Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1992, Síða 1

Veðráttan - 01.12.1992, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember Tíð var slæm norðanlands og vestan, en sæmileg suðaustanlands. Mikill snjór var á Norðurlandi. Færð var oft erfið og samgöngur stundum tepptar. Eitthvert mesta brim í áratugi gerði við norður- ströndina um miðjan mánuðinn. Fyrstu 6 daga mánaðarins var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Norðanátt var ríkjandi, þurrt veður suðvestanlands alla dagana og þ. 3.-5. einnig á Suðausturlandi. Á Vestfjörðum, Norðurlandi og suður eftir Austurlandi var úrkoma alla dagana, yfirleitt snjókoma eða slydda, en mest var hún á Norðurlandi og norðanverðum austfjörðum þ. 3.-5. Þ. 1. var lægð norðaustur af landinu og önnur við suðurströndina á hreyfingu austur. Daginn eftir var lægðasvæði suðaustan og austan við land. Þessa tvo daga var vindur yfirleitt hægur um austanvert landið. Þ. 3.-5. var hvassara og norðan eða norðaustanátt um allt land, en þ. 6. var úrkomusvæði við Suðurland og austlæg átt þar. Þ. 7. var stillt veður og hiti 3° undir meðallagi, en aðfaranótt 8. komu hitaskil úr suðvestri, sem fóru norðaustur yfir landið daginn eftir, og þá hlýnaði til muna. Á undan skilunum var austan hvass- viðri og víðast mikil úrkoma nema á Norður- og Norðausturlandi. Á eftir skilunum var sunnan og suðvestanátt. Kröpp lægð fór norður með vesturströndinni. Vindur var hægari þ. 9. en áfram úr- koma nema á Norðausturlandi. Hiti var 3° yfir meðallagi þessa tvo daga. Þ. 10.-12. voru lægðir eða lægðardrög yfir landinu, vindátt breytileg og vindur yfirleitt hægur, en víðast úrkoma. Veður fór kólnandi, hiti var 1° yfir meðallagi þ. 10., en 2°-3° undir því þ. 11. og 12. Harðan norðangarð gerði dagana 13.-18., en þ. 19. var veðrið gengið niður. Hiti var 5° undir meðallagi þ. 14.-15. og þ. 18.-19., og voru það köldustu dagar mánaðarins. Þ. 13. og þ. 16-17. var 2°-4° kaldara en í meðalári. Þ. 13. var hæð yfir Grænlandi og norðaustan strengur norður af landinu. Samskil fóru suður yfir það og fylgdi þeim norðaustan stormur og snjókoma. Syðst á landinu var þó hæglátt veður allan daginn. Hæðin var áfram yfir Grænlandi allt kuldatímabilið, og dagana 14.-16. voru lægðasvæði milli íslands og Noregs. Mikill norðanstrengur var norður af landinu og norðan hvassviðri eða stormur með mikilli snjókomu um norðanvert landið og náði hún allt suður í Borgarfjörð. Á Suðurlandi og á sunnanverðum Austfjörðum var úrkomulaust að mestu og mun hægari vindur. Síð- asta daginn var hægur vindur um allt austanvert landið fram á kvöld, en þá komu samskil úr norðri inn yfir landið með hvassviðri og snjókomu. Þ. 17. var norðanátt um allt land og hvassast suðaustan- lands, djúp lægð var á hreyfingu norður vestan við Bretland. Lægðin fór norðaustur milli íslands og Noregs þ. 18. og herti til muna á norðanáttinni. Áfram snjóaði mikið um norðanvert landið. Um kvöldið lægði vestan lands og þ. 19. var hæðarhryggur yfir landinu, stillt veður og úrkomulaust fram á kvöld. Djúp lægð kom suðvestan úr hafi þ. 19. og olli hvassri suðaustanátt suðvestanlands um kvöldið. Skil lægðarinnar fóru norður yfir land þ. 20. með suðaustan hvassviðri og mikilli rigningu sunnan- og vestanlands. Hiti hækkaði um 9° og varð 4° yfir meðallagi. Daginn eftir lægði og vindur gekk til vesturs og suðvesturs. Úrkoma var lítil og hiti 2° yfir meðallagi. Þ. 22. fór aftur djúp lægð norður með Grænlandi og olli sunnan stórviðri með mikilli rigningu, nema á Norðausturlandi. Hiti var 5° yfir meðallagi. Síðdegis komu kuldaskil inn yfir land úr vestri. Þ. 23.-25 var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Þ. 23. var hvöss suðvestanátt með éljum nema á Austurlandi, þar var þurrt. Á aðfangadag var svipað veður en vindur hægari, og á jóladag var víðast stillt veður og úrkomulaust að mestu. Um kvöldið náði þó úrkomusvæði inn yfir landið suðvestan- vert. Mikil lægð var á Grænlandshafi þ. 26. Hitaskil hennar fóru norður yfir land og ollu hvassviðri með mikilli rigningu um sunnan og vestanvert landið. Kuldaskil lægðarinnar fóru austur yfir land aðfaranótt 27., og á eftir þeim dró verulega bæði úr vindi og úrkomu. Þ. 28. var ný lægð á hreyfingu norður með Grænlandi og sunnanátt með rigningu á Suður- og Vesturlandi. Kuldaskil lægðarinnar fóru austur yfir land þ. 29., og á eftir þeim var hæg vestanátt með éljum. Hiti var 7° yfir meðallagi þ. 26., og var það hlýjasti dagur mánaðarins. Þ. 27.-29. var 4°-6° hlýrra en í meðalári. Þ. 30. var hæðarhryggur yfir landinu, en síðdegis komu skil inn yfir land úrsuðvestri ogfóru þau yfir landið á Gamlársdag. Allhvasst var við skilin og talsverð snjókoma. Hiti var 1° undir meðallagi þessa tvo daga. Loftvœgi: var5.2 mb undir meðallagi áranna 1931-1960, frá3.6mbá Rkn. að7.1 mbá Rfh. Hæst stóð loftvog 1030.5 mb á Kbkl. þ. 27. kl 24, en lægst 960.4 mb í Vm. þ. 1. kl 9. Vindáttir: Austanátt var fátíðust miðað við meðallag áranna 1971-1980 en norðanátt tíðust. Vindar milli suðurs og norðvestur voru einnig tiltölulega tíðir en norðaustanátt fremur fátíð. Veðurhœð: Þ. 1. voru 11 vindstig í Æðey, þ. 4. í Vm., þ.8. í Vm. og Hvrv., þ. 13. áGfsk ogGrst., þ. 15. á Sd., þ. 18. á Npr., Anes., Fghm. og Vm., þ. 22. á Nb., Mnbk., Vm. og Hvrv., þ. 23 í Vm., (89)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.