Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 199 3 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Tíðarfarsyfirlit Tíðarfar var fremur óhagstætt fyrstu átta mánuðina, en gott eftir það. Loftvægi var 1.0. mb. undir meðallagi, frá 0.3 mb. í Vm. að 1.6 mb. á Hbv. Hæst stóð loftvog 1041.3 mb. á Hbv. 12. maí kl. 21 - 24, en lægst 936.2 mb. í Anes 10. janúar kl. 24. Hiti var 0.4° undir meðallagi. Hiti var undir meðallagi á öllum stöðvum, frá 0.1° á Hvk. að 1.0° á Hbv. Árssveifla hitans, þ.e. munurinn á heitasta og kaldasta mánuði ársins var minnst 9° á Dt. og í Gr., en mest 15° í Rkhl., á Brú, Hellu og Hjrl. Hæstur hiti mældist á Hæli 25.4° þ. 24. ágúst, og næst í röðinni koma 21.5° á Eg. daginn eftir. Á 13 öðrum stöðvum náði mesti hiti 20.0°. Kaldast varð í Mðrd. -23.5° þ. 19. janúar og sama dag mældust -23.0° á Brú. Á 8 öðrum stöðvum náði mesta frost 20.0°. Úrkoma var meiri en í meðalári nema á Miðnorðurlandi, nyrst á Vestfjörðum og sumsstaðar á austanverðu landinu. (Sjá kort). Mest mældist úrkoman á Kvsk. 3755 mm. í Grnd. og á Nsjv. mældist úrkoma einnig yfir 3000 mm. Á 6 stöðvum var úrkoman milli 2000 og 3000 mm og á 12 stöðvum 1600 - 2000 mm. Minnst var úrkoman í Lthl. 302 mm og á 6 öðrum stöðvum var hún innan við 400 mm. Á 18 stöðvum mældist úrkoma milli 400 og 600 mm. Mesta sólarhringsúrkoma mældist 142.0 mm á Kvsk. 26. júní. í 8 önnur skipti náði sólarhringsúrkoma 100 mm og 134 sinnum mældist hún milli 50 og 100 mm. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári samkvæmt mælingum 5 stöðva, sem meðaltal hafa fyrir árin 1971 -1980, frá 83% á Hvrv. að 97 % á Smst. Á Hvrv. mældist sólskin 23% af þeim tíma, sem sól er á lofti, en 27 - 29% í Rvk., á Ak., Hól. og Smst. Veturinn (desember 1992 - mars 1993) var óhagstæður tvo fyrri mánuðina, en víða talinn sæmilegur þegar á leið. Framan af varsnjóþungt, einkumnorðanlands. Færð var oft erfið. Hitivar 0.4° undir meðallagi. Hlýjast var 1.4° í Vík og 1.0° á Vtns. og Vm. Alls var vetrarhitinn yfir frostmarki á 12 stöðvum. Kaldast var -5.7° á Hvrv, -4.6° í Mðrd. og -4.4° á Grst. Á11 stöðvum var frostið á bilinu 2.0° - 4.0°, en alls var hitinn undir frostmarki á 62 stöðvum. Úrkoma var meiri en í meðalári nema nyrst á Vestfjörðum, á Grmsv., Brú og á Hól. Á 3 stöðvum í Þingeyjarsýslu mældist meira en tvöföld meðalúrkoma og víða var hún á bilinu 50 -100% umfram meðallag. Mest mældist úrkoman 1544 mm á Grnd, og 1363 á Kvsk. Á Snb. og í Skógum fór úrkoman einnig yfir 1000 mm. Minnst mældist úrkoman í Svrk. 100 mm og á 11 öðrum stöðvum var hún innan við 200 mm. Vorið (apríl - maí) var hagstætt norðanlands og austan fram um miðjan maí, en um vestanvert landið var tíð talin óhagstæð. Allvíða var kal í túnum. Hiti var í meðallagi. Hlýjast var á Smst. 5.2°, í Vík mældust 5,1° og á Vtns. 5.0°. Á 20 stöðvum var hiti á bilinu 4.0° - 4.9°. Kaldast var -1.4° á Hvrv. og 0.6° í Mðrd. Á 3 stöðvum var hitinn 1.0° -1.9°, en á öðrum stöðvum var hitinn á bilinu 2.0° - 3.9°. Úrkoma var meiri en í meðalári um mestan hluta landsins. Allvíða norðanlands og á tveimur stöðvum suðvestanlands var hún þó innan við meðallag. Meira en tvöfóld meðalúrkoma mældist á Hmd., Hvk. og Eg. Mest mældist úrkoman 649 mm í Grnd. og 612 mm mældust á Kvsk. Á öðrum stöðvum fór úrkoma ekki yfir 400 mm. Úrkoma var minnst í Fsd. 22 mm og 23 mm mældust í Lthl. Sólskinsstundir voru á bilinu frá meðallagi að 20% yfir því í Rvk., á Hól. og Smst., en milli 85 og 100% á Ak. og Hvrv. í Rkv., á Ak., H61. og Smst skein sól 36 - 40% af þeim tíma, sem sól er á lofti, en á Hvrv. 29%. Sólskinsstundir voru flestar á Hvrv., 373, en fæstar á Sgrð., 262. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.