Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁN AÐ ARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júní Fyrstu daga mánaðarins var grunn lægð suðvestur af landinu og hæg suðaustlæg átt. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 1. og var þokusúld og rigning víða um land nema inn til landsins norðantil. Þ.2. var hiti 1° yfir meðallagi og var hæg breytileg átt á landinu og víða léttskýjað fyrri hluta dags en síðdegis gerði skúrir. Aðfaranótt þ.3. nálgaðist lægðardrag suðausturströndina og þokaðist norður og síðar norðvestur. Rigndi í kjölfarið en síðdegis snerist til vestanáttar og létti til aust- anlands. Hiti var í meðallagi þ.3 og 1° yfir því þ.4. og voru skúrir vestanlands. Síð- degis þ.4. þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt og fór að rigna suðvestanlands um kvöldið. Skil þokuðust yfir landið um nóttina og næsta dag var suðvestanátt og þurrt að mestu nema við vesturströndina þar var súld. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 5. og 6. og voru það tveir af fjórum hlýjustu dögum mánaðarins. Aðfaranótt þ.6. þykknaði upp og þokaðist úrkomusvæði norðaustur yfir land. Dagana 7.-11. voru hægar suðlægar áttir ríkjandi á landinu. Vætusamt var víða nema á Norðausturlandi og á Austfjörðum en við austurströndina var þoka. Hiti var 1° yfir meðallagi þ.7., 3° yfir því þ.8., 2° yfir því þ.9. og l°yfirþ. 10.-11. Aðfaranótt þ.12 þykknaði upp og úrkomusvæði nálgaðist landið úr suðvestri og rigndi í öllum landshlutum um morguninn en síðdegis snerist vindur til suðvesturs og létti aftur til norðan- og austanlands, en þoka og súld var annars staðar. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 12. og í meðallagi þ. 13. Síðdegis þ,13.þokaðist smá lægð austnorð- austur yfir landið og rigndi víða. í>. 14. var vindur norðlægur og kólnaði og var hiti 1° undir meðallagi. Síðdegis létti til suðvestanlands og síðar einnig norðanlands. Dagana 15.-22. var víðáttumikil hæð fyrir sunnan land og yfirleitt milt á landinu og vestlægar áttir ríkjandi. Þ.15. var léttskýjað og víðast hvar þurrt þar til að fór að súlda vestanlands um kvöldið. Lægð myndaðist á Grænlandssundi og þokaðist norð- austur með rigningu um sunnan- og vestanvert landið fram eftir degi, en síðar létti til austantil á landinu, en skúrir voru vestantil. Hiti var í meðallagi þ.15.-16. og 1° yfir því þ. 17. Síðdegis þ. 17. nálguðust skil landið úr suðvestri og var súld og rigning víða um land um nóttina, en næsta dag létti til austanlands. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 18., sem var einn af hlýjustu dögum mánaðarins og var suðvestanátt og þokusúld við vestur- og suðvesturströndina, en mjög hlýtt norðaustanlands. Um kvöldið hvessti af suðvestri og kólnaði. Smálægð myndaðist við suðvesturströndina og þok- aðist austur með rigningu víða sunnanlands aðfaranótt þ. 19. í kjölfarið gekk í hvassa suðvestátt með skúrum. Hiti var í meðallagi dagana 19.-21. Síðdegis þ.20. létti til um allt land og hélst að mestu þurrt þar til aðfaranótt þ.22 að þykknaði upp og lægð myndaðist fyrir vestan land. Þ.22. var hiti 1° undir meðallagi og rigndi í öllum landshlutum um leið og lægð- in þokaðist austur yfir landið. Dagana 23.-24. var hvöss norðlæg átt og mjög kalt á landinu. Hiti var 4° undir meðallagi og voru það 2 af þremur köldustu dögum mánaðarins. Rigning og slydda var norðantil á landinu og sums staðar snjókoma. Aðfaranótt þ.25. gekk norðanáttin (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.