Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 39

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 39
1992__________________________VEÐRÁTTAN_______________________Ársyfirlit Alþjóðasamstarf. Fram var haldiö þátttöku í EGOS-samstarfsráöi Evrópuþjóöa um rekstur veöurdufla á Norður-Atlantshafi. Voru 14 EGOS rekdufl til veðurathugana prófuð í tækni- og veðurathuganadeild og sjósett frá íslenskum skipum á leið til Bandaríkja N-Ameríku. Auk þess var sjósett eitt rekdufl í eigu frönsku veðurstofunnar, þannig að alls voru á árinu sjósett 15 veðurdufl frá íslenskum skipum. Fram var haldið samstarfi viö prófessor J. Prospero frá Háskólanum í Miami í Bandaríkjunum um mælingar á brennisteinssamböndum og ýmsum snefilefnum í andrúmslofti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Frá haustinu 1992 voru loftmengunar-mælingar þar auknar til muna í samstarfi viö bandarískar stofnanir sem leggja til mælitæki og annast efnagreiningar. Þrír bandarískir sérfræðingar komu í þessu sambandi til íslands í september, Samuel Oltmans og Lee Waterman frá NOAA og Bruce Dodderidge frá Háskólanum í Maryland. í samstarfi við NOAA er safnað loftsýnum eifiu sinni í viku til ákvörðunar á magni koltvísýrings (C02) og framkvæmdar símælingar á ósoni (03) í andrúmslofti viö yfirborð. í samstarfi við Háskólann í Maryland eru hins vegar gerðar símælingar á kolsýrlingi (CO) í yfirborðslofti. Óskar Sigurðsson vitavörður annast sýnatöku og gæslu mælitækja á Stórhöfða, en tækni- og veðurathuganadeild hefur umsjón með starfseminni. í Reykjavík var fram haldið símælingum á ósoni við yfirborð í samvinnu við S. Oltmans frá NOAA, en þær hófust í október 1991. í apríl hófst í Reykjavík tveggja ára samstarf við Háskólann í Þessaloniki í Grikklandi um mælingar á heildarmagni ósons og efnasambandanna S02 og N02 upp í gegnum lofthjúpinn með Brewer litrófsmæli, en mælitækið er einnig notað til að mæla geislaorku á útfjólubláu ljósi (UV-B). Mánuðina janúar til mars, og aftur í desember, var haldið áfram mælingum á Keflavíkurflugvelli á ósoni og ýmsum snefilefnum í andrúmsloftinu. Mælingar þessar hófust í nóvember 1991. Starfsmenn Veðurstofunnar annast mælingarnar, en þær eru gerðar í samvinnu við rannsóknaraðila frá Grikklandi, Spáni og Belgíu. í samvinnu við aðildarþjóðir HIRLAM, um tölvuspár á takmörkuöum svæðum, voru gerðar tilraunir til að spá einstókum óveðrum, þ.á.m. ofviðrinu 3. febrúar 1991. Ráðgjafi var einkum Jón Egill Kristjánsson, sem dvaldist við rannsóknir í Los Alamos í Bandaríkjunum. Páll Bergþórsson sat í janúar fund norrænna veöurstofustjóra í Kaupmannahöfn um fyrirhuguð hagsmunasamtök veðurstofa í Evrópu. f maí sat hann fund veðurstofustjóra V- Evrópu í Bergen. f júní og desember sótti hann fundi Evrópuveðurstofunnar í Reading, og í ágúst var hann á fundi norrænna veðurstofustjóra í Finnlandi. Flosi Hrafn Sigurðsson sat fundi stjórnar og tækninefnda EGOS, samstarfsráðs Evrópuríkja um veðurdufl, 11.-12. júní í Reykjavík og 15.-16. desember í Genf. Sem fyrr var hann varaformaður EGOS og gegndi formennsku tækninefndar. Þá sótti hann fund samvinnunefndar um athugunarkerfi á N-Atlantshafi ( CGC) í Genf 26.-28. ágúst og fund alþjóölegs samstarfsráðs um veðurdufl (DBCP) sem haldinn var í París 14.-17. október. Ásdís Auðunsdóttir og Einar Sveinbjörnsson fóru á 18. norræna veðurfræðingafundinn í Hirtshals í júní, og þar flutti Einar erindi. Borgþór H. Jónsson sat í nóvember ráöstefnu í Portúgal um endurskipulagningu fjarskipta-, umferðarstjórnunar- og veðurþjónustu viö millilandaflug á N-Atlantshafi. Borgþór var fundarstjóri og formaður veöurþjónustunefndar. (135)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.