Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1992, Side 37

Veðráttan - 02.12.1992, Side 37
1992 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit á Kambanesi og stöð á Þverfjalli vestan Breiöadalsheiðar. Stöðin á Þverfjalli var sett upp vegna snjóflóðavarna í október 1990. Landsvirkjun á nokkrar sjálfvirkar stöövar og skeyti frá stöövunum við Búrfell og í Þúfuveri berast Veðurstofunni, en ekki reglulega. Jarðskjálftamœlar voru á eftirtöldum stööum í árslok: Reykjavík, Síðumúla, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Grímsey, Akureyri, Húsavík, Grímsstööum á Fjöllum, Gilhaga í Öxarfirði, Leirhöfn, Kvískerjum, Kirkjubæjarklaustri og Laugarvatni. Jarðskjálftamælar tengdir SIL, þ.e. norrænu samstarfsverkefni um jaröskjálftarannsóknir, voru á eftirtöldum stöðum: Krísuvík, Bjarnarstöðum í Ölfusi, Sölvholti í Flóa, Heiðarbæ í Þingvallasveit, Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, Ásmúla í Ásahreppi, Saurbæ í Holtum, Haukadal á Rangárvöllum, Mið-Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi og Skammadalshóli í Mýrdal. í október lést Einar H. Einarsson, en hann hafði annast jarðskjálftamælingar í tvo áratugi, lengst af á Skammadalshóli, en síðustu árin í Vík í Mýrdal. Einar var sjálfmenntaður á ýmsum sviöum náttúrufræða og naut mikillar virðingar fyrir framlag sitt til fræðanna. Jarðskjálftamælingum sinnti hann af slíkum áhuga og samviskusemi að alþjóðaathygli vakti. Við lát Einars lögðust jarðskjálftamælingar í Vík niöur. Þenslumælar \om á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skálholti, Jaöri í Hrunamannahreppi, Búrfellsvirkjun, Gljúfurleit við Þjórsá, Saurbæ í Holtum, Hellu á Rangárvöllum og Stórólfshvoli við Hvolsvöll. Sendibúnaður er á þenslumælastöðvunum og endurvarpsstöð í Bláfjöllum til að koma mælingunum til Reykjavíkur. Þyngdarmælar voru í Saurbæ í Holtum og viö Búrfellsvirkjun. Sólskinsstundamælingar. Mánuðina júní og júlí 1991 var gerð tilraun á Veðurstofunni, til að fá úr því skorið, hvort sólskinsmælar þeir, sem hér eru notaðir, henta að öllu leyti þegar sól er lágt á lofti, en sólargangur langur. Til þess var notaður sérstakur tilraunamælir, sem mældi sólskin aðeins eftir hádegi, en hleypti þá öllu sólskini óhindrað aö mæliblaði, en það gera venjulegu mælarnir ekki svo vel sé. Fjöldi sólskinsstunda eftir hádegi (samkvæmt sóltíma) mældar meö tilraunamælinum var borinn saman við samsvarandi tímabil mæld með hinum venjulega sólskinsmæli Veðurstofunnar. Niðurstööur urðu þessar: í júní, sem var sólríkur, mældi Veðurstofu- mælirinn 164.7 sólskinsstundir síðdegis en tilraunamælirinn 176.7 stundir, 12.0 stundum eða 7.3% lengur. Öll marktæk aukning sólskinsstundanna varð á tímabilinu frá kl. 19-22, langmest frá kl.21-22. í júlí var sólskin í tæpu meöallagi. Veöurstofumælirinn mældi þá88.5 stundir en tilraunamælirinn 93.0, 4.5 stundum eða 5.1% lengur. Aukningin var nú frá kl. 18-22, mest kl.20-21, en sáralítil eftir það. Kemur það vel heim viö skemmri sólargang íjúlí. Álykta má af þessum niðurstöðum, aö mælarnir, sem nú eru notaðir, mæli umtalsvert færri sólskinsstundir en rétt er, yfir sumarmánuöina maí-júlí, og jafnvel lengur, og verður skekkjan líklega því meir áberandi sem norðar dregur. Veðurstofan áformar aö rannsaka þessi mál nánar. (133)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.