Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 199 4 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Mars Tíðarfaríð í mánuðinum var kalt einkum fyrri hlutinn. Umhleypingar voru talsverðir en stórviðri sjaldgæf. Snjóalög voru talsverð einkum um norðanvert landið. Fyrstu daga mánaðaríns var hægfara, víðáttumikið lágþrýstisvæði suðvestur af landinu. Þ.l. fóru samskil norðaustur yfir landið með hvassri suðaustanátt og rigningu í öllum landshlutum. í kjölfarið fylgdi hægari suðvestanátt og voru slyddu- og snjóél um sunnan- og vestanvert landið en bjartviðri á norðan- og austanverðu landinu þ. 2. og 3. Síðdegis þ. 4. snerist smám saman til norðanáttar og létti til sunnan- og vestanlands en dálítill éljagangur var norðaustanlands. Noröanáttin gekk niður aðfaranótt þ. 6. Þ. 6. var lægð á Grænlandshafi og vaxandi austanátt á landinu. Hvassviðri og snjókoma var syðst á landinu um tíma en hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Næstu nótt snérist vindátt tíl suðurs og síðdegis þ. 7. kólnaði þegar gekk í stífa vestan- og suðvestanátt með éljagangi um vestanvert landið. Þ. 8. þokaðist lægðin austur yfir landið og vindur snerist smám saman til norðurs og var hvöss norðanátt og snjókoma á norðanverðu landinu þ. 9. Þ. 10. nálgaðist lægð landið úr suðvestri með hvassri austanátt og snjókomu um allt sunnan- og vestanvert landið. Lægðin þokaðist austur með suðurströndinni þ. 11. og snerist til norðaustan- og norðanáttar með éljagangi fyrir norðan og austan en bjartviori suðvestanlands. Dagana 12. - 19. voru norðaustlægar áttir ríkjandi og kalt í veðri. Víðáttumikil lægð var austur við strönd Noregs og þaðan lá lægðardrag til suðvesturs fyrir sunnan land. Smálægðir fóru austur fyrir sunnan land og hæð var yfir Norður- Grænlandi. Él voru við norðurströndina þ. 12. og 13. og fremur hægur vindur. Að kvöldi þ. 13. myndaðist smálægð við suðvesturströndina og þokaðist austur þ. 14. með snjókomu í flestum landshlutum og stífri norðaustanátt. Þ. 15. snerist vindur til norðurs og létti til sunnan til á landinu en éljagangur var fyrir norðan. Þ. 16. var hvöss norðanátt um allt land en verulega dró úr henni þ. 17. og létti þá viða til nema við norðausturströndina þar voru él. Fremur hæg norðaustlæg átt var og víða bjart veður næstu daga nema síðdegis þ. 18. þá snjóaði vestanlands í hægri breytilegri átt og um kvöldið þ.19. herti norðanáttina um tíma norðaustanlands en lægði þegar leið á nóttina. Þ. 20. þykknaði upp með vaxandi austanátt á landinu og hlýnaði verulega. Djúp og víðáttumikil lægð nálgaðist landið úr suðvestri og var hvöss suðaustanátt og rigning þ. 21. Lægðarmiðjan þokaðist norðaustur yfir landið þ. 22. í kjölfarið fylgdi hvöss sunnan- og suðvestanátt um sunnanvert landið og kólnaði. Þ. 23. og 24. var norðanátt og slydda og snjókoma norðan til á landinu en víða léttskýjað sunnan til. Aðfaranótt þ. 25. lægði og létti til en með kvöldinu þykknaði upp með suðvestlægri átt og slydduéljum suðvestanlands og dálítil snjókoma var á annesjum norðvestan til á landinu. Þ. 26. nálgaðist lægð landið úr suðvestri og varð kyrrstæð skammt vestur af landinu. Næstu daga var suðaustan strekkingur og hlýtt á landinu og víða rigning öðru hverju. Þ. 28. fóru samskil norðaustur yfir landið og kólnaði. í kjölfarið fylgdi suðvestan- og vestanátt með éljum á víð og dreif um landið nema austast þar var að mestu þurrt. Síðdegis þ. 30. nálgaðist djúp lægð landið úr suðri og fór norðnorðaustur skammt fyrir austan land. Gerði hvassa norðaustanátt og snjóaði víða um austan- og norðanvert landið þ. 31. en úrkomulítið var suðvestanlands. (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.