Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.07.1994, Page 1

Veðráttan - 01.07.1994, Page 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMH) Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Júb' Tíðarfarið í mánuðinum var talið gott. Hlýtt var um allt land og blíðskaparveður um norðanvert landið. Syðst á landinu var heldur vætusamt. Fyrstu daga mánaðarins var yfirleitt hæg breytileg átt og þurrt að mestu. Umfangsmikið háþrýstisvæði var yfir Suður-Skandinavíu. Þokaðist það norður og síðar vestur í átt til íslands og var yfir landinu dagana 4. - 7. en síðan þokaðist það norður. Á landinu var skýjað og þokuloft var við ströndina nema norðanlands þ. 1. - 2. Dagana 3. - 5. var léttskýjað inn til landsins en þokuloft var meðffam allri strandlengjunni. Árdegis þ. 6. hvarf þokan við vestur- og suðurströndina og með kvöldinu einnig austan til og á Vestfjörðum. Þ. 7. og ffam eftir degi þ. 8. var þoka við norður- og austurströndina. Dagana 8. -12. var víðáttumikið lágþrýstisvæði suður í hafi á hægri hreyfingu norður. Suðaustlæg átt var á landinu víðast fremur hæg og rigning víða syðst og þokusúld við ströndina norðan og austan til. Þ. 10. fór úrkomusvæði norður yfir landið og rigndi í flestum landshlutum. í kjölfarið fylgdi suðlæg átt og víða bjartviðri norðanlands en súld og skúrir voru sunnanlands. Þ. 12. var hæg breytileg átt og skúrir víða um land. Aðfaranótt þ. 13. nálgaðist landið lægð úr suðvestri og þykknaði upp með suðaustan strekkingi og fór að rigna um morguninn. Úrkoma var um allt land. Með kvöldinu létti til norðan- og austanlands í hægri sunnanátt en súld eða skúrir voru í öðrum landshlutum. Lægðin þokaðist norðaustur yfir landið þ. 14. og snerist vindátt til norðurs og síðar norðvesturs með súld og rigningu norðantil. Þ. 15. var hæg vestlæg átt og smáskúrir á stöku stað einkum sunnan- og vestanlands. Þ. 16. var suðvestan stekkingur og rigning um sunnan- og vestanvert landið en bjart norðaustanlands. Dagana 17. - 20. var fremur hæg suðaustanátt á landinu og var grunnt lágþrýstisvæði við suðvesturstöndina. Vætusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu en léttskýjað í innsveitum norðan- og austanlands og þokubakkar á stöku stað við ströndina. Þ. 21. þokaðist lágþrýstisvæðið austur og vindátt snerist til norðurs og kólnaði norðanlands. Var hæg norðlæg átt þ. 22., skýjað og súld um norðanvert landið en víða léttskýjað sunnan til einkum suðaustanlands. Þ. 23. lægði og létti til á öllu landinu. Dagana 24. - 26. var lægð skammt suður af landinu og austlæg átt ríkjandi. Léttskýjað var á norðanverðu landinu þ. 24. en annars skýjað og rigning eða súld einkum við suður- og austurströndina. Þ. 27. þokaðist lægðin norðaustur yfir landið og fylgdi hæg norðlæg og síðar norðvestlæg átt í kjölfarið. Rigning og súld var á norðan- og vestanverðu landinu og við austurströndina en úrkomulítið suðaustanlands. Stytti upp og létti til víða um land þ. 28. en með kvöldinu nálgaðist lægð landið úr suðvestri og var austanátt og rigning eða súld víða um land þ. 29. Þ. 30. stytti upp norðan- og austanlands. Þ. 31. var sunnanátt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi en súld og rigning var sunnan- og vestanlands. Síðdegis snerist til suðvestanáttar með skúrum. Loftvægi var 3,9 mb undir meðallagi áranna 1931-1960, frá því að vera 4,7 mb undir á Hbv að 3,2 mb undir því á Dt og Kbkl. Hæst stóð loftvog, 1023,7 mb, á Dt þ. 5. kl 24 og lægst, 977,4 mb, á Kbkl þ. 26. kl 21. Vindáttir milli austurs og suðurs voru tíðastar í mánuðinum. Aðrar áttir voru fátíðari en venja er til og þar af var norðanáttin sjaldgæfust. (49)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.