Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September Fyrri hluta september var kuldatíð og norðaustanlands var mikið úrfelli og dimm- viðri. Síðari hluta mánaðarins var hagstæð tíð. P. 1.-3. var norðaustanátt, skúrir eða slydduél á víð og dreif norðanlands en þurrt og víða léttskýjað sunnanlands. Hiti var 3° undir meðallagi 1. og 2. og 4° undir meðallagi 3. og 4. sem voru köldustu dagar mán- aðarins að tiltölu. Hiti var 3° undir meðallagi 5. P. 4. var breytileg átt og skúrir eða slydduél. Grunn lægð kom upp að landinu og næsta dag þokaðist hún austur með suðurströndinni og dýpkaði og vindur snerist til vaxandi norðaustanáttar. Suðvestan- lands létti heldur til en í öðrum landshlutum var rigning. P. 6. og 7. var djúp lægð kyrrstæð skammt suðaustur af landinu og norðaustan hvassviðri eða stormur. Sunnanlands var lítil úrkoma en sums staðar sandfok eða moldrok. Á Norður- og Austurlandi var slydda eða rigning, langmest um austanvert landið. Hiti var nálægt meðallagi 6. og 7., 2° undir því 8. og 3° undir meðallagi 9.-11. P. 8.-10. var lægðin að grynnast fyrir austan og norðaustanland. Vindur var norðan eða norðvestan og allhvass við norðurströndina. Norðanlands var kalsarigning eða slydda en bjart veður sunnanlands. P. 11. var hæðarhryggur fyrir vestan land og fremur hæg norðanátt og dálítil súld norðanlands en léttskýjað suðvestanlands. Síðdegis óx vindur er lægð nálgaðist úr suð- austri. Næsta dag þokaðist hún norður fyrir austan land. Pá var allhvöss eða hvöss norðan og síðan norðvestanátt. Suðvestanlands var þurrt að kalla en rigning eða slydda annars staðar, langmest norðaustanlands. Hiti var 2° undir meðallagi 12.-15. P. 13.-15. var lægð fyrir norðaustan land. Norðanlands var norðvestanátt og rigning eða slydda, en sunnanlands var norðaustanátt og léttskýjað. Þ.16. nálgaðist vaxandi lægð úr suðri og vindur snerist til austurs. Sunnanlands þykknaði upp og fór að rigna um kvöldið en norðanlands létti nokkuð til. Næstu daga var lægðin kyrrstæð suðvestur af landinu. P. 17. var austan hvassviðri eða stormur við suðurströndina en heldur hæg- ari annars staðar. Rigning var um allt land, langmest á Suðausturlandi. Síðdegis snerist vindur til suðausturs og lægði talsvert. Hiti var nálægt meðallagi 16. og 17. Þ. 18.-20. var suðaustan strekkingur. Norðanlands var úrkomulítið og víða bjart veður og hlýtt að deginum en í öðrum landshlutum var rigning eða skúrir. Hiti var 2° yfir meðallagi 18.-20., en ímeðallagi 21.-24. Þ. 21.-23. voru grunnar lægðir á sveimi við landið og vindur breytilegur eða norðlæg- ur. Fyrri daginn var léttskýjað sunnanlands en annars rigning eða skúrir um allt land. Við norður- og austurströndina var þoka. P. 24. nálgaðist hæðarhryggur úr vestri. Vindur var norðlægur og síðan breytilegur og fremur hægur. Sunnanlands var víða léttskýjað framan af degi en súld á Norður- og Austurlandi og þoka við ströndina. P. 25.-30. var lægð vestur og suðvestur af landinu. Talsvert hlýnaði í veðri síðustu daga mánaðarins. Hiti var 1° yfir meðallagi 25.-27., 3C yfir því 28. og 5° yfir meðallagi 29., sem var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. P. 30. var hiti 4° yfir meðallagi. P. 25. og 26. var sunnanátt og rigning eða skúrir um allt land, mest vestanlands. P. 28.- 30. var austlæg átt, hvassviðri eða stormur við suðurströndina en hægari annars staðar. (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.