Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.03.1993, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.03.1993, Qupperneq 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Mars Tíð var víðast talin góð á Norðaustur- og Austurlandi og skapleg vestanlands þrátt fyrir mikla umhleypinga. Mánuðurinn hófst með sunnanátt. Mikil hæð var yfir Skandinavíu, en djúp lægð á Grænlandshafi. Sá 1. varð hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Rigning eða súld var á Suður- og Vesturlandi, en þurrt norðan- og austanlands. Kuldaskil fóru yfir síðdegis og þá snerist vindur til suðvesturs með slydduéljum vestanlands, en næsta dag var áttin vestlægari og úrkomulítil. Víða fraus. Ný lægð kom að landinu 3., olli fyrst suðaustanátt og snjókomu á Suður- og Vesturlandi, en síðan rigndi. Allskarpt lægðardrag var yfir landinu 4. og 5. með suðvestanátt, rigningu og hlýindum syðra, en breytilegri átt og slyddu eða snjó nyrðra. Eystra var úrkoma víðast lítil. Myndarleg lægð var fyrir vestan land 6. og um kvöldið komu kuldaskil inn á landið úr vestri. Þá kólnaði og gerði él á Suður- og Vesturlandi, en eystra létti til. Næstu daga, eða firam á dag 9. var firemur hæg vestlæg átt með éljum vestanlands en oftast björtu veðri eystra. Þ. 9. snerist vindur í suður og gerði góða hláku næstu vikuna. Úrkoma jókst er á leið en var lengst af lítil norðaustanlands. Áttin var eindregið við suður firam á 13. með hæð yfir Evrópu en lægðasvæði vestur undan. Þ. 13. kom lægðardrag inn á norðurströndina og norðan þess var austan- og norðaustanátt með snjókomu. Lægð fór norðaustur yfir landið 14. Þá voru smáél í breytilegri átt um mikinn hluta landsins, en 15. var áttin suðvestlæg með éljum suðvestanlands, en norðaustanlands var þurrt. Djúp lægð kom að Suðvesturlandi 16. Þá var fyrst suðaustanátt, en síðan snerist vindur í hæga sunnanátt. Úrkoma var lítil norðaustanlands en annars rigndi eða snjóaði. Næstu daga eða firam til 24. var firemur kalt og urðu 22. og 23. köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Lægð fór yfir landið 16. og 17. Vindátt var breytileg, en oftast vestlæg og víða él. Óvenju snarpur éljabakki gekk yfir Suðvesturland að moigni 17. Þ. 18. snerist vindur til norðurs með éljum fyrir norðan, en sunnanlands var var skýjað. Aðfaranótt 19. var djúp lægð á Grænlandshafi og olli fyrst suðaustanátt á landinu en fyrir miðjan dag var áttin orðin breytileg eða vestlæg. É1 voru um mikinn hluta landsins. Næstu daga þokaðist lægðasvæðið austur fyrir land og vindur snerist smám saman í norður. Víða voru él. Vestanlands var norðanáttin gengin niður 23., en þá var norðvestan hvassviðri og snjókoma við norðausturströndina og lægði ekki fyrr en að morgni 24. Síðdegis 24. gerði eindregna sunnanátt sem stóð fram á miðjan dag 25. með rigningu á Suður- og Vesturlandi. Skil fóru þá yfir landið og varð áttin suðvestlæg. Lægðabylgjur úr suðri gengu þá norður Austurland svo skilin voru ekki komin þar yfir fyrr en að kvöldi 26. Þ. 27. varð áttin suðaustlæg er lægð nálgaðist úr suðvestri. Næstu daga, 28. - 30., sám lægðir skammt fyrir sunnan land og vindátt var austlæg. Rigning var með köflum, einkum þó á Suður- og Suðausturlandi. Síðasta dag mánaðarins var lægðasvæðið yfir landinu, vindátt var mjög breytileg og víða voru skúrir eða él. Loftvægi var 11,5 mb undir meðallagi áranna 1931 - 1960, frá 8,9 mb undir í Vm að 13,4 mb undir á Hbv. Hæst stóð loftvog í Vm þ.2. kl.24, 1027,8 mb, en lægst í Sth þ.16. kl.15, 967,2 mb. (17)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.