Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.01.1993, Side 1

Veðráttan - 01.01.1993, Side 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Janúar Tíðarfar var talið óstöðugt og óhagstætt um mestan hluta landsins. Víðast var allmikill snjór, samgöngur erfiðar og stopular gæftir. Þ. 1. og 2. var lægð yfir Grænlandshafi og vindátt lengst af suðvestlæg með éljum á Suður- og Vesturlandi, en allkröpp lægð fór til norðausturs vestur af Færeyjum 1. Undir kvöld 2. snerist vindur til suðausturs vegna lægðar langt suðvestur í hafi. Þá hlýnaði og rigndi um mestallt land í austan hvassviðri, norðaustanátt hélst þó á Vestfjörðum með frosti lengst af. Að kvöldi 3. var skarpt lægðardrag yfir landinu, fremur hæg suðlæg átt með skúrum var austan við dragið, en norðaustan hvassviðri og snjókoma vestan þess. Þ. 4. breiddist norðanáttin yfir landið, en gekk jafnframt niður og undir kvöld var vindur víðast orðinn hægur og þá létti til. Þ. 5. fór lægð til norðausturs fyrir suðaustan land og olli norðaustan strekkingi og snjókomu suðaustan- og austanlands, en vestanlands var vindur hægur og skýjað. Þ. 6. kom lægð vestan að landinu. Hún olli fyrst suðaustanátt og snjókomu eða slyddu á Suður- og Vesmrlandi, en síðan snerist vindur í hæga suðvestanátt. Þ. 7. voru lægðir í kringum landið og vindátt óráðin og hæg lengst af, en síðdegis snerist vindur til norðaustanáttar með snjókomu suðaustanlands enda mjög djúp lægð á leið norðaustur milli íslands og Færeyja. Aðfaranótt 8. varð einnig hvasst víða austanlands, en vestanlands var vindur hægur enda smálægð á Grænlandshafi. Þ. 9. var lægðardrag yfir landinu, vindátt breytileg og víða dálítil él. Síðdegis 10. hvessti af norðaustri og gerði hríðarveður, fyrst suðaustanlands, en síðar um land allt, er ein dýpsta lægð aldarinnar (ekki fjærri 915 mb í lægðarmiðju) fór til norðausturs milli íslands og Færeyja. Þ. 11 hélst einnig versta veður um mikinn hluta landsins. Þ. 12. og 13. var minnkandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan, en syðra var lengst af úrkomulítið. Smálægð oUi þó snjókomu syðst á landinu. Þ. 14. var fremur hæg suðaustlæg átt, smáél eða snjókoma var um mikinn hluta landsins, en úikomu var þó mjög misskipt að magni til. Þ. 15. gerði enn norðaustan hvassviðri um suðaustanvert landið er djúp lægð fór til norðausturs suðaustan við land. Vestanlands var vindátt hæg og breytileg. Þ. 16. -18. voru smálægðir í námunda við landið, breytileg átt og víða nokkur él. Þ. 19. var hæg austlæg átt enda lægð suður undan á leið austur. Á Austur- og Suðausturlandi voru él, en annars þurrt að kalla. Þ. 20. var skarpt lægðardrag skammt suður undan og vindur var af austri og norðaustri með éljum víðast hvar. Þó var úrkomulaust víða inn til landsins á Vestur- og Norðurlandi. Þ. 21. var ákveðin norðaustanátt með éljum fyrir norðan og austan, en annars var úrkomulftið. Þ. 22. fór smálægð til austurs með suðurströndinni og olli þar snjókomu, en annars var vindur hægur og víða léttskýjað. Þ. 23. var smálægð fyrir vestan land og olli hún smáéljum um vestanvert landið. Um kvöldið og aðfaranótt 24. gerði allhvassa norðanátt með miklu frosti. Á Norðurlandi snjóaði, en sunnanlands létti til. Sá 24. varð kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu og frost víða 10 - 20°. Undir kvöld 24. snerist vindur til suðlægar áttar og fór að snjóa vestanlands og 25. var breytileg og síðar vestlæg átt með éljum um mikinn hluta landsins. Við suðurströndina rigndi. Þ. 26. var hæðarhryggur á austurleið fyrir vestan land. Smám saman létti til. Þ. 27. gerði hvassa suðaustanátt með rigningu við suðvesturströndina enda lægð að nálgast frá Suður- Grænlandi. Þ. 28. var suðlæg átt og hláka um allt land. Á Suður- og Vesturlandi rigndi en fyrir miðjan dag snerist vindur til suðvesturs með éljum sunnan- og vestanlands, en norðaustanlands birti til. Þ. 29. gerði suðaustan hvassviðri, með rigningu um mikinn hluta landsins, er djúp lægð hreyfðist norðaustur Grænlandshaf. Undir kvöld snerist vindur til suðvesturs með éljum vestanlands og hélst það veður einnig 30. og þá með vægu frosti. Austanlands létti til. Þ. 31. kom svo ný lægð norðaustur Grænlandshaf. Þá hlýnaði um land allt með sunnan- og suðvestan hvassviðri. Um kvöldið kólnaði aftur vestanlands með vestanátt og éljagangi, en þó varð 31. hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Loftvægi var 15,9 mb undir meðallagi áranna 1931 -1960, ffá 15,3 mb undir á Rkn og f Vm að 17,1 mb á Dt. Hæst stóð loftvog á Eg þ. 26. kl. 24, 1019,9 mb, en lægst í Anes þ. 10. kl. 24, 936,2 mb. (1)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.