Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1994 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Tíðarfarsyfírlit Tíðarfar var fremur hagstætt. Loftvægi var 3.6 mb undir meðallagi, frá 3.1 mb á Sth að 4.2 mb á Kbkl. Hæst stóð loftvog 1039.3 mb á Hbv 19. apríl kl 15 og 18, en lægst 939.2 mb á Rkn 22. mars kl 5. Hiti var 0.5° undir meðallagi. Hann var undir meðallagi á öllum stöðvum. Mildast var að tiltölu á Þrv og Eg 0.1° kaldara en í meðalári, en kaldast í Rvk, á Hbv og Rkn þar sem hitinn var 0.9° undir meðallagi. Árssveifla hitans, þ. e. munur á hlýjasta og kaldasta mánuði ársins var stærst 19° á Grst og 17 1/2°-18 1/2°íRkhl,áBrúogHvrv. Minnstvarárssveiflan 10°-11°ánokkrunstrandstöðvum norðanlands og austan og auk þess í Vm. Mesta frost mældist 24.2° á Grst 19. mars og mesti hiti 26.7° á Eg 7. ágúst. í Rkhl, Brkh og Jaðri komst mest hiti einnig yfir 25°. Urkoma var meiri en í meðalári um meirihluta landsins, en vestantil á landinu var hún víðast undir meðallagi (sjá kort). Mest mældist úrkoman á Kvsk 3832 mm, og á 9 stöðvum var ársúrkoman milli 2000 og 3000 mm. Á 14 stöðvum var ársúrkoma 1600 - 2000 mm. Minnst var ársúrkoman á Brú 372 mm, og á þremur öðrum stöðvum var hún einnig innan við 400 mm. Á 14 stöðvum var úrkoman milli 400 og 600 mm. Mesta sólarhringsúrkoma var 185.0*mm á Kvsk 30. júlí. í 12 önnur skipti náði sólarhringsúrkoma 100 mm og 120 sinnum mældist hún milli 50 og 100 mm. Sólskin: Á 4 stöðvum voru sólskinsstundir fleiri en að meðaltali 1971-1980, en á einni stöð undir meðaltalinu. Sólskin mælsist 29-35% af þeim tíma sem sól er á lofti á sömu stöðvum. Veturinn (desember 1993- mars 1994 ) var kaldur , en tíðarfar ekki talið slæmt. Hiti var 1.0° undir meðallagi. Hlýjast var í Vm 0.8° og á 5 öðrum stöðvum komst vetrarhitinn í frostmark eða var yfir því. Kaldast var -7.2° á Hvrv og á Brú, Grst og Mðrd var frostið á bilinu 5.2° - 5.9°. Á 30 stöðvum alls var frostið 2.0° eða meira. Úrkoma var minni en í meðalári um norðvestanvert landið og í innsveitum sunnanlands, en meiri en venja er til með ströndum fram sunnanlands og á Norðaustur- og Austurlandi, nema á Grst og Brú. Mest var úrkoman að tiltölu norðaustanlands, þar mældist rösklega tvöföld meðalúrkoma á einni stöð, og sumsstaðar var hún á bilinu 50-100% umfram meðallag. Mest mældist úrkoman á Kvsk 1176 mm og á Sf og Snb komst hún einnig yfir 1000 mm. Minnst mældist úrkoma 82 mm á Hlh og 85 mm í Lthl. Vorið ( apríl og maí) var sæmilega hagstætt, en snjó tók lítið upp framanaf. Hiti var 0.2° undir meðallagi Hlýjast var 5.3° á Smst og 5.2° í Vík, en á 46 stöðvum alls var vorhitinn 3.0°eða meira. Kaldast var -!.6° á Hvrv, á Grst og í Mðr var hitinn um frostmark og á Brú 0.4°. Á öllum öðrum stöðvum komst hitinn yfir 1.0°. Úrkoma var víðast minni en í meðalári nema á Norður- og Norðausturlandi, en þar voru þó einnig nokkrar stöðvar undir meðallagi. Mest var úrkoman að tiltölu á Blds, rösklega 50 % umfram meðallag, en minnst 40 - 50% af meðalúrkomu á nokkrum stöðvum. Mest mældist úrkoman 308 mm á Kvsk og 253 mm í Vík, en minnst 21 mm á Brú og 25 mm í Svrt. Sólskinsstundir voru á bilinu 15 - 40 % umfram meðaltal áranna 1971 -1980 í Rvk, Hól, Smst og Hvrv, en 9 % undir því á Ak. Á Ak skein sól 33 % af þeim tíma sem hún er á lofti, en á hinum stöðvunum 39 - 47 %. Sólskinsstundir voru flestar 426 í Rvk, en fæstar 291 á Sgrð. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.