Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.12.1994, Page 1

Veðráttan - 01.12.1994, Page 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Desember Tídarfarid var taliö rysjótt í mánuðinum einkum á Vestfjöröum og við austurströndina. Umhleypingar voru og vætusamt. Snjólítið var í byggð og færð á vegum sæmileg en gæftir lélegar. Dagana 1. - 8. var frernur milt og suðaustlægar áttir ríkjandi. Þ. 1. var víðáttumikil lægð suður í hafi að þokast norður og var slydda og rigning um allt land þegar leið á daginn. Lægðin grynntist við vesturströndina og var hæg breytileg átt og skúrir þ. 2. nema á Austfjörðum þar var áffam sunnanátt og rigning. Aðfaranótt þ. 3. dýpkaði lægð skammt norðvestur af írlandi og hreyfðist norður. Úrkomusvæði kom inn á suðausturströndina um morguninn og þokaðist vestur yfir landið með hvassri norðan- og norðaustanátt og slyddu eða snjókomu víða um land. Síðdegis þ. 4. lægði vestan til á landinu og síðar einnig austan til. Þ. 5. var suðaustlæg átt á landinu með slyddu og snjókomu. Aðfaranótt þ. 6. nálgaðist kröpp lægð suðausturströndina úr suðri og fór úrkomusvæði hennar hratt norður með austurströndinni og gerði sums staðar snarpa norðvestanátt í kjölfarið. Með kvöldinu þ. 6. lægði og var víðast hvar bjart veður í hægri suðaustanátt. Þ. 7. dýpkaði lægð fyrir sunnan land og hreyfðist norðvestur og gekk í hvassa austanátt með rigningu. Þ. 8. grynntist lægðin fyrir vestan land og var fremur hæg suðaustanátt og skúrir eða slydduél. Þ. 9. snerist vindátt til norðausturs og kólnaði um leið og lægðin þokaðist austur fyrir sunnan land og var norðaustan hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum um tíma. Dagana 10. - 12. var norðan- og síðan norðaustanátt og éljagangur á norðanverðu landinu en víða bjart veður sunnan- og suðvestanlands. Hæð var yfir Grænlandi og lægðir fóru norðaustur Atlantshaf fyrir suðaustan land. Síðdegis þ. 12. lægði og létti víða til. Þegar leið á daginn þ. 13. þykknaði upp á vestanverðu landinu með ört vaxandi suðaustanátt og fór að rigna með kvöldinu. Lægð var við Hvarf á hægri hreyfingu norðaustur og þokaðist úrkomusvæði hennar norðaustur yfir landið næstu nótt. í kjölfarið snerist til suðvestanáttar og var víða stífur vindur dagana 14. - 15. og slyddu- eða snjóél vestan til á landinu en bjart austan til. Síðdegis þ. 16. nálgaðist djúp lægð landið úr suðri með hvassri austanáttum sunnan- og vestanvert landið þegar leið á kvöldið og var víða snjókoma eða rigning. Þ. 17. þokaðist lægðin austur með suðurströndinni og síðar norður. Hvöss norðaustanátt var á Vestfjörðum um kvöldið, en næstu nótt snerist til norðanáttar á landinu og var víða hríð norðan til en bjart sunnan til. Síðdegis þ. 19. dró úr veðurhæðinni og næstu nótt lægði og létti til þegar hæðarhryggur sunnan úr hafi þokaðist austur yfir landið. Aðfaranótt þ. 21. var víðáttumikil lægð á vestanverðu Grænlandshafi að þokast norðaustur með suðaustanátt og rigningu í flestum landshlutum. Dagana 22. - 23. var stíf suðvestanátt og él um allt sunnan- og vestanvert landið en bjartviðri norðaustanlands. Þ. 24. gekk suðvestanáttin niður og snjóaði sums staðar við austurströndina síðdegis um leið og lægð fór hratt norðaustur fyrir austan land. Dagana 25. - 27. var norðan og norðaustan strekkingur á landinu. É1 voru norðan til en bjart með köflum sunnan til. Aðfaranótt þ. 28. nálgaðist djúp og víðáttumikil lægð landið úr suðri og var hvöss austanátt og slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Þ. 29. þokaðst lægðin austnorðaustur fyrir sunnan land og vindur snerist smám saman til norðausturs og létti heldur til um sunnanvert landið en éljagangur var nyrðra. Síðdegis þ. 30. tók að lægja og Iétti til vestan til á landinu þegar hæðarhryggur kom inn á landið og þokaðist austur yfir það þ. 31. (89)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.