Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1993, Síða 1

Veðráttan - 01.05.1993, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Maí Tíð var talin hagstæð um norðan- og austanvert landið framan af mánuðinum, en annars var köld og óhagstæð tíð. Gróðri fór lítið fram. Kal var víða í túnum norðaustanlands og einnig sums staðar inn til dala á Suðurlandi. Fyrstu 3 daga mánaðarins var fremur kalt. Lægðardrag var við landið 1. og 2. og vindátt breytileg. É1 voru víða um land, einna minnst á Norðausturlandi. Að morgni 3. var allmikil lægð á Grænlandshafi. Vindur snerist til austanáttar með slyddu á Suður- og Vesturlandi, en síðan hlýnaði með suðlægri átt er skil með úrkomu fóru yfir landið. Þ. 4. var suðvestan strekkingur með slydduéljum og skúrum sunrtan- og vestanlands, en úrkomulitlu veðri á Norðausturlandi. Næstu daga var suðvestanátt ríkjandi með svipuðu veðurlagi. Dálítil úrkomusvæði fóru þó yfir öðru hvoru og varð þá úrkomu stundum vart um norðaustanvert landið. Þ. 8. fór lægð norðaustur Grænlandssund og önnur grynnri 10. Þessir tveir dagar urðu hinir hlýjustu í mánuðinum. Norðaustan- og austanlands var þurrt að kalla, en mikil rigning vestanlands með flóðum í sumum sveitum. Þ. 11. var mikiö háþrýstisvæði fýrir sunnan land og þokaðist það til Grænlands. Vindátt var fyrst vestlæg með súld og þoku um vestanvert landið, en síðan snerist vindur til norðurs og 12. var komin norðanátt um land allt og létti til. Aðfaranótt 14. fór allkröpp smálægð suður með Austurlandi. Á eftir henni gerði snarpa norðanátt með slyddu og síðar snjókomu um landið norðan- og austanvert, en sunnanlands hélst bjart veður að mestu. Svipað veðurlag hélst næstu daga, hvöss norðaustanátt með slyddu eða snjókomu nyrðra, en úrkomulitlu syðra og urðu 15. og 16. köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Þ. 18. varð vindur heldur austlægari er úrkomusvæði fór vestur yfir landið og þá hlýnaði heldur. Allmikil lægð var skammt fyrir sunnan land. Miklar þokur voru við norður- og austurströndina. Lægðin grynntist mikið 20. og áttin varð suðlægari um tíma. Norðanlands var þá úrkomulítið, en skúrir syðra. Þ. 21. gætti áhrifa allmikillar lægðar suður í hafi og varð vindur afitur austan- og norðaustanstæður, en loftvog fór stígandi. Dálítið lægðardrag var við Vesturland 23. og úrkoma víða um land. Þ. 24. - 26. var hæð í námunda við landið. Vindur var hægur og víða var þokusamt við strendur. Þ. 27. var hæð yfir Grænlandi, en lægð fór til suðurs nokkuð fyrir austan land. Þá snerist vindur tíl norðurs og kólnaði talsvert. Síðustu daga mánaðarins var norðaustanátt með slydduéljum á Norður- og Austurlandi, en úrkomulitlu syðra. Þó var talsverð úrkoma öðru hvoru í Skaftafellssýslum og þar snjóaði að kvöldi 31. Loftvægi var 4,8 mb yfir meðallagi áranna 1931 - 1960, frá 5,4 mb á Gltv að 3,7 mb á Kbkl. Hæst stóð loftvog á Hbv þ. 12. kl. 21 og 24, 1041,3 mb en lægst í Kvk þ. 4. kl. 4, 983,0 mb. Vindar af norðri og norðaustri voru talsvert tíðari en að meðaltali 1971 - 1980, en austan- og suðaustanáttir að sama skapi fátíðari. Vindhraði náði 12 vindstigum í Vm þ. 19. (34,0 m/s). Snjódýpt var mæld á 68 stöðvum þá morgna sem alhvítt var. Mest snjódýpt í mánuðinum mældist 118 cm á Hvrv þ. 7. og 90 cm á Svn þ. 17. og 18. Mest meðalsnjódýpt var á Hvrv 98 cm, en 46 cm á Svn. Á 5 stöðvum öðrum mældist meðalsnjódýpt yfir 20 cm, 11 - 20 cm á 11 stöðvum, en annars minna. Víðast hvar var alhvítt aðeins fáa daga. Þrumur heyrðust eða leiftur sáust á Gfsk þ. 5. og á Npr þ. 22. (33)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.