Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 37

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 37
1992 VEÐRÁTTAN_______________________Ársyfirlit á Kambanesi og stöö á Þverfjalli vestan Breiöadalsheiöar. Stööin á Þverfjalli var sett upp vegna snjóflóöavarna í október 1990. Landsvirkjun á nokkrar sjálfvirkar stöðvar og skeyti frá stöðvunum viö Búrfell og í Þúfuveri berast Veðurstofunni, en ekki reglulega. Jarðskjálftamælar voru á eftirtöldum stööum í árslok: Reykjavík, Síðumúla, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Húsavík, Grímsstöðum á Fjöllum, Gilhaga í Öxarfirði, Leirhöfn, Kvískerjum, Kirkjubæjarklaustri og Laugarvatni. Jarðskjálftamælar tengdir SIL, þ.e. norrænu samstarfsverkefni um jarðskjálftarannsóknir, voru á eftirtöldum stöðum: Krísuvík, Bjarnarstöðum í Ölfusi, Sölvholti í Flóa, Heiöarbæ í Þingvallasveit, Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, Ásmúla í Ásahreppi, Saurbæ í Holtum, Haukadal á Rangárvöllum, Mið-Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi og Skammadalshóli í Mýrdal. í október lést Einar H. Einarsson, en hann hafði annast jarðskjálftamælingar í tvo áratugi, lengst af á Skammadalshóli, en síðustu árin í Vík í Mýrdal. Einar var sjálfmenntaður á ýmsum sviðum náttúrufræöa og naut mikillar viröingar fyrir framlag sitt til fræðanna. Jarðskjálftamælingum sinnti hann af slíkum áhuga og samviskusemi að alþjóöaathygli vakti. Við lát Einars lögðust jarðskjálftamælingar í Vík niður. Þenslumælar voru á eftirtöldum stöðum á Suöurlandi: Skálholti, Jaöri í Hrunamannahreppi, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Saurbæ í Holtum, Hellu á Rangárvöllum og Stórólfshvoli við Hvolsvöll. Sendibúnaður er á þenslumælastöðvunum og endurvarpsstöð í Bláfjöllum til aö koma mælingunum til Reykjavíkur. Þyngdarmælar voru í Saurbæ í Holtum og við Búrfellsvirkjun. Sólskinsstundamælingar. Mánuðina júní og júlí 1991 var gerð tilraun á Veðurstofunni, til að fá úr því skoriö, hvort sólskinsmælar þeir, sem hér eru notaðir, henta að öllu leyti þegar sól er lágt á lofti, en sólargangur langur. Til þess var notaður sérstakur tilraunamælir, sem mældi sólskin aðeins eftir hádegi, en hleypti þá öllu sólskini óhindraö aö mæliblaði, en það gera venjulegu mælarnir ekki svo vel sé. Fjöldi sólskinsstunda eftir hádegi (samkvæmt sóltíma) mældar með tilraunamælinum var borinn saman við samsvarandi tímabil mæld með hinum venjulega sólskinsmæli Veðurstofunnar. Niðurstööur urðu þessar: í júní, sem var sólríkur, mældi Veðurstofu- mælirinn 164.7 sólskinsstundir síðdegis en tilraunamælirinn 176.7 stundir, 12.0 stundum eöa 7.3% lengur. Öll marktæk aukning sólskinsstundanna varð á tímabilinu frá kl.19-22, langmest frá kl.21-22. í júlí var sólskin í tæpu meðallagi. Veðurstofumælirinn mældi þá88.5 stundir en tilraunamælirinn 93.0, 4.5 stundum eða 5.1% lengur. Aukningin var nú frá kl. 18-22, mest kl.20-21, en sáralítil eftir það. Kemur þaö vel heim við skemmri sólargang í júlí. Álykta má af þessum niðurstöðum, að mælarnir, sem nú eru notaðir, mæli umtalsvert færri sólskinsstundir en rétt er, yfir sumarmánuðina maí-júlí, og jafnvel lengur, og verður skekkjan líklega því meir áberandi sem norðar dregur. Veðurstofan áformar að rannsaka þessi mál nánar. (133)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.