Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 40

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 40
Ársyfirlit____________________VEÐRÁTTAN________________________1992 Gunnar B. Guömundsson fór í mars til Japan í boöi háskólans í Hokkaido til aö ræða úrvinnslu hafsbotnsmælinga á Reykjaneshrygg 1990 og norður af íslandi 1991. Gunnlaugur Kristjánsson fór í apríl til Bandaríkjanna og sinnti í leiðinni nokkrum verkefnum fyrir Veðurstofuna. Haraldur Ólafsson og Þóranna Pálsdóttir sóttu í janúar alþjóðafund sjónvarps- veöurfræðinga í París. Hreinn Hjartarson sótti ráðstefnu TECO 1992 um veðurathuganir og veðurathugunartæki í Vínarborg í maí. Magnús Már Magnússon fór í september á ráðstefnu alþjóðajöklarannsóknafélagsins í Japan og hélt þar erindi um snjó og vandamál tengd snjó. Markús Á. Einarsson sótti í nóvember fund tækniráðs Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar "Commission for Basic Systems", í Genf. Ragnar Stefánsson fór í apríl og maí í boðsferð til Japan, Kína og Bandaríkjanna vegna jarðeðlisfræðirannsókna. Hann flutti erindi um jarðskjálfta á íslandi, rannsóknir á jarðskjálftaspám og SIL-verkefniö við háskólann í Hokkaido og tvær jarðskjálftastofnanir í Kína. Á ráðstefnu japanska Jarðeðlisfræðifélagsins sýndi Ragnar veggspjald, og hann var meöhöfundur erinda um skjálftavirkni á Reykjaneshrygg, sem þar voru flutt. Hann var einnig ásamt Gunnari Guðmundssyni meðhöfundur erindis um rannsóknir við Tjörnes. Ragnar og Steinunn Jakobsdóttir sátu í september fund jarðskjálftafræðinga í Finnlandi og stjórnarfund norræna SIL-verkefnisins og að lokum allsherjarþing Evrópska Jaröskjálftaráðsins í Prag. Á báðum stöðunum fluttu þau erindi um rannsóknir tengdar jarðskjálftaspám. Siguröur Þorsteinsson og Guðmundur Hafsteinsson sóttu í apríl fund í Kaupmannahöfn um veðurspálíkanið HIRLAM. Sigurður sótti fundi um sama efni í september í Norrköping og í október í Osló. í september fór hann á ráðstefnu um fjallaveðurfræði í Portland í Oregon og flutti þar erindi. I sömu ferð ræddi hann við vísindamenn í Yale og heimsótti rannsóknastöðvar hjá NCAR og í Los Alamos. Trausti Jónsson sótti fund nefndar um óson og loftslag í Stokkhólmi í febrúar; fund norræns vinnuhóps um veöurfarsbreytingar og rennslislíkön í Osló í mars; fund um veðurfar á 17.,18.og 19. öld í Stavanger í maí og hélt þar tvö erindi um veðurathuganir á íslandi á þessum tíma; 18. norræna veöurfræðingafundinn í Hirtshals í júní, og ræddi þar um notkun einfaldra vindafarskennitalna til að greina loftslagsbreytingar; fund um loftslag á árunum 1675-1715 í Bern í september; fundi í Kaupmannahöfn í október um veðurfarsbreytingar og orkuframleiðslu og hélt þar tvö erindi, annaö um samfelluvandamál í hitamælingum og einnig "Regional Climate and Simple Circulation Parameters". í desember sótti Trausti fundi í Helsingfors um tölvuskráningu veðurfarssögu á Norðurlöndum og túlkun veðurfarslegra tölvulíkana og flutti erindi um túlkun veðurfarslíkans Max Planck veöurfarsrannsóknarstofnunarinnar á svæðinu umhverfis ísland. Kostnaður af flestum þessum fundum var greiddur af norrænu fé. Hluti vinnuhópsins um veðurfarsbreytingar og rennslislíkön hélt fund í Reykjavík í september, Trausti Jónsson sat þann fund. Um Jónsmessuna var haldinn alþjóðlegur fundur um heimskautalægðir á Hvanneyri. Trausti Jónsson og Haraldur Ólafsson skipulögðu og undirbjuggu fundinn, sem var á vegum starfshóps evrópska Jarðeðlisfræðifélagsins um heimskautalægðir. Fundinn sóttu rúmlega tuttugu manns frá sjö þjóðlóndum. Trausti Jónsson og Þór Jakobsson sóttu fund vinmíihóps Alþjóðaheimskautavísindaráðsins (IASC) í Reykjavík í apríl, um hnattrænar breytingar á norðurslóðum. Trausti sat í undirbúningsnefnd fundarins og er varafulltrúi íslands í vinnuhópnum. Trausti Jónsson vann ásamt Birgi Jónssyni sagnfræðinema við (136)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.