Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Maí Tíðarfar var yfirleitt taliö nokkuð hagstætt. Framan af mánuðinum var kalt í veðri og fór gróðri þá lítið fram, en seinni hlutann brá til hlýrra veðurlags og jörð greri hratt. Sauðburður gekk vel. Fyrstu 4 daga mánaðarins var hiti í meðallagi, nema 3., þá var hiti 3° ofan meðallags. Þ. 1. var hæðarhryggur yfir landinu, en lægð á Grænlandshafi. Síðdegis fór að rigna á Suður- og Vesturlandi. Þ. 2. kom annað regnsvæði að landinu úr suðvestri og lægð á sunnanverðu Grænlandshafi nálgaðist landið. Vindátt var suðlæg þessa daga. Norðaustanlands var úr- komulítið, en annars rigndi. Aðfaranótt 4. varð vindur suðvestlægur með skúrum um sunnan- vert landið og aðfaranótt 5. kólnaði svo, að él gerði um vestanvert landið. Víða var nætur- frost. Dagana 5. til 15. var hiti undir meðallagi, mest 5° þ. 9., en 4° þ.7., 8. og 10. Næturfrost voru í flestum landshlutum og 8; og 9. var sums staðar frost allan sólarhringinn um norðaust- anvert landið. Vindátt var vestlæg 5. og einnig lengst af 6. Allmikil lægð var suðaustur af Jan Mayen, en lægðardrag á Grænlandshafi. Þ. 7'. snerist vindur alveg til norðurs. Slyddu- eða snjóél voru þessa daga á víð og dreif um landið. Næstu 3 daga var hæg norðlæg átt ríkjandi. Víða norð- austanlands voru él, en bjart veður syðra. Um miðjan dag 10. myndaðist lægðardrag við suðvesturströndina og þar gerði dálítil slydduél. P. 11. dýpkaði lægð fyrir sunnan land og vindátt varð norðaustlæg. Sunnanlands var léttskýjað. en smáél fyrir norðan. Næstu daga var hæg norðaustan- og austanátt lengst af og víðast ekki teljandi úrkoma. P. 13. fór allmikil lægð til norðausturs með Suðaustur- og Austurlandi. Þá snjóaði í norð- austan- og austanátt um suðaustan- og austanvert landið og um nóttina einnig fyrir norðan. Daginn eftir var norðanátt, sunnanlands létti til og síðan stytti upp fyrir norðan. Þá kom hæðarhryggur inn á landið úr vestri og síðdegis 15. fór að rigna vestanlands í sunnan kalda. Um kvöldið og nóttina rigndi víða mikið um vestanvert landið. Það sem eftir var af mánuðinum var hiti ýmist í meðallagi eða fyrir ofan það. Hlýjast varð 26. og 27., er hiti var 5° ofan meðallags, en 4° ofan þess 28. Lægð fór norðaustur fyrir vestan land 16. og vindur snerist til suðvesturs með skúrum um vestanvert landið. Þ. 17. var suðvestanátt, vaxandi hæð var yfir Norðursjó, en lægðasvæði suðsuðvestur í hafi olli mikilli rigningu um sunnanvert landið. Þ. 18. og 19. voru mjög grunnar lægðir í námunda við landið með mjög breytilegri vindátt. Úrkoma var um mestallt land. Þ. 20. var ákveðin suðvestan- og sunnanátt er regnsvæði fór yfir landið. Vestanlands rigndi víða mikið. Þ. 21. voru skúrir vestanlands, en þurrt eystra. Dagana 22. og 23. var grunnt lægðardrag yfir landinu og vindátt breytileg. Þokur voru öðru hvoru við norðaustur- og austurströndina. Þ. 24. og 25. var hæð við Vestur-Noreg, en lægðir langt suður í hafi. Víðast var úrkomulítið en skýjað. Aðfaranótt 27. rigndi vestanlands og sunnan í hægri sunnanátt. Dagana 27. til 30. var lægðardrag í námunda við landið. Talsvert rigndi með köflum á Suður- og Vesturlandi, en norðaustanlands var lengst af úrkomulaust, en oft þokur við sjó- inn. Þ. 31. var lægð á Grænlandshafi. Áttin var suðlæg með dálítilli rigningu suðvestanlands, en annars var þurrt, sums staðar var þoka við strendur landsins. Loftvœgi var 5,2mb undir meðallagi áranna 1931-1960. Lægst stóð loftvog í Sth þ. 4. kl. 6, 979,3mb, en hæst á Dt þ. 24. kl. 21,1028,5mb. Vindar: Norðaustan og austanáttir voru ívið fátíðari en að meðaltali 1971-1980, en sunnan- og suðvestanáttir heldur algengari. Veðurhœð náði hvergi 11 vindstigum í mánuðinum. Snjódýpt var mæld á 58 stöðvum þá morgna sem jörð var alhvít. Mest snjódýpt í mánuðin- um mældist á Hvrv þ. 1., 66cm, þar var einnig mest meðalsnjódýpt í mánuðinum, 49cm. í (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.