Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1994, Síða 1

Veðráttan - 01.02.1994, Síða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Fcbrúar Veðráttan í mánuðinum var talin nokkuð hagstæð, einkum vestan- og norðanlands þar sem var úrkomulítið og bjart. Fremur hægviðrasamt var og gæftir nokkuð góðar. Færð á vegum var sæmileg á öllu landinu. Dagana 1. - 21. var fremur mild veðrátta á landinu. Suðlægar áttir voru ríkjandi og var víðáttumikið lágþrýstisvæði yfir Atlantshafi. í upphafi mánaðarins var lægðarmiðja á vestanverðu Grænlandshafi og önnur yfir Suðausturlandi á hreyfingu norður. Snjóaði í snarpri norðvestanátt vestan til á landinu en rigning var víða austan til. Þ. 2. og 3. var svöl sunnan- og suðvestanátt með éljum um sunnan- og vestanvert landið en léttskýjað var norðaustanlands. Um kvöldið þ. 3. snerist vindátt til suðausturs og síðar austurs og hvessti þegar leið á nóttina. Djúp lægð var við írland að þokast norðvestur og fór að rigna á Suðausturlandi með kvöldinu þ. 4. Dagana 5. og 6. var stíf austanátt á landinu. Rigning var á Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi en úrkomulítið í öðrum landshlutum nema á norðanverðum Vestfjörðum þar var slydda og rigning. Aðfaranótt þ. 7. dió úr veðurhæðinni og stytti að mestu upp nema við ströndina austan til þar var súld eða rigning. Aðfaranótt þ. 9. lægði víðast hvar en undir morgun snerist vindur til suðvesturs og þykknaði upp vestanlands en létti til austanlands. Næstu nótt þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt og fór að rigna í suðaustan hvassviðri vestan til um morguninn þ. 10. Upp úr hádegi snerist vindur til suðvesturs og létti til austanlands en slyddu- og snjóél voru vestan til. Um nóttina nálgaðist úrkomusvæði landið enn á ný með hvassri suðaustanátt. Skil fóru austur yfir landið þ. 11. í kjölfarið kólnaði og dagana 12. og 13. var suðvestlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands en viða léttskýjað norðan- og austanlands. Aðfaranótt þ. 14. nálgaðist kröpp lægð landið úr suðri og fór hún norðnorðaustur yfir landið. Hlýnaði og rigndi um allt austanvert landið en vestan til var norðan- og norðvestanátt og snjókoma. Síðdegis þ. 14. lægði og létti víða til um leið og dálítill hæðarhryggur þokaðist austur yfir landið. Þ. 15. var hæg austlæg átt og víða snjókoma um norðanvert landið en skúrir eða él sunnan og austan til. Dagana 16. - 20. var suðaustlæg átt á landinu. Víðáttumikil nærri kyrrstæð lægð var suður af Hvarfi og lá lægðardrag norðaustur í átt til íslands. Síðdegis þ. 17. skall á norðaustan hvassviðri á Vestfjörðum og einnig var hvöss austan- og suðaustanátt á sunnan- og vestanverðu landinu og rigndi víða. Upp úr hádegi þ. 18. dró úr veðurhæðinni og stytti upp en næstu nótt gekk í suðaustan hvassviðri með rigningu um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið var norðaustanlands. Heldur dró úr suðaustanáttinni aðfaranótt þ. 20. og var hæg sunnanátt og síðar hægviðri og smáskúrir við suðurströndina en víða léttskýjað í öðrum landshlutum þ. 20. og 21. Dagana 22. - 24. kólnaði og var austan- og norðaustanátt á landinu oftast fremur hæg. Hæð var fyrir norðan land og víðáttumikið lágþrýstisvæði suður af landinu. Léttskýjað var vestan til á landinu en smáél voru við ströndina norðan- og austanlands. Þ. 25. lægði og létti til um allt land. Síðustu daga mánaðarins var hægviðrasamt og bjart veður á landinu og talsvert frost. Með kvöldinu þ. 28. þykknaði upp og hlýnaði í vaxandi suðaustanátt vestanlands og úrkomusvæði nálgaðist landið úr suðvestri. Loftvægi var 0,6 mb undir meðallagi áranna 1931-1960, frá 2,1 mb undir því í Kvk að 2,4 mb yfir því á Dt. Hæst stóð loftvog,1031,8 mb, á Hbv þ. 23. kl. 24 og þ. 25. kl. 03 og lægst, 956,1 mb, á Ak þ. 24. kl 12. (9)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.