Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS September Tíðarfarið í mánuðinum var talið gott um allt land. Hægviðrasamt var og þurrt einkum norðanlands. Kartöfluuppskera var talin í meðallagi nema allra syðst þar sem hún var í lakara lagi. í fyrstu viku mánaðarins var fremur mild veðrátta, suðaustlægar áttir og vætusamt um sunnan- og vestanvert landið. Hægfara lægð var á Grænlandshafi og stíf suðaustanátt og rigning um allt land þ. 1. Þ. 2. var úrkomusvæði yfir Austfjörðum en annars var hæg suðlæg átt og víða léttskýjað norðanlands en smáskúrir annars staðar. Aðfaranótt þ. 4. nálgaðist lægð landið úr suðvestri og var hvöss austanátt og rigning syðstá landinu umtíma. Dagana 5. - 6. var austan og suðaustan strekkingur á landinu, skýjað og víða rigning eða súld einkum sunnan- og vestanlands. Þ. 7. og 8. var hægari austanátt og heldur bjartara um vestanvert landið en súld og þoka með ströndinni austan- og norðaustanlands. Þ. 9. snerist vindur smám saman til norðausturs og kólnaði. Næstu daga var fremur hægur vindur og dálítil súld eða rigning við austur- og norðurströndina en bjart veður sunnan- og vestanlands þar til síðdegis þ. 11. að smálægð myndaðist suður af landinu. Slydda og rigning var allra syðst þ. 12. en á norðanverðu landinu lægði og létti til. Dagana 13. - 16. var hæðarhryggur að þokast austur yfir landið og var hæg breytileg eða vestlæg átt og bjart veður á landinu. Þ. 17. kom lægð inn á Grænlandshaf og fór að rigna frá henni með suðaustan kalda á Suður- og Vesturlandi síðdegis en úrkomuh'tið var í öðrum landshlutum. Þ. 18. þokaðist lægðin norðaustur og grynntist og var víða súld eða rigning. Þ. 19. var hæg norðlæg átt og rigning norðanlands en létti heldur til sunnanlands. Aðfaranótt þ. 20. lægði og létti til um allt land þegar dáhtill hæðarhryggur þokaðist austur Yfir það en undir hádegi þykknaði upp með hægt vaxandi suðaustanátt og fór að rigna um leið og lægð kom inn á Grænlandshaf. Dagana 21. - 22. var lægð fyrir vestan- og suðvestan land og stíf suðvestanátt á landinu með skúrum suðvestanlands en léttskýjað var víða í öðrum landshlutum. Þ. 23. þokaðist lægðin austur og var norðlæg átt og fremur kalt næstu nótt. Þ. 24. myndaðist lægð á vestanverðu Grænlandshafi og þokaðist hún austur yfir land. Rigning var í flestum landshlutum og slydda til fjalla en fremur hægur vindur. Síðdegis þ. 25. snerist til norðanáttar með kalsarigningu og slyddu norðanlands en létti heldur til syðra. Þ. 27. kólnaði og dró úr norðanáttinni og létti víða til nema við norðaustur- og austurströndina þarvar áfram norðan strekkingur og él. Dagana 28.-30. varháþrýstisvæði yfir Norðaustur-Grænlandi og hæðarhryggur suður um ísland og var hæg breytileg átt, kalt og víðast hvar léttskýjað á landinu. Loftvægi var 3,9 mb yfir meðallagi áranna 1931-1960, firá 3,5 mb yfir því á Dt að 4,2 mb í Sth og Vm. Lægst stóð loftvog, 974,4 mb, á Rkn þ. 4. kl 18 og hæst, 1026,8 mb, í Kvk þ.15. kl 21. Vindáttir milli suðurs og vesturs voru algengastar í mánuðinum og þar af var suðvestanáttin tíðust. Aðrar vindáttir voru heldur fátíðari en venja er. Veðurhæð náði hvergi 12 vindstigum í mánuðinum. (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.