Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1993, Síða 1

Veðráttan - 01.07.1993, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Júlí Tíðarfarið var slæmt á norðan- og austanverðu landinu. Þar var úrkomusamt og kalt. Á sunnan- og vestanverðu landinu var þurrt, fremur sólríkt, en svalt og háðu þurrkar grassprettu. Þ. 1. - 4. var víðáttumikið lágþrýstisvæði fyrir austan land. Norðlæg átt var á landinu, víðast kaldi, og þokusúld eða rigning norðantil. Síðdegis þ. 4. gekk norðanáttin niður þegar lægð nálgaðist landið úr suðvestri og fór að rigna við suðvesturströndina undir miðnættið með hægri suðaustanátt. Skil þokuðust yfir landið þ. 5. og rigndi í öllum landshlutum. í kjölfarið fylgdi hæg vestlæg átt og smáskúrir voru vestantil en úrkomuhtið var austantil. Hélst veðrið svipað þ. 6. Þ. 7. var í fyrstu hæg breytileg átt en síðdegis snerist vindur til norðausturs um leið og smálægð fór austur fyrir sunnan land. Rigning var norðan- og austanlands en skúrir víða annars staðar. Dagana 8. - 12. var víðáttumikið lágþrýstisvæði fyrir austan land og hæðarhryggur á Grænlandshafi. Norðanátt var á landinu, víða strekkingsvindur. Kalsarigning var um norðanvert landiðogsnjóaðisumsstaðaráNorðausturlandiaðfaranóttþ. 10. Árdegisþ. 11. lægði á Vestfjörðum og Vesturlandi og létti til um tíma og síðdegis þ. 12. lægði um mest allt land og stytti upp nema við norðausturströndina þar voru skúrir og súld. Þ. 13. lægði einnig við norðausturströndina. Hæðarhryggur þokaðist inn á land úr suðvestri og smá lægðardrag myndaðist við suðvesturströndina og var þokkalegt veður á mest öllu landinu þ. 14. Þ. 15. myndaðist víðáttumikil lægð suður af landinu. Hægviðri var víða og þurrt nema við norður- og norðausturstöndina þar var norðvestanátt og súld eða rigning. Dagana 16.-18. var austanátt á landinu og víða léttskýjað um vestanvert landið en skýjað austantil og sums staðar súld við ströndina norðaustan- og austanlands einkum síðdegis þ. 17. og árdegis þ. 18. Aðfaranótt þ. 19. snerist vindátt smám saman til norðurs og kólnaði. Hæðarhryggur teygði sig inn á Grænlandshaf og lægð settist að fyrir austan land og frá henni lá lægðardrag til suðvesturs fyrir sunnan land. Rigning og súld var víða um norðan- og austanvert landið. Dagana 21. - 23. var smálægð við suðvesturströndina og hægviðri eða hæg austlæg- eða norðaustlæg átt á landinu. Rigning eða súld var í flestum landshlutum, minnst á Suðvestm'landi. Aðfaranótt þ. 24. lægði smám saman vestanlands en síðan snerist vindur til norðurs og norðausturs. Dagana 24. - 30. var víðáttumikil og kyrrstæð lægð milli íslands og Noregs. Norðanátt var á landinu og úrkomuh'tið suiman- og vestanlands, en norðan- og austanlands var rigning og súld einkum þ. 25., 27., 28. og 29. Einnig rigndi við Breiðafjörð í stífri norðaustanátt þ. 27. og þ. 28. Aðfaranótt þ. 31. gekk norðanáttin niður vestanlands þegar lægð nálgaðist landið úr suðvestri og fór austur fyrir sunnan land. í kjölfarið lægði og létti til víða sunnan- og vestanlands en þokusúld var við norðaustur- og austurströndina. Loftvægi var 3,3 mb yfir meðallagi, mest 5,7 mb yfir því á Gltv og minnst 0,4 mb yfir á Dt. Lægst stóð loftvog í Vm, 993,1 mb, þ. 27. kl 21 en hæst, 1025,9 mb, á Hbv þ. 10. kl 6 og 9. Vindáttir milli norðvesturs og norðausturs vom algengastar í mánuðinum og var norðanáttin lang algengust. Aðrar áttir vom sjaldgæfari en venja er og sunnan- og suðvestanáttir tiltölulega sjaldgæfastar. (49)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.