Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.04.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.04.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Apríl Tíð var góð um land allt fyrri hluta mánaðarins, en spilltist síðan um vestanvert landið. Gæftir voru stopular fyrir smábáta. Nær allan fyrri hluta mánaðarins var hiti yfir meðallagi og varla skar nokkur dagur sig úr. í>. 1. var vindur hægur og víða bjart veður á landinu, en næsta dag var hægt vaxandi austanátt. Nokkur rigning var suðaustanlands 2. en annars þurrt að kalla. Lægð nálgaðist úr suðri 3. og þá bætti heldur í vind. Austlægar áttir héldust næsta dag. Hvasst var við suðurströndina 7. og 8., en annars var vindur hægur einkum 9. - 12. Lengst af var einhver úrkoma um landið austanvert, en annars úrkomulítið ef frá eru talin regnsvæði sem fóru yfir 4. - 5. og 7. - 8. Lægðir voru fyrir sunnan og síðar suðaustan land. Þ. 12. snerist vindur til suðurs og fór að rigna á Suður- og Vesturlandi og síðar um mestallt land. Þ. 13. var smálægð yfir landinu og vindátt breytileg. Norðanlands var úrkomulítið en annars voru smáskúrir eða dálítil rigning. Þ. 14. dýpkaði lægð nærri Vestfjörðum. Vindur varð vestlægur og veður kólnaði. É1 voru um vestanvert landið, en bjart veður eystra. Þ. 15. og 16. þokaðist lægðin austur fyrir land og snerist vindur þá smám saman til norðanáttar og létti til syðra, en él voru á Norðurlandi. Svipað veður hélst einnig 17., en 18. - 20. hreyfðist allmikil lægð til austurs fyrir sunnan land. Nokkuð hvöss austanátt var við suðurströndina 19. og síðan hallaðist vindur meir til norðausturs. Á Norður- og Austurlandi var úrkoma af ýmsum tegundum en aftur létti til syðra. Dagana 21. - 24. varð einna kaldast í mánuðinum. Fyrstu tvo dagana var hæg norðaustanátt með björtu veðri syðra, en síðan var dálítið lægðardrag við Vesturland. Þá gerði þar slyddu eða snjókomu, en birti upp á Norður- og Austurlandi. Síðustu daga mánaðarins fóm tvær lægðir norðaustur Grænlandshaf, með ýmist sunnan- eða suðvestanátt. Hin fyrri fór hjá 26. en hin síðari aðfaranótt og fyrri hluta dags 28. Þ. 29. og 30. grynntist lægð á Grænlandshafi. Þessa síðustu viku mánaðarins var fremur hryssingslegt veður með ýmist rigningu, snjókomu eða éljum um sunnan- og vestanvert landið, en eystra var úrkomulítið lengst af. Loftvægi var 2,7 mb undir meðallagi áranna 1931 - 1960, frá 4,0 mb undir því í Sth að 1,6 mb undir á Dt. Hæst stóð loftvog á Dt þ. 2. kl. 9, 1025,7 mb, en lægst á Hbv þ. 26. kl. 9, 981,5 mb. Vindáttir: Austanátt var ívið algengari en að meðaltali 1971 - 1980, en aðrar áttir heldur fátíðari, einkum vestan- og norðanátt. Snjódýpt var mæld á 75 stöðvum þá morgna sem alhvítt var. Mest snjódýpt í mánuðinum var á Hvrv þ. 5. og 7., 111 cm. Þar var einnig mest meðalsnjódýpt, 108 cm. Meðalsnjódýpt var 31 - 50 cm á 3 stöðvum, 20 - 30 cm á 2 stöðvum, 11 - 20 cm á 4 stöðvum, en annars minna. Þrumur heyrðust eða leiftur sáust á Fghm þ. 5. og í Bðvr þ. 30. Skaðar: Báturinn Freyja fórst á Faxaflóa 28. Tveir skipveijar drukknuðu. (25)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.