Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1992, Page 39

Veðráttan - 02.12.1992, Page 39
1992 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit Alþjóðasamstarf. Fram var haldið þátttöku í EGOS-samstarfsráði Evrópuþjóða um rekstur veöurdufla á Norður-Atlantshafi. Voru 14 EGOS rekdufl til veðurathugana prófuð í tækni- og veöurathuganadeild og sjósett frá íslenskum skipum á leið til Bandaríkja N-Ameríku. Auk þess var sjósett eitt rekdufl í eigu frönsku veðurstofunnar, þannig aö alls voru á árinu sjósett 15 veðurdufl frá íslenskum skipum. Fram var haldið samstarfi við prófessor J. Prospero frá Háskólanum í Miami í Bandaríkjunum um mælingar á brennisteinssamböndum og ýmsum snefilefnum í andrúmslofti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Fráhaustinu 1992voruloftmengunar-mælingar þar auknar til muna í samstarfi við bandarískar stofnanir sem leggja til mælitæki og annast efnagreiningar. Þrír bandarískir sérfræöingar komu í þessu sambandi til íslands í september, Samuel Oltmans og Lee Waterman frá NOAA og Bruce Dodderidge frá Háskólanum í Maryland. í samstarfi við NOAA er safnað loftsýnum eihu sinni í viku til ákvörðunar á magni koltvísýrings (C02) og framkvæmdar símælingar á ósoni (03) í andrúmslofti viö yfirborð. í samstarfi við Háskólann í Maryland eru hins vegar geröar símælingar á kolsýrlingi (CO) í yfirboröslofti. Óskar Sigurðsson vitavörður annast sýnatöku og gæslu mælitækja á Stórhöfða, en tækni- og veðurathuganadeild hefur umsjón með starfseminni. í Reykjavík var fram haldið símælingum á ósoni við yfirborð í samvinnu við S. Oltmans frá NOAA, en þær hófust í október 1991. I apríl hófst í Reykjavík tveggja ára samstarf við Háskólann í Þessaloniki í Grikklandi um mælingar á heildarmagni ósons og efnasambandanna S02 og N02 upp í gegnum lofthjúpinn með Brewer litrófsmæli, en mælitækið er einnig notaö til aö mæla geislaorku á útfjólubláu ljósi (UV-B). Mánuðina janúar til mars, og aftur í desember, var haldið áfram mælingum á Keflavíkurflugvelli á ósoni og ýmsum snefilefnum í andrúmsloftinu. Mælingar þessar hófust í nóvember 1991. Starfsmenn Veöurstofunnar annast mælingarnar, en þær eru geröar í samvinnu við rannsóknaraðila frá Grikklandi, Spáni og Belgíu. í samvinnu við aðildarþjóðir HIRLAM, um tölvuspár á takmörkuðum svæðum, voru gerðar tilraunir til að spá einstökum óveörum, þ.á.m. ofviðrinu 3. febrúar 1991. Ráðgjafi var einkum Jón Egill Kristjánsson, sem dvaldist viö rannsóknir í Los Alamos í Bandaríkjunum. Páll Bergþórsson sat í janúar fund norrænna veðurstofustjóra í Kaupmannahöfn um fyrirhuguö hagsmunasamtök veðurstofa í Evrópu. í maí sat hann fund veðurstofustjóra V- Evrópu í Bergen. í júní og desember sótti hann fundi Evrópuveöurstofunnar í Reading, og í ágúst var hann á fundi norrænna veöurstofustjóra í Finnlandi. Flosi Hrafn Sigurösson sat fundi stjómar og tækninefnda EGOS, samstarfsráðs Evrópuríkja um veðurdufl, 11.-12. júní í Reykjavík og 15.-16. desember í Genf. Sem fyrr var hann varaformaður EGOS og gegndi formennsku tækninefndar. Þá sótti hann fund samvinnunefndar um athugunarkerfi á N-Atlantshafi (CGC) í Genf 26.-28. ágúst og fund alþjóölegs samstarfsráðs um veðurdufl (DBCP) sem haldinn var í París 14.-17. október. Ásdís Auðunsdóttir og Einar Sveinbjörnsson fóru á 18. norræna veðurfræðingafundinn í Hirtshals í júní, og þar flutti Einar erindi. Borgþór H. Jónsson sat í nóvember ráöstefnu í Portúgal um endurskipulagningu fjarskipta-, umferðarstjórnunar- og veðurþjónustu við millilandaflug á N-Atlantshafi. Borgþór var fundarstjóri og formaður veðurþjónustunefndar. (135)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.