Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Febrúar Mánuðurinn var umhleypingasamur og talinn fremur óhagstæður um vestanvert landið, en á Suðaustur- og Austurlandi var tíð betri og jafhvel talin góð. Mikil svellalög voru á Norðaustur- og Austurlandi. Gæftir voru stopular og færð oft erfið. Mánuðurinn reyndist sólarminnsti febrúar í Reykjavík frá upphafi mæhnga. Þ. 1. hreyfðist djúp lægð norður Grænlandshaf og olli fyrst suðaustanátt með rigningu um mestallt land, en síðan snerist vindur til hvassrar suðvestanáttar með éljum vestanlands, en eystra létti til. Snjókomusvæði fór yfir 2., vindur varð suðlægari um hríð, en snerist aftur í suðvestur fyrir kvöld. Útsynningur ríkti 3., en 4. lægði og varð vindátt breytileg. Víða voru él en birti þó helst til á Suður- og Austurlandi. Aðfaranótt 5. var hæðarhryggur yfir landinu með stillm og björtu veðri, en síðan hvessti af austri vegna lægðar við Suður-Grænland og fór að snjóa. Undir kvöld lægði og hlánaði og vindur varð suðlægari. Dagana 6. -10. voru suðlægar áttir ríkjandi og hlýtt var í veðri. Víða var mikil úrkoma á Suður- og Vesturlandi og stundum strekkingsvindur. Austanlands var þurrt að kalla lengst af. Að kvöldi 7. og aðfaranótt 8. var þó suðvestanátt með éljum vestanlands og hiti nærri frostmarki. Hinn 9. var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu, en álíka hlýtt var bæði 10. og 11. Þessa daga var hæð yfir Norðursjó, en lægðir vestur undan. Aðfaranótt 11. var djúp lægð við Suður-Grænland og olli hún suðaustan hvassviðri hérlendis, en síðdegis var komin sunnanátt með skúrum sunnanlands og vestan, austanlands létti til. Síðdegis 12. fór kröpp lægð norður með vesturströndinni, víða varð hvasst. Mikið þrumuveður fylgdi skilum lægðarinnar síðdegis. Þ. 13. og 14. var útsynningur með éljum suðvestanlands, en björtu veðri á Austurlandi. Síðdegis 15. var lægð á Grænlandshafi og fór hún austur með Norðurlandi 16. Sunnan lægðarinnar var vestlæg átt með rigningu um vestanvert landið, en við norðurströndina var breytileg átt og slydda eða rigning. Skilasvæðið hélst nærri Norðurlandi 17., en síðdegis kom djúp lægð inn á Grænlandshaf, vindur varð suðlægari með rigningu um mestallt land. Lægðin fór síðan austur með Norðurlandi 18. Vindur snerist fyrst í hvassa vestan- og síðar norðanátt og kólnaði. Norðanlands gerði él, en syðra létti til. Aðfaranótt 19. var hæðarhryggur yfir landinu á leið austur, vindur var orðinn hægur en víðast var skýjað. Síðdegis var lægð á Grænlandssundi og olli suðvestanátt með slyddu og rigningu um mestallt land. Lægðin fór hratt til austurs fyrir norðan land, vindur gekk til hvassrar vestan- og síðar norðvestanáttar og kólnaði. Suðaustanlands létti til, en annars voru él. Síðdegis 20. var aftur hæðarhryggur yfir landinu með hægum vindi, en undir kvöld snjóaði vestanlands í hægri suðlægri átt. Mikil hæð var vestur af Bretlandseyjum. Hæðin olli hlýrri suðvestanátt um mikinn hluta landsins fram á 23., en átt varð þó smám saman vestlægari og kaldari allra vestast á landinu. Um miðjan dag 23. dýpkaði lægð yfir landinu og í kjölfarið snerist vindur til vesturs og kólnaði. Dagana 23. - 26. kólnaði. Vindátt varð fyrst vestlæg með éljum á Suður- og Vesturlandi, en snerist síðan í norður og þá létti til syðra. Sá 26. varð kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 27. var vindur hægur af suðvestri og þá þykknaði upp suðvestanlands með dáhtilU slyddu. Daginn eftir var suðvestan streklángur og hlýtt á landinu. Rigning eða súld var á Suður- og Vesturlandi, en þurrt að kalla norðaustanlands. Loftvægi var 1,4 mb yfir meðallagi áranna 1931 - 1960, frá 2,6 mb undir meðallagi á Hbv, að 5,5 mb yfir því í Vm. Hæst stóð loftvog 1036,7 mb í Anes þ. 27. kl. 20, en lægst á Gltv þ. 1. kl. 21, 955,8 mb. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.