Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.01.1994, Side 1

Veðráttan - 01.01.1994, Side 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMEÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Janúar Tíðarfarið í mánuðinum var talið rysjótt. Kalt var og umhleypingar tíðir á norðan- og austanverðu landinu. Á tímabilinu 1. - 14. voru austlægar og norðaustlægar áttir ríkjandi. Víðáttumiklar lægðir vom á hreyfingu austur yfir Atlantshaf talsvert langt suður í hafi og hæð var yfir Norðaustur-Grænlandi. í bytjun mánaðarins var austan strekkingur og él um norðan- og austanvert landið. Aðfaranótt þ. 2. herti austanáttina og snjóaði um tíma syðst á landinu þegar lægðin þokaðist norður. Síðdegis þ. 3. dró heldur úr veðuriiæðinni og þ. 4. og 5. var áttin norðaustlæg og léttskýjað á öllu sunnanverðu landinu en dálítil él norðan til. Síðdegis þ. 6. lægði og létti til víðast hvar nema við norðausturströndina þar var norðaustanátt og él. Þ. 7. og 8. var stíf austanátt á sunnan- og vestanverðu landinu þegar djúp og víðáttumikil lægð nálgaðist Hvarf og þokaðist austur. Dáh'til él vom á annesjum fyrir norðan og austan og allra syðst á landinu en annars var úrkomulítið og fremur kalt. Aðfaranótt þ. 9. dró vemlega úr veðurhæðinni um sunnan og vestanvert landið en næstu nótt gekk í hvassa austan- og norðaustanátt með skafrenningi og snjókomu austan- og norðanlands. Þ. 10. hlýnaði um leið og úrkomusvæði þokaðist norður yfir landið og rigndi í flestum landshlutum. Þ. 11. og 12. var mjög hvasst um allt land og slydda eða rigning víða nema á Vesturlandi. Þ. 12. var norðaustan vonsku veður og snjókoma um allt norðvestanvert landið frá Breiðafirði að Hrauni. Þ. 13. dró heldur úr veðurhæðinni og næsta dag lægði og létti víðast til inn til landsins en smáél vom við ströndina. Þ. 15. var hæðarhryggur fyrir vestan land og fremur hæg norðlæg átt. É1 vom norðan- og austan til en léttskýjað um sunnan- og vestanvert landið. Þ. 16. hlýnaði um leið og lægð fór norðaustur með austurströnd Grænlands og rigndi vestan til á landinu með kvöldinu. í kjölfariðsneristtil vestanáttarmeðéljum. Síðdegisþ. 17. fórnýlægðnorðaustur Grænlandshaf með suðaustan hvassviðri og rigningu víða um land. Þ. 18. kólnaði og vindur snerist til suðvesturs og gekk á með hvössum éljum, einkum vestan til, en lægði heldur næstu nótt. Aðfaranótt þ. 20. fór alldjúp lægð norðaustur Grænlandshaf með hvassri suðaustanátt og rigningu, en síðar gekk í hvassa vestan- og suðvestanátt með éljum vestan til. Þ. 20. myndaðist smálægð yfir Vestfjörðum og þokaðist austur og snjóaði víða norðan til á landinu í kjölfarið. Þ. 21. og 22. var stíf vestan- og suðvestanátt á landinu. Éljagangur var vestanlands en léttskýjað austanlands. Aðfaranótt þ. 23. gekk í norðvestan hvassviðri norðaustanlands með snjókomu og síðar um daginn norðanátt með éljagangi norðanlands. Með kvöldinu lægði og létti til nema við norðausturströndina þar var norðvestanátt og éljagangur. Síðdegis þ. 24. þokaðist lægð í átt til landsins úr suðvestri og var hvöss austanátt um sunnan- og vestanvert landið og snjókoma allra syðst og á Vestfjörðum. Lægðin fór austur fyrir sunnan land og var stíf norðaustanátt og éljagangur um noiðanvert landið en léttskýjað sunnantil þ. 25. Þ. 26. var austan illviðri á landinu þegar djúp lægð fór austur skammt fyrir sunnan landið. Snjókoma og skafrenningur var víða um land og í kjölfarið snerist í hvassa norðaustan- og síðar noiðanátt með éljagangi um allt norðanvert landið en létti til syðra. Að kvöldi þ. 27. kólnaði og létti til vestan til á landinu og síðar um nóttina einnig austan til. Þ. 28. myndaðist lægð á Grænlandshafi og snjóaði í suðaustanátt vestanlands. Um kvöldið þ. 28. fór að snjóa á suðvestanverðu landinu í vaxandi austanátt þegar djúp lægð nágaðist landið úr suðvestri. Þ. 29. var austan og síðar norðaustan illviðri á landinu og snjókoma og skafrenningur víða um land en að morgni þ. 30. gekk norðanáttin niður og létti til víðast hvar um tíma en síðdegis þykknaði upp er lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Hlýnaði vemlega og fór að rigna um sunnan- og vestanvert landið um nóttina en úrkomulítið var norðaustanlands. (1)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.