Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1992, Síða 1

Veðráttan - 01.10.1992, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Október Tídarfar var hagstætt. Hlýtt var í veöri framan af mánuðinum og uppskera garð- ávaxta varð mun betri en á horfðist eftir óhagstæða sumartíð. Blóm sprungu út og jafn- vel var hægt að tína bláber. Snjór var ekki teljandi í byggð, en fjöll urðu sums staðar hvít. Mánuðurinn var hægviðrasamur. Fyrstu 7 dagana var hiti 2° - 4° yfir nteðallagi, þ 8. kólnaði og fór hitinn 1° niður fyrir meðallag, en síðan var hiti 3° - 4° yfir meðallagi þ. 9 - 11. Hlýjast í mánuðinum var að tiltölu þ. 1., 6., 7., 9. og 10. Þ. 1. og 2. fór lægð austur fyrir sunnan land. Við suðurströndina var austanátt og sums staðað hvasst, en í öðrum landshlutum var vindur hægur. Mikil úrkoma var suð- austanlands og einnig á Austurlandi síðari daginn og þá ringdi einnig talsvcrt sums staðar á Norðausturlandi. Þ. 3.-5. var hæglátt veður og víða þoka tvo fyrri dagana. Fyrsta daginn var víðast úrkoma, en hina tvo dagana var úkomulítið. Þ. 6. var lægð á Grænlandshafi, sunnanátt ríkjandi og sums staðar mikil rigning vestantil á landinu. Daginn eftir var vindur vest- lægur um hríð og úrkomusvæði yfir landinu. Aðfaranótt þ. 8 fór lægð til austurs norðan við land og kuldaskil fóru austur yfir það. Úrkoma var víða mikil þ. 7. og aðfaranótt 8., en þann dag var hæðarhryggur yfir landinu og víða bjartvirði. Þ. 9. fóru hitaskil austur yfir landið. Hæð var sunnan við land og vestlæg átt eða breytilegur hægur vindur þ. 9.-11. Talsverð úrkoma var vestan lands þ. 9. og sums staðar við norðurströndina. Hina dagana var dálítil úrkoma frá Suðvesturlandi til Vestfjarða, en að mestu þurrt norðaustan og austanlands. Hiti var 1° - 3° undir meðallagi þ. 12 -15. Kuldaskil fóru austur yfir landið þ. 12. og norðanstrengur var yfir austanverðu landinu þ. 12. - 13. Þ. 14. var norðanátt um allt land urn hríð, en þ. 15. var vindur hægur. Þ. 15. var þurrt að mestu, en hina dagana voru él norðan og austantil á landinu. Þ. 16. var lægðardrag norðan við land og tiltölulcga hlý vestanátt, en þ. 17 og 18. barst á ný kalt loft suður yfir land og allhvasst var austan lands. Hiti var í meðallagi þ. 16., en 4° undir því þ. 17. Þ. 18. var 5° kaldara en í meðalári, og varð ekki kaldara að tiltölu í mánuöinum, en þ. 28. og 29. var hitinn einnig 5° undir meðallagi. Dálítil él voru á Norðaustur- og Austurlandi, en annars víða bjart veður. Dagana 19. -27. var hiti frá meðallagi að 2° undir því. Vindur var hægur og úrkomu- lítið þ. 19., en þ. 20. fór úrkomusvæði austur yfir landið. Nýtt úrkomusvæði kom að vesturströndinni þ. 21. og fór austur yfir það daginn eftir. Lægð, sem verið hafði milli íslands og Grænlands kom inn yfir landið þ. 22. og síðan var lægðasvæði yfir því til þ. 25. Þessa daga var mikil úrkoma suðaustanlands og þ. 21. - 22. var einnig talsverð úrkoma víða vestanlands. Þ. 26. gekk í noraustanátt með slyddu eða snjókomu norð- vestanlands, og daginn eftir var norðanátt á landinu með snjókomu eða slyddu norðan- lands en lengst af rigningu á Austfjörðum. Þ. 28. og 29. var vindur hægur og úrkomulítið en kalt í veðri, hiti 5° undir meðallagi. Tvo síðustu daga mánaðarins hlýnaði, hiti var 1° undir meðallagi þ. 30., en í meðallagi þ. 31. Lægð var suðvestan við land þ. 30. og daginn eftir var lægðarsvæði yfir því. Allmikið rigndi víða sunnan og vestanlands aðfaranótt 31., og báða dagana var úrkoma um mestallt landið, en þó lítil á Norðausturlandi. Loftvœgi var 9.2 mb yfir meðallagi frá 7.7 mb á Dt. að 10.9 mb á Rkn. Hæst stóð loftvog 1038.1 mb á Hbv. þ. 14. kl. 12, en lægst 971.5 mb í Vm. þ. 22. kl. 18. Vindáttir milli norðausturs og suðurs voru heldur fátíðari en á árunum 1971 - 1980, en vindáttir frá suðvestri til norðurs tíðari. (73)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.