrkoma var um mest allt landið. Þ. 23. var hiti 1° yfir meðallagi, en 2° undir því þ. 24. Þ. 25. fóru hitaskil norður yfir landið. Lægð vestanvert við land olli hvassri suðaustan- og sunnanátt. Lægðarbylgja var við suðausturland og þar var úrkoman mest. Þ. 26. var suðvest- anátt neð éljum, en daginn eftir fór lægð til norðurs austan við land oggerði þá norðanátt með snjókomu austan- og norðanlands. Þ. 28. ollu skil lægðar á Grænlandshafi hvassri suðaustan- átt og snjókomu, en síðasta dag mánaðarins var áttin suðlæg og veður hlýnandi. Hiti var þá 3° yfir meðallagi, en frá meðallagi að 1° undir því þ. 25.-28. (9)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.