Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1992, Síða 1

Veðráttan - 01.08.1992, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Ágúst Tíðarfar var taliö hagstætt norðaustanlands fyrstu 3 vikurnar. Annars var tíð víð- ast fremur stirð. í lok mánaðarins gerði slæmt kuldakast. Þ.1.-5. var fremur hæg breytileg átt og dálitlar skúrir víðast hvar. Við norður- og austurströndina var þokusamt. Grunnar lægðir voru fyrir sunnan og austan land. Hiti var nálægt meðallagi 1.-18. Þ.6. var suðvestanátt og súld eða rigning. Lægð var fyrir norðan land á leið norð- austur. Næsta dag var hæðarhryggur yfir landinu og vestlæg átt og yfirleitt bjart. Þ.8. nálgaðist lægð úr suðvestri. Sunnan-og vestanlands var suðaustanátt og rign- ing en breytileg átt norðaustanlands og þurrt. Næstu tvo daga var lægðin fyrir suð- vestan land. Á Suður- og Vesturlandi var austan strekkingur og rigning en breytileg átt og fremur bjart norðaustanlands en þoka við ströndina. Þ.ll. fór lægðin austur fyrir sunnan land. Þann dag og næstu tvo var breytileg vindátt, skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Við suður- og austurströndina var þoka. Þ.14. kom djúp lægð upp að Suðvesturlandi. Henni fylgdi suðaustan hvassviðri eða stormur og mikil rigning um allt land. Næstu daga var lægðin kyrrstæð við Suð- vesturland og grynntist smám saman. Vindur var áfram suðaustlægur en talsvert hægari. Á Suður- og Vesturlandi voru skúrir en fremur bjart norðaustanlands. Þ. 18. fór regnsvæði norður yfir land. Á undan því var austanátt og rigning en suð- austanátt og skúrir 19. Mest rigndi suðaustanlands. Hiti var 1° yfir meðallagi 19.-24. Þ.20. var alldjúp lægð suður af landinu og austan eða norðaustan átt, sums staðar hvöss. Rigning var um allt land, langmest suðaustanlands. Þ.21. var lægðin fyrir suð- vestan land og vindur snerist til suðausturs. Norðaustanlands létti til en í öðrum landshlutum voru skúrir. Þ.22.-24. var lægð suðaustur af landinu og norðaustlæg átt, víða hvöss 23. Þ.22. voru skúrir á Suður- og Austurlandi en þurrt norðvestanlands. Þ.23. og 24. rigndi talsvert á Norður- og Austurlandi en lítið á Suðvesturlandi. Við norður- og austur- ströndina var þoka. Þ.25. kólnaði verulega og hélst kalt út mánuðinn. Lægðir voru austur af landinu og hæð yfir Grænlandi. Hiti var 2° undir meðallagi þ.25., 4° undir því 26. og 27. og voru þeir köldustu dagar mánaðarins. Þ.28. og 29. var hitinn 3° undir meðallagi og 1° undir því 30. og 31. Vindur var norðaustan eða norðan, víða allhvass eða hvass 27. og 28. Á Norður- og Austurlandi var mikil úrkoma, kalsarigning eða slydda í byggð en snjóaði í fjöll. Suðvestanlands var lítil úrkoma. Loftvægi var 5.8 mb undir meðaltali áranna 1931-60. Hæst stóð loftvog 1016,7 mb á Hornbjargsvita þ.25. kl. 12 en lægst 981,5 mb á Gufuskálum þ.14. kl.24. Vindar: Norðanátt og austlægar áttir voru tíðari en meðaltal áranna 1971-’80, (57)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.