Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1992, Side 41

Veðráttan - 02.12.1992, Side 41
1992 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit tilraunatölvulyklun veðurfarsgagna í annálum 17. og 18. aldar í samráði við Euroclimhist gagnagrunninn í Bern, en nokkur styrkur fékkst til verksins frá Evrópusambandi vísindaráða. Þór Jakobsson sótti fund í norrænni óson- og veðurfarsnefnd í Tromsö í Noregi íágúst. Þess er rétt að geta aö helmingur þessara utanferöa var kostaður aö nokkru eöa öllu leyti af erlendum aðilum. Eftirfarandi kafli féll niður íprentun íÁrsyfirliti 1991. Alþjóðasamstarf 1991. Haldið var áfram samstarfi við nokkrar Evrópuþjóðir um rekstur veðurdufla á Atlantshafi og þátttöku í samstarfsráði þeirra, EGOS. Til viðbótar mengunarrannsóknum sem staöið hafa allt frá 1958, var á árinu hafist handa um athugun á aðborinni mengun brennisteins og fleiri efna á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, í samstarfi við prófessor J. Prospero við Miami-háskóla íBandaríkjunum. í samstarfi við S. Oltmans hjá NOAA hófst símæling á ósoni í lofti nálægt yfirborði jaröar í Reykjavík. í nóvember hófst tímabundið samstarf við rannsóknaraðila frá Grikklandi, Spáni og Belgíu um ósonmælingar aö vetrarlagi og mælingar ýmissa snefilefna í andrúmsloftinu. Sumar mælinganna voru geröar í Reykjavík, en aörar á Keflavíkurflugvelli, og þaöan voru send upp í lofthjúpinn tæki til ósonmælinga. I samvinnu við Rannsóknarstofnun háskólans og NCAR í Boulder var unnið að úrvinnslu íslenskra ósonmælinga 1957-1991. í samvinnu við aðildarþjóðir HIRLAM (um tölvuspár á takmörkuðum svæöum) var unniö að undirbúningi fyrir tölvuspár á fslandi. Ráðgjafi var einkum dr. Jón Egill Kristjánsson á norsku Veðurstofunni. Páll Bergþórsson var á fundi veðurstofustjóra Vestur-Evrópu í Toulouse þ. 16.-19. apríl. Þá sótti hann heimsþing Alþjóða Veðurfræðistofnunarinnar dagana 1.-25. maí og fund veðurstofustjóra Norðurlanda í Færeyjum 12. og 13. ágúst, einnig fund í fulltrúarráði ECMWF (Evrópuveöurstofu) í Reading 3.-4. desember. í sömu ferð sat hann fund um norrænar tölvuspár (HIRLAM-verkefni) og fund veðurstofustjóra Vestur-Evrópu. Flosi Hrafn Sigurösson sat fund stjórnar- og tækninefndar EGOS, samstarfsráðs Evrópuríkja um veðurdufl, í júní í Hamborg og í desember í París, en hann var á árinu varaformaður stjórnarnefndar og formaöur tækninefndarinnar. Þá sótti hann í Genf fund samvinnunefndar um athugunarkerfi á N-Atlantshafi (CGC) í ágúst og fund alþjóðlegs samstarfsráðs um rekdufl (DBCP) í Toulouse í október. Dagana 3.-5. apríl var haldinn fjölþjóðlegur fundur í Reykjavík um norrænt vatnafræðisamstarf og gróöurhúsaáhrifin. Ályktanir fundarins voru gefnar út í skýrslu “Nordic Hydrological Programme, NHP Report No 28, KOHYNO, 1991 ”. Trausti Jónsson tók þátt í undirbúningi fundarins og flutti þar erindi. Alls sóttu 10 starfsmenn Veðurstofunnar fundinn. Gunnlaugur Kristjánsson heimsótti Ericson Radar Electronics í Gautaborg vegna veðursjárinnar, þegar hann var í einkaferð til Kaupmannahafnar 24.-27. febrúar. Einnig fór hann til Haag 9.-13. september á fund í “DECUS Europe 1991 Symposium”. Hreinn Hjartarson sat námsstefnu á vegum háskólans í Bergen, þ. 10.-14. júní, um gerö líkana um efnamengun andrúmsloftsins. (137)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.