Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.04.1994, Side 1

Veðráttan - 01.04.1994, Side 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Apríl Tfðarfaríð í mánuðinum var þurrviðrasamt og kalt. Snjó tók lítið upp og var enn talsverður í lok mánaðarins. Dagana 1.-9. voru norðlægar áttir ríkjandi og fremur kalt. Þ. 1. var víðáttumikil lægð skammt suðaustur af landinu á hreyfingu norður með norðvestan hvassviðri og snjókomu um norðan- og vestanvert landið. Að kvöldi þ. 2. gekk norðvestanáttin niður og létti víða til. Aðfaranótt þ. 3. fór kröpp lægð austur með suðurströndinni og gerði hvassa austanátt með snjókomu sunnan og vestan til á landinu um tíma en síðdegis snerist vindur til norðausturs og síðar norðurs og var vonskuveður á Austurlandi og Austíjörðum. Lægðin þokaðist norður með austurströndinni og síðar vestur með norðurströndinni þ. 4. og var mjög hvasst og snjókoma vestan til á landinu ffam eftir nóttu en heldur dró úr veðurhæðinni að morgni þ. 5. er lægðin grynntist og þokaðist austur. Dagana 5. - 7. var fremur róleg norðanátt og víða léttskýjað um sunnanvert landið en él fyrir norðan. Að morgni þ. 8. herti norðanáttina og éljagangurinn norðanlands jókst en síðdegis þ. 9. lægði og létti til á öllu landinu. Aðfaranótt þ. 10. hlýnaði um leið og þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt. Lægð var á sunnanverðu Grænlandshafi og rigndi í öllum landshlutum þegar úrkomusvæði þokaðist norðaustur yfir landið. í kjölfarið fylgdi hæg suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið. Aðfaranótt þ. 12. snerist vindur til vesturs og síðar norðvesturs með éljagangj um norðan- og vestanvert landið en næstu nótt lægði. Dagarnir 13. og 14. voru hlýjastir að tiltölu í mánuðinum. Lægð var á suðvestanverðu Grænlandshafi og var stíf sunnan- og suðaustanátt með rigningu vestan til á landinu en úrkomulítið var austan til nema við suðausturströndina þar var súld. Þ. 15. var vestanátt á landinu og skúrir eða slydduél vestan til en bjart austan til. Þ.16. og 17. varhægbreytilegeðavestlægáttog víða léttskýjað nema við vesturströndina þar var skýjað og súld þ. 17. Tímabilið 18. - 29. var fremur kalt og norðaustlægar áttir ríkjandi. Hæð var yfir Austur-Grænlandi og lægðir fóru norðaustur milli íslands og Bretlandseyja. Að morgni þ. 18. var lægðardrag við suðausturströndina að þokast austur og var hæg norðaustlæg áttog dálítil slydda eða snjókoma norðan til á landinu. Þ. 19. herti norðaustanáttinaog éljagangurinn jókst norðan og austan til en á Suðvesturlandi létti til. Um nóttina lægði og létti til í öllum landshlutum. Dagana 20. - 22. var fremur hæg norðaustlæg átt og úrkomulítið nema á annesjum norðanlands og við norðausturströndina þar voru él. Fyrri hluta dags þ. 23. varð vindátt ausdægari þegar víðáttumikil lægð suður í hafi þokaðist norður og hvessti um tíma syðst á landinu. Síðdegis létti til um allt land. Dagana 24. - 26. var lægðardrag skammt suðaustur af landinu og var strekkingsvindur og él einkum á austan- og norðaustanverðu landinu. Þ. 27. var vindátt norðlæg og síðar norðvestlæg um leið og lægðardragið þokaðist norður og jókst éljagangurinn á norðvestanverðu landinu. Þ. 28. þokaðist hæðin austur og var yfir landinu þ. 29. og fram eftir degi þ. 30., létti þá til um allt land. Undir kvöld þ. 30. þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt þegar lægð nálgaðist landið úr suðvestri. (25)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.