Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMED Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Ágúst Tíðarfaríð í mánuðinum var talið nokkuð gott um sunnan- og vestanvert landið en á norðan- og austanverðu landinu var víða fremur vætusamt og svalt. Berja- og kartöfluspretta var léleg og sums staðar nánast engin. Dagana 1. - 4. var hægviðri eða norðan gola á landinu. Hæðarhryggur var vestur af landinu og hægfara lægðir fyrir austan og suðaustan land. Þokuloft var sums staðar við ströndina en víða léttskýjað inn til landsins á Suður- og Vesturlandi. Síðdegis þ. 4. létti til á norðanverðu landinu þegar norðanáttin gekk niður. Aðfaranótt þ. 5. myndaðist lægð á Grænlandshafi og hreyfðist norðaustur. Nokkuð stíf suðlæg átt var og þokaðist úrkomusvæði yfir landið þ. 5. og rigndi víða. Súld var víða við ströndina þ. 6. og þ. 7. og hæg breytileg eða norðvestlæg átt. Síðdegis þ. 7. nálgaðist lægð landið úr suðvestri og þokaðist austur með suðurströndinni. Rigndi víða um land þ. 8. í fremur bægri austan- og norðaustanátt. Dagana 9. -10. var víðáttumikil lægð austur af landinu og hæðarhryggur fyrir vestan land. Stíf norðanátt var og víða rigning norðaustan- og austanlands þ. 9., en léttskýjað að öðru leyti. Þ. 11. lægði og vindátt snerist til norðvesturs og vesturs og var víða skýjað um norðanvert landið, en þurrt. Þ. 12. dýpkaði lægðardrag sem verið hafði suðvestur af landinu og hreyfðist austur með suðausturströndinni og sfðar norður með austurstrondinni og var austan- og norðaustanátt á landinu. Úrkoma var lítil þangað til síðdegis þ. 13. þegar lægðin var við Hornafjörð og úrkomusvæði þokaðist norður yfir austanvert landið. Þ. 14. þokaðist úrkomusvæðið vestur norðanvert landið og var víða súld eða rigning. Þ. 15. létti víðatil þegar hæðarhryggur þokaðist austur yfir landið. Dagana 16. -19. var suðlæg átt á landinu. Grunn lægð var á Grænlandshafi og var vfða súld eða rigning þ. 16. en styttí upp norðan- og austantíl um kvöldið. Þ. 17. dýpkaði lægðin og var víða allhvöss suðaustanátt með kvöldinu. Úrkomusvæði þokaðist norðaustur yfir landið um nóttina. Þ. 18. og 19. var víða súld eða rigning síst þó í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Síðdegis þ. 19. þokaðist lægðin austur yfir landið og vindátt snerist til norðurs og léttí þá tíl sunnan- og vestanlands en rigning og súld var um norðanvert landið þar til með kvöldinu þ. 20. að hæðarhryggur þokaðist inn á land úr vestri og stytti þá að mestu upp. Þ. 21. var hægviðri og rigning á Vestfjörðum en annars staðar bjart veður. Dagana 22. - 25. var víðáttumikil hæð suður af landinu og kyrrstætt lágþrýstisvæði við Hvarf. Fremur hæg vestlæg átt var og þokusúld við ströndina einkum um vestanvert landið en annars staðar fremur hlýtt og bjart. Þ. 26. þokaðist hæðin suðausrur og lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Undir kvöld fór að rigna við suðvesturströndina. Þ. 27. var rigning um vestanvert Iandið en þurrt var austantil en þar fór að rigna aðfaranótt þ. 28. þegar lægðin þokaðist norðaustur yfir landið. Þ. 28. var norðanátt og rigning um norðanvert landið en létti til sunnantil. Næstu nótt gekk norðanáttin niður og létti til. Með kvöldinu þ. 29. nálgaðist úrkomusvæði landið úr suðvestri og þokaðist yfir landið þá um nóttina með rigningu um allt land. Dagana 30. og 31. var hæg breytileg eða suðaustlæg átt á landinu og víða vætusamt einkum vestantil á landinu. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.