Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS September Tfðarfaríð í mánuðinum var talið gott. Hlýtt var um allt land og bægviðrasamt. Kartöflu- og grasspretta tók vel við sér eftir mjög slæm skilyrði í júlí og ágúst, einkum norðanlands. Þ. 1. var grunnt lœgðardrag að þokast yfír landið með rigningu eða súld í flestum landshlutum, en þ. 2. var hægviðri og víða þurrt nema sums staðar við strðndina voru þokubakkar. Dagana 3. - 8. var hæð yfir hafinu milli íslands og Bretlandseyja og hæglætis veður á íslandi. Víða var skýjað og súld eða þoka við ströndina nema á Suðausturlandi og inn til landsins þar var þurrt og sums staðar léttskýjað einkum þ. 4., 5. og 6. Sídegis þ. 8. myndaðist lægð á vestanverðu Grænlandshafi og þokaðist í átt að landinu með '. hægri suðaustlægri átt. Úrkomusvæði var yfir sunnan- og vestanverðu landinu þ. 9. og þ. 10. og rigndi einnig á Austfjörðum þ. 10. Dagana 11. og 12. var austlæg átt á landinu. Lægð var yfir Skotlandi á hreyfingu norðvestur og frá henni lá lægðardrag norðvestur á Grænlandshaf. Væta var við suðurströndina og sums staðar við austurströndina en þurrt og víða bjart í öðrum landshlutum. Síðdegis þ. 12. lægði og létti til víða nema við ströndina norðan- og austanlands, þar var þokuloft. Dagana 13. - 16. var hæg breytileg átt á landinu. Dálítil hæð var yfir landinu og hafinu norður af því. Skýjað var í flestum landshlutum og þokubakkar eða súld einkuni við ströndina. Þ. 17. - 20. var hægfara víðáttumikil lægð á hreyfingu austur talsvert langt suður í hafi og hæð var fyrir norðan land. Á landinu var austlæg átt nokkuð stíf syðst en annars staðar var gola eða kaldi. Léttskýjað var víða um land, nema við suður- og austurströndina þar var skýjað og sums staðar rigning allra syðst þ. 17. og 18. og einnig við austurströndina 19. Síðdegis þ. 19. þokaðist úrkomusvæði inn á suðausturströndina og þaðan norðvestur yfir landið. Rigndi um mest allt land aðfaranótt þ. 20. og í kjölfarið snerist vindátt til norðausturs og létti til um sunnanvert landið en súld og þoka var víða um norðan- og austanvert landið. Dagana 22. - 29. voru fremur hægar suðlægar og suðvestlægar áttir á landinu. Smálægðir voru á vestanverðu Grænlandshafi á hægri hreyfingu norðaustur á Grænlandssund. Þ. 22. var sunnan- og suðaustanstrekkingur á landinu. Úrkomusvæði lá yfir vestan- og sunnanverðu landinu og þokaðist það austur yfir landið næstu nótt. Rigndi í flestum landshlutum þ. 23. Næstu daga var þurrt og bjart á norðan- og austanverðu landinu en á vestan- og suðvestanverðu landinu var skýjað, skúrir og víða slydduél til fjalla. Aðfaranótt þ. 26. nálgaðist úrkomusvæði landið úr suðvestri með suðaustan strekkingi og rigningu um mest allt land þann dag. Þ. 27. var nokkuð stíf suðvestanátt á Iandinu og víða skúrir sunnan- og vestanlands en á Austur- og Norðurlandi létti til. Þ. 28. lægði verulega og létti víða til, en skúrir voru vestast á landinu. Síðdegis þ. 29. snerist til austanáttar og úrkomusvæði nálgaðist suðausturströndina. Það þokaðist norður yfir austanvert landið og rigndi víða austantil. Þ. 30. var austanátt og rigning um allt sunnanvert landið og allvíðáttumikil lægð þokaðist austur fyrir sunnan land. Loftvægi var 5,6 mb yfir meðaltali frá því að vera 5,0 mb yfir meðallagi á Hbv að 6,6 mb yfir því á Dt. Hæst stóð loftvog, 1027,9 mb, á Vopnafirði þ. 2. kl. 21, en lægst, 983,3 mb, á Galtarvita þ. 27. kl.6. (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.