Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.05.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.05.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANÐS Maí Tíðarfar var víðast talið fremur hagstætt, þó þurrkar tefðu gróður. Sauðburður gekk yfirleitt vel. Lengst af var óvenju hægviðrasamt. Þ. 1. fór regnsvæði yfir landið með suðaustan- og sunnanátt. Langmest rigndi suðaustan- og sunnanlands. Þ. 2. var vindátt breytileg með smáskúrum, þó var léttskýjað sums staðar á Austur- og Norðausturlandi. Þ. 3. var hæg breytileg átt, en síðdegis kom allmikið regnsvæði úr suðaustri upp að landinu og gekk vestur um. Þá rigndi um mikinn hluta landsins, en norðvestanlands var úrkomulítið. Aðgerðalítið veður var 4., en 5. nálgaðist alhnikil lægð landið úr suðvestri. Talsverð úrkoma var suðaustanlands, en minni annars staðar. Lægðin var að grynnast nærrí landinu fram til 9. Þessa daga var vindur lengst af hægur af suðaustri. Skúrir voru um mikinn hluta landsins, langmest þó á Suðausturlandi og stundum einnig suðvestanlands. Þ. 10. -12. voru austlægar áttir ríkjandi, hæð var fyrir norðan land, en lægðir suður í hafi. Fyrri tvo dagana rigndi nokkuð suðaustanlands, en annars var úrkomulítið og sums staðar léttskýjað. Þ. 13. snerist vindur í hæga norðanátt, þá gerði súld nyrðra, en syðra var bjart veður lengst af. Þ. 14. var hæð við landið, vindur hægur og víða léttskýjað. Þó voru skúrir við suðurströndina og sums staðar þokuloft við sjóinn. Næsta hálfan mánuð eða fram til 27. var hæð í námunda við landið. Vindátt var breytileg og vindur hægur lengst af. Þurrt var að kalla á flestum veðurstöðvum, en þó súld suma dagana, einkum þó vestanlands. Aðfaranótt og að morgni 21. rigndi talsvert í lágsveitum á Suðurlandi og sums staðar vestanlands. Aðfaranótt 28. kom regnsvæði inn á landið úr vestri, en úrkoma var lítil norðan heiða og austur á Suðurlandi. Þ. 29. fór allmyndarleg lægð norðaustur Grænlandssund og olli sunnanátt og rigningu um mikinn hluta landsins. Sérstaklega rigndi mikið sfðdegis, en síðan snerist vindur tíl suðvesturs og þá létti til um landið austanvert Síðdegis 30. snerist vindur til norðurs með slyddu- eða snjóéljum norðanlands, en syðra stytti upp. Síðdegis 31. varð vindur austlægur vegna lægðar á austurleið fyrir sunnan land. Loftvægi var 0,9 mb undir meðallagi áranna 1931-1960, frá 0,1 mb undir í Vm að 1,6 mb undir á Hbv. Hæst stóð loftvog á Hbv og í Gr þ. 13. kl 24 og á Rfh þ. 14. kl 03,1035,6 mb, en lægst í Vm þ. 5. kl 17,975,1 mb. Vindar: Suðvestan- og vestanáttir voru nokkru tíðari en að meðaltali 1971-1980, en norðaustan-, austan- og suðaustanáttir að sama skapi fátíðari. Snjódýpt var mæld á 15 stöðvum þá morgna sem alhvftt var. Mest meðalsnjódýpt í mánuðinum var við Skðf, 82 cm og þar var einnig mest snjódýpt í mánuðinum, 135 cm þ. 1. í Klfk var meðalsnjódýpt 81 cm og 70 cm í Sglf. Meðalsnjódýpt var 51-60 cm á 3 stöðvum, 41-50 á tveimur, 21-30 cm á tveimur, 11-20 á tveimur, en annars minna Farfuglar fyrst séðir: Vepja 4/3 á Þorvaldsstöðum, tjaldur 19/3 á Teigarhorni, álft 22/3 á Teigarhorni, skógarþröstur 23/3 á Skógum, glóbrystingur1/4 á Þorvaldsstöðum, grágæs 2/4 á Hólum í Hornafirði, fjallafinka 4/4 á Þorvaldsstöðum, hettumávur 5/4 á Teigarhorni, heiðlóa 6/4 á Görðum, stelkur 10/4 á Teigarhorni, hrafn og grátittlingur 10/4 á Lambavatni, músarrindill 13/4 í Birkihlíð, hrossagaukur 14/4 á Teigarhorni, þúfutittUngur 14/4 á Mýri, helsingi 25/4 á Görðum, heiðagæs (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.