Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.08.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.08.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Ágúst Tíðarfarið í mánuðinum var talið gott. Hlýtt var og víða þurrviðrasamt. Spretta var góð og heyskapur gekk vel. Berjaspretta var fremur léleg nema á stöku stað einkum vestanlands. í byrjun mánaðarins var kyrrstætt lægðardrag á vestanverðu Grænlandshafi og dálítill hægðarhryggur yfir landinu. Hægviðri eða vestan gola var og víða léttskýjað nema við ströndina suðvestan og vestan til, þar var skýjað og þokubakkar á stöku stað. Súld var við ströndina suðvestanlands þ. 1. og 4. og einnig við austur- og suðausturströndina þ. 4. Dagana 5. - 10. var víðáttumikil hæð suður í hafi og lægðardrag við austurströnd Grænlands. Á landinu var suðvestlæg átt og víða þokuloft eða súld meðfram ströndinni vestan til. Þ. 7. dýpkaði lægðardragið við Grænland og þokaðist austur. Hvöss suðvestanátt var um norðan- og norðvestanvert landið og hlýindi áöllu norðan- og austanverðu landinu. Síðdegis þ. 8. dró verulegaúr veðurhæðinni. Þ. 9. þykknaði upp vestast á landinu með stífri suðvestanátt þegar lægð myndaðist við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum. Skúrir voru á Vestfjörðum og Vesturlandi og dálítil súld á suðvestanverðu landinu. Þ. 10. var hæg suðvestanátt og víðast léttskýjað en þó voru skúrir suðvestanlands. Þ. 11. snerist vindur til norðurs og kólnaði á norðanverðu landinu. Lægðin við Grænland þokaðist austur fyrir norðan land og var rigning um allt norðanvert landið en léttskýjað sunnan til. Aðfaranótt þ. 12. gekk norðanáttin niður vestan til á landinu og létti til og síðar um daginn einnig austan til. öflugur hægðarhryggur sunnan úr hafi lá yfir landinu og þokaðist austur. Hæglætis- veður var og úrkomulaust að mestu þar til með kvöldinu þ. 13. að þykknaði upp með suðaustan kalda við suðvesturströndina og fór að rigna þegar lægð nálgaðist landið úr suðvestri. Rigning var á Suður- og Vesturlandi þ. 14., en þ. 15. var hæg suðaustlæg átt og víðast þurrt á landinu en þokubakkar voru við ströndina. Lægðin grynntist og fjarlægðist landið þ. 16. og dálítil hæð myndaðist yfir landinu. Léttskýjað var yfirleitt nema á stöku stað við ströndina þar sem voru þokubakkar. Dagana 18.-21. var lægð suður af landinu á hreyfingu austur og síðar norðaustur. Með kvöldinu þ. 18. gekk í norðaustan kalda með dálítilli rigningu eða súld norðaustan og austan til á landinu en í öðrum landshlutum var úrkomulítið og víða léttskýjað. Þ. 21. var súld um allt norðanvert landið en síðar um kvöldið gekk norðanáttin niður og þornaði. Þ. 22. - 23. lá hæðarhryggur frá Skandinavíu vestur um ísland. Hægviðri var á landinu og víðast þurrt. Léttskýjað var víða inn til landsins en á Austfjörðum og Suðausturlandi var súld og þoka öðru hverju. Þ. 24. þokaðist hæðin norðaustur og lágþrýstisvæði þokaðist í átt til landsins úr suðvestri. Hæg austlæg átt var, skýjað og rigning öðru hverju, einkum við ströndina sunnan- og austanlands. Síðdegis þ. 25. fór að rigna um allt land og herti austanáttina þegar lægðin þokaðist austur og síðar norðaustur. Þ. 26., 27., og fram eftir degi þ. 28. var norðaustan strekkingur á landinu. Rigning og súld var norðan og austan til en þurrt og víða léttskýjað suðvestanlands. Síðdegis þ. 28. lægði og létti til víða um land. Dagana 29. - 30. var hæg breytileg átt og léttskýjað á landinu nema allra syðst þar voru smá- skúrir eða súld. Þ. 31. þykknaði upp með suðaustan kalda um sunnan- og vestanvert landið og voru smáskúrir síðdegis. Loftvægi var 2,2 mb yfir meðallagi áranna 1931-1960, frá 1,1 mb yfir því á Hbv og Dt að 3,3 mb yfir því í Sth. Hæst stóð loftvog 1026,5 mb í Kvk þ. 6. kl 21 og lægst, 990,9 mb, í Anes þ. 27. k!06. (57)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.