Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1992, Qupperneq 38

Veðráttan - 02.12.1992, Qupperneq 38
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1992 Utvarp veðurfregna. Þann 3.október uröu verulegar breytingar á útvarpstímum veöurfregna á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Voru tímarnir í árslok sem hér greinir: Kl. 0130,0430 (á þessum tíma var einnig útvarpaö um loftskeytastöðina í Reykjavík á 1650 kflóriöum), 0730, 1045, 1245, 1630, 1930 og 2230. í upphafi veðurfregna var alltaf, nema kl. 1630, lýst veöri á völdum veðurstöövum við ströndina. Kl. 1045 var einnig sagt frá veöri inn til landsins og kl. 1630 eingöngu lýst veöri á völdum veðurstöövum. Á eftir veöri frá landstöðvum voru lesnar veöurlýsingar frá nokkrum skipum kringum landiö, þó ekki kl. 1245. Yfirlit um loftþrýsting var á sömu tímum lesiö frá nokkrum stöðvum innanlands og utan. Aö loknum veðurlýsingum var lesin veöurspá fyrir einstök veöurspásvæöi á landi, miöum og djúpum. Þessar veðurfregnir voru einnig lesnar á Rás 2 kl. 0130 og 0430, ennfremur kl. 0730 á sunnudögum. Veöurhorfum á öörum, þriöja og fjóröa degi var útvarpað í lok veðurfregnatíma kl. 1045, 1245, 1630 og 1930. Ýmsar útvarpsstöövar gátu á 3 klst. fresti fengið stutt yfirlit um stormspár og veðurhorfur á landinu, og á Rás 2 var þaö lesið kl. 0730,1045,1630 og 2230, ennfremur í lok útvarpsfrétta kl. 0800, einnig í byrjun morgunútvarps bæöi á Rás 1 og Rás 2. Frá strandarstöövum Póst- og símamálastofnunar var útvarpaö almennu yfirliti, stormaövörunum og spám fyrir þau spásvæöi sem næst eru hverri stöö, sem hér segir, en breyting varö á tímum 3. október. Aö næturlagi var útvarpað frá ísafiröi, Neskaupstaö og Vestmannaeyjum kl. 0203 og 0503, en frá Siglufirði og Hornafirði þrem mínútum síöar í báöum tilvikum. Að degi til var útvarpað frá Neskaupstaö kl. 1103 og 2203 og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufiröi og Hornafiröi. Útvarpaö var á aöalvinnutíðni stöövanna aö undangengnu tilkynningarkalli á 2182 kílóriöum. Veöurspá fyrir miöin var lesin á ensku kl. 0533,1133,1733 og 2333 á tíöni 1876 kílóriðum aö undangenginni tilkynningu á 2182 kílóriðum. Veöurfregnir birtust í Ríkisútvarpi-Sjónvarpi alla daga ársins. Drög aö spákorti fyrir ísland voru daglega gerö fyrir sjónvarpsstööina Stöö 2. Svipuð drög voru reglulega gerö fyrir tvö dagblöö, DV og Morgumblaðiö. Yfirlit um veöurhorfur á miöhálendinu var útvarpaö í fréttum Rásar 1 Ríkisútvarpsins kl. 0800 og 0900 og í fréttayfirliti á ensku aö morgni tímabiliö 1. júlí - 31. ágúst. Fóru í því skyni fram veöurathuganir aö Versölum á Sprengisandsleið, Snæfellsskála (aöeins í ágúst) og Básum viö Þórsmörk (einnig í júní),og voru veöurlýsingar þaöan lesnar kl. 0645 og 1010. Símsvarar með valsímanúmeri 990600 og s. 990601-990605 fyrir einstaka valkosti voru í notkun allt áriö, en s. 990606 bættist viö í október. Þeir valkostir sem kynntir eru í s. 990600 og velja má, sé um tónvalssíma aö ræöa, eöa með því að hringja í einstök númer voru: s. 990601 veöur og veöurhorfur fyrir landiö í heild s. 990602 veöurspá fyrir einstök spásvæöi á landi og miöum s. 990603 veöur og veöurhorfur á höfuöborgarsvæöinu s. 990604 veðurlýsing fyrir valdar erlendar veöurstöövar s. 990605 upplýsingar fyrir flugmenn s. 990606 veðurlýsing á stöövum á landinu og skipum. (134)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.