Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Júní Lengi framan af mánuðinum var fremur kalt í veðri og gróðri miðaði hægt, en tíð var víðast talin meinlítil. Þ. 1. var lægð á norðausturleið skammt suðaustur af landinu. Áttin var norðaustlæg og víða var allhvasst. Úrkoma var um mikinn hluta landsins fram eftir morgni, en síðan stytti upp um landið sunnan- og vestanvert. Slydda var á Vestfjörðum og aðfaranótt 2. víða norðaustanlands. Daginn eftir var lægðin að grynnast fyrir austan land. Þ. 3. og 4. voru lægðir suðaustan við landið og regnsvæði fóru yfir það úr austri. Úrkorna var langmest austanlands. Þ. 5. - 7. fór lægð til austurs fyrir sunnan land, en dálítið lægðardrag var þó lengst af yfir landinu sunnanverðu, víða rigndi, en aðfaranótt 5. snjóaði talsvert sums staðar í heiðabyggðum norðanlands. Á Suður- og Vesturlandi var að mestu þurrt 5. og 6. Smálægð fór til austurs fyrir sunnan land 8. Hún olli helst úrkomu suðaustanlands. Hæðarhryggur kom nú inn á landið, en undir kvöld 9. gerði sunnanátt og rigningu vestanlands og síðar einnig í öðrum landshlutum. Mikið rigndi um sunnan- og vestanvert landið. Vindur snerist til suðvesturs 10. Þ. 11. var suðvestanátt með skúrum eða súld á Suður- og Vesturlandi, en eystra létti til. Þ. 12. fór nokkuð kröpp lægð norðaustur yfir landið. Úrkoma var lítil norðaustanlands, en annars rigndi. Vestlæg átt fylgdi í kjölfar lægðarinnar og síðdegis og að kvöldi 13. gekk allmikill skúrabakki yfir landið og olli hann hagléli víða um land. Vindur snerist til norðvesturs og kólnaði. Næstu daga var aðgerðalítið veður, vindátt breytileg og úrkoma ekki veruleg að öðru leyti en því að síðdegis 16. fór dálítið úrkomusvæði yfir landið úr suðvestri. Norðanlands og austan varð úrkomu lítið vart. Dagana 17. - 22. var dálítið lægðasvæði fyrir sunnan og síðar austan land. Vindátt var mjög breytileg. Fyrri dagana var úrkoma, oftast skúrir, á Suður- og Vesturlandi, en síðan meiri úrkoma norðaustanlands. Þ. 23. varð vindur aftur suðvestlægur með súld eða skúrum á Suður- og Vesturlandi. Smálægð fór austsuðaustur yfir landið 24. og olli rigningu um mestallt land, en um kvöldið létti til á Suður- og Vesturlandi. Þ. 25 - 27. var norðaustlæg átt, enda lægð fyrir suðaustan land. Fyrri dagana tvo var nokkur úrkoma um norðan- og austanvert landið, en annars þurrt. Þ. 27. og 28. var vindur hægur. Fyrri daginn voru síðdegisskúrir á Suðurlandi, en léttskýjað víða vestanlands. Þ. 29. og 30. var allhvöss suðvestanátt með súldarveðri á Suður- og Vesturlandi, en austanlands var sandmistur og þurrt. Loftvægi var 8,5 mb undir meðallagi áranna 1931 -1960, frá 10 mb undir í Sth að 7,8 mb undir á Gltv. Meðalloftvægi hefur aldrei orðið lægra í júní í Sth frá því að mælingar hófust þar 1845. Meðalloftþrýstingur í júní 1961 var þó svipaður og var þá ívið lægri í Reykjavík en að þessu sinni. Hæst stóð loftvog í Vm þ. 9. kl. 21,1020,1 mb, en lægst á sama stað þ. 18. kl. 09,983,9 mb. Vindáttir: Suðaustan- og sunnanáttir voru fátíðari en að jafhaði 1971 - 1980, en aðrar áttir algengari, einkum norðaustanátt. Veðurhæð náði hvergi 12 vindstigum. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.