Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Nóvember Tíðarfar var taliö mjög hagstætt norðan- og norðaustanlands, en í öðrum landshlutum var umhleypinga- og úrkomusamt. Sums staðar suðvestanlands varð mánuðurinn einna úrkomusamastur nóvembermánaða, en fram til heiða norðaustanlands var kvartað undan sandfoki og vamsskortur gerði vart við sig í Eyjafirði. Óvenju snjólétt var norðaustanlands. Gæftir voru víða stopular. Fyrstu 3 daga mánaðarins var lægð á Grænlandshafi, en hæð yfir Skandinavíu. Suðaustanátt var ríkjandi með rigningu á Suður- og Vesturlandi, en víðast þurru norðan heiða. Þ. 4. var alldjúp lægð á leið norður með Vesturlandi og síðdegis snerist vindur til suðvesturs með slydduéljum sunnan- og vestanlands, en norðaustanlands létti til. Svipað veður hélst 5., en aðfaranótt 6. hvessti af suðaustri með rigningu á Suður- og Vesturlandi og austur á Firði, en norðaustanlands var úrkomulítið. Vindur snerist aftur í suðvestur með éljum á Suður- og Vesturlandi. Aðfaranótt 8. snerist vindur enn til suðausturs með rigningu á Suður- og Vesturlandi, en norðaustanlands var úrkomulaust að mestu. Að kvöldi 8. dýpkaði lægð allmikið við suðausturströndina og fór svo norður með Austurlandi. Þá rigndi um mikinn hluta landsins, en úrkoma var þó mest í skúraformi suðvestanlands og slydda var á Vestfjörðum. Vindátt var fyrst nokkuð breytileg, en varð vestlæg þegar lægðin fór norður fyrir land og 9. var allhvöss vestanátt á landinu. Svipað veður hélst næstu daga. Éljagangur var á Suður- og Vesturlandi en lengst af bjartviðri norðaustanlands. Sums staðar vestanlands var allmikill snjór í nokkra daga. Aðfaranótt 15. nálgaðist mjög djúp lægð úr suðvestri og gerði þá hvassa suðaustanátt um mestallt land. Lægðin fór norður með Vesturlandi síðdegis og um kvöldið og snerist vindur þá til suðvesturs á landinu með skúrum á Suður- og Vesturlandi. Þ. 16. og 17. fór önnur djúp lægð svipaða leið og olli fyrst suðaustan- og síðar suðvestanátt. Víða rigndi mikið á Suður- og Vesturlandi, en sáralítið norðaustanlands. Aðfaranótt 18. fór lægð norður yfir landið og rigndi þá um mestallt land. Vindátt var mjög breytileg, en var orðin vestlæg um hádegi. Mjög hvasst var við norðurströndina. Vindur snerist nú enn til suðvesturs með skúrum á Suður- og Vesturlandi. Að kvöldi 19. og aðfaranótt 20. gerði suðaustan ofsaveður um suðvestan- og vestanvert landið er lægð fór hjá fyrir vestan land. Um morguninn lægði. Veður var mun skaplegra um austanvert landið. Lægðin grynntist ört, en enn hélst sunnanátt með rigningu austast á landinu, en skúrir voru suðvestan- og vestanlands. Skilasvæði hélst yfir Austurlandi 21. og þá rigndi um allt austanvert landið, en vestanlands var úrkomulítið. Vægt frost varð á Vesturlandi, en eystra hélst 1-6 stiga hiti. Síðdegis 22. fór að rigna vestanlands og sunnan í vaxandi suðaustanátt. Norðaustanlands var þá léttskýjað. Þ. 23. var skilasvæði yfir landinu. Vestan við skilin var hægviðri og dálítil él, en austan þeirra var sunnanátt og rigning. Norðaustanlands hélst þó úrkomulítið. Ný lægð þokaðist nær landinu úr suðvestri 24. Þá rigndi enn úr gamla skilakerfinu suðaustanlands. Aðfaranótt 25. hvessti af suðaustri um sunnan- og vestanvert landið er mjög skörp skil nálguðust. Þau fóru yfir Suðurland snemma um morguninn og samfara þeim var mikil snjókoma á Suðurlandi í hægri vestanátt. Um kvöldið voru skilin komin austur af landinu og þá létti til um mestallt land. Að morgni 26. hvessti enn af suðaustri vegna lægðar á Grænlandshafi. Síðdegis og um kvöldið var foráttuveður um sunnan- og vestanvert landið, en undir miðnætti komu skil inn á landið og þá lygndi mjög. Skilin voru síðan komin austur af landinu um hádegi 27. Þá var suðvestanátt með smáskúrum á Suður- og Vesturlandi, en norðaustanlands létti til. (81)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.