Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Apríl Tíðarfar var sæmilega hagstætt. Á Norður- og Austurlandi var óvenju snjólítið í byggð, en nokkur snjór til fjalla. Sunnanlands var nokkuð farið að grænka í lok mánaðarins, en norðan- lands var gróður rétt að byrja að lifna. Fyrstu 4 dagana var fremur hlýtt. Hiti var 1° yfir meðallagi þ.l. og 4. en 3° yfir því þ. 2. og 3., og varð aldrei hlýrra að tiltölu í mánuðinum, en þ. 8. var einnig 3° hlýrra en í meðalári. Þ. 1. og 2. var allmikil úrkoma á Vestfjörðum, bæði snjókoma og rigning, en í öðrum landshlutum var yfirleitt úrkomulítið. Vindur var hægur, breytileg átt fyrri daginn en suðvest- læg þann síðari. Þ. 3. var lægð á Grænlandshafi, og fór hún austur yfir landið aðfaranótt þ. 4. Vestanlands og sunnan var slydda eða rigning þ. 3., en þ. 4. voru él um norðanvert landið. Lægð hreyfðist til austurs yfir sunnanvert landið þ. 5. og síðan norður milli íslands og Noregs. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 5., en 5° undir því þ. 6. sem varð kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 7. var 3° kaldara en í meðalári. Á Vestfjörðum gekk vindur til norðausturs þ. 5. en annars var breytileg átt. Daginn eftir var vindur milli norðurs og austurs. Þessa tvo daga var að mestu þurrt vestanlands, en él í öðrum landshlutum. Aðfaranótt þ. 7. var allmikil úrkoma á Suðurlandi. Þá var lægð milli fslands og Grænlands, og um daginn fóru úrkomu- svæði austur yfir landið. Þ. 8. hlýnaði verulega og varð 6° hlýrra en daginn áður. Mikið lægðasvæði var vestur og suðvestur af landinu, og úrkomusvæði fór norður yfir það. Lægð fór norðaustur milli íslands og Grænlands þ. 9. Vindur var suðvestlægur, víða allhvasst og él vestantil á landinu. Hiti fór niður í meðallag og var í meðallagi fram til 13. Norðanlands og austan voru stundum él þ. 10.-13., en annars var að mestu þurrt. Þ. 10 var vindur yfirleitt vestlægur og hægviðri var fram eftir degi þ.ll, en síðan var vindur milli norðausturs og austurs. Þ. 14.-19. var hiti l°-2° undir meðallagi. Þ. 14. var hæðarhryggur yfir landinu, víða bjart og úrkomulaust að mestu, en síðdegis þ. 15. komu skil inn yfir Suðvesturland og fóru norður yfir landið daginn eftir. Allmikil úrkoma fylgdi skilunum á Suðurlandi. Þ. 17. var austanátt með snjókomu eða slyddu, mest sunnan- lands og austan, en þ. 18. snerist vindur til norðurs og suðvestanlands birti til síðdegis. Á páskadag (þ. 19.) var hægviðri og úrkomulítið, en undir kvöld var komin austanátt með úrkomu syðst á landinu. Þ. 20. var hvöss austanátt sunnanlands, og þar og á Austfjörðum var víða mikil úrkoma, en slydda eða rigning var um allt land. Lægð var nálægt suðurströndinni. Daginn eftir var vindur hægur og víðast úrkomulítið, en þ. 22. var víðáttumikil vaxandi lægð suðvestan við land og austanátt með lítilsháttar úrkomu víða um land. Á Vestfjörðum var áttin þó norðaustlæg. Næstu tvo daga hreyfðist lægðin lítið, en var orðin mjög djúp, og austan eða norðaustan stormur var á landinu. Úrkoma var víðast hvar, en langmest suðaustanlands. Þ. 25. teygði lægðardrag sig norður milli íslands og Noregs og áttin varð norðlægari. Áfram var hvasst, allmikil úrkoma á Austfjörðum og talsverð él sumstaðar um norðanvert landið. Hiti var l°-2° yfir meðallagi þ. 20.-23., en í meðallagi þ. 24. og 25. Þ. 26.-28. var l°-2° kaldara en í meðalári. Norðanátt var ríkjandi og él um norðanvert landið. Síðasta daginn kom hæðarhryggur inn yfir landið úr vestri og vind lægði. Þ. 29.-30. kom lægð úr suðvestri og fór austur, sunnanvert við landið. Við suðurströndina var austan hvassviðri og mikil rigning. Síðari daginn gekk vindur til norðurs og norðvesturs, og þá var rigning eða slydda norðan, og austanlands. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir því. Loftvœgi var 3.1 mb undir meðallagi, frá 2.0 mb á Gltv. og Hbv. að 4.3 mb á Kbkl. Hæst stóð loftvog 1026.5 mb í Gr. þ. 15. kl 12 -15, en lægst 979.8 mb í Vm. þ. 24. kl. 18. (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.