Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 42

Veðráttan - 02.12.1992, Blaðsíða 42
Ársyfirlit_______________________VEÐRÁTTAN__________________________1992 Ragnar Stefánsson fór boösferö til Japan og Moskvu dagana 8.-25. mars til aö ræöa samvinnuverkefni og kynna sérjaröskjálftaspár í Japan og Sovétríkjunum. Ennfremur sótti hann ráðstefnu á vegum Evrópuráösins um jaröskjálftaspár 15.-18. október í Strassbourg og flutti þar erindi. Dagana 9.-13. desember sat Ragnar haustþing AGU í San Fransisco og flutti þar fyrirlestur. Steinunn S. Jakobsdóttir flutti einnig fyrirlestur á þinginu í San Fransisco. Trausti Jónsson sótti fund í samstarfshópi um óson og loftslag í Helsingfors þ. 1. mars og annan fund í sömu nefnd í Kaupmannahöfn 27. ágúst. Nefndin hélt einnig fund í Reykjavík þ. 14. júní. í feröinni til Finnlands fór hann jafnframt í skoöunarferö til Jokionen, en þar fer fram samanburöur á fjölmörgum geröum úrkomumæla. Þ. 30. maí sat hann fund í Veöurfarsnefnd Norrænu vísindasjóöanna (NORDKLIM) í Stokkhólmi. í sömu ferð sótti hann fund norræna úrkomuhópsins í Norrköping. Þá sótti hann fund norræna úrkomuhópsins í Kaupmannahöfn 11.-13. nóvember. Þór Jakobsson sat ráðstefnu um umhverfisbreytingar á íslandi, í Miinchen og fund um Grænlandshafsverkefnið (hafísrannsóknir) í Kaupmannahöfn í desember. Þóranna Pálsdóttir fór á vinnufund í Osló um veðurfarsgögn (North Atlantic Climatological Dataset) dagana 11.-12. september. Þórir Sigurösson heimsótti dönsku Veðurstofuna í október til að fræöast um vinnustöðvar, gagnagrunn og vélreiknaðar spár. Útgáfustarfsemi, ráðstefnur, greinar o.fl. Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöö frá mars til desember 1991 og ársyfirlit fyrir það ár. Jarðskjálftaskýrslur. Útgáfa á mánaðaryfirlitum jarðskjálfta lá niðri á árinu. Preliminary Seismogram Readings var gefiö út vikulega, og vikuleg yfirlit um jarðskjálfta mælda í SIL- kerfinu voru send Almannavörnum og nokkrum öðrum stofnunum. Hafísskýrslur: Ritið " Hafís við strendur íslands" var gefið út fyrir tímabilið október 1990 - september 1991. Ráðstefnur á Islandi. Vetrarmót norrænna jarðvísindamanna var haldið í Reykjavík í janúar. Þar flutti Ragnar Stefánsson erindi sitt og Kristjáns Ágústssonar "The eruption of Hekla 1991 and its relation to strain release in southern Iceland" og ennfremur erindið "Earthquake prediction and the Nordic SIL-project". Gunnár B. Guðmundsson flutti erindi sitt og Ragnars Stefánssonar "The OBS projects on the Reykjanes ridge and offshore northern Iceland". Steinunn Jakobsdóttir flutti erindið "The overall performance of the SIL-network". Barði Þorkelsson var meðal höfunda erindisins "The Hekla eruption of 1991 -The tephra fall". Trausti Jónsson og Þóranna Pálsdóttir sýndu veggspjaldið "Meteorological observations in Iceland at the time of the Laki eruption". í maí var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík um náttúruhamfarir ( International Conference on Prepardness and Mitigation for Natural Disasters '92 ). Þar flutti Magnús Már Magnússon erindið "Snow Avalanches: Hazard, Assessment, Defences". Páll Halldórsson flutti erindiö "Seismic hazard assessment based on historical data and seismic (138)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.