Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 30

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 30
Ársyfirlit Veðráttan 1994 Breytingar á skipulagi Veðurstofunnar Snemma á árinu ákvað umhverfisráðherra að fengnum tillögum veðurstofustjóra að gera verulegar breytingar á skipulagi Veðurstofunnar. Byggðust þessar tillögur á niðurstöðum úttektar á starfsemi stofnunarinnar sem gerð hafði verið árið áður undir stjórn Tryggva Sigurbjarnarsonar ráðgjafar- verkfræðings. Þann 16. apríl tók hið nýja skipulag formlega gildi. Allar deildir stofnunarinnar að frátalinni skrifstofu voru lagðar niður en í þeirra stað komu fjögur svið og upplýsingatæknideild. Forstöðumenn voru ráðnir Flosi Hrafn Sigurðsson fyrir tækni- og athuganasvið, Trausti Jónsson fyrir úrvinnslu- og rannsóknasvið, Markús Á. Einarsson fyrir þjónustusvið, Ragnar Stefánsson fyrir jarðeðlissvið og Þórir Sigurðsson fyrir upplýsingatæknideild. Vegna veikinda Markúsar Á. Einarssonar var Guðmundur Hafsteinsson settur forstöðumaður þjónustusviðs frá 16. apríl. Eldra skipulag stofnunarinnar sem var að grunni um 40 ára gamalt byggðist á fagskiptingu starfseminnar (veðurspár, veðurfar, veðurathuganir, jarðskjálftar, snjóflóð, hafís o.þ.h.). Hið nýja jarðeðlissvið er að mestu óbreytt frá jarðeðlisfræðideild en veðurfræðistarfsemin er í hinu nýja skipulagi skipt eftir eðli verkefna: athuganir, úrvinnsla, rannsóknir og þjónusta. Þannig færðust t.d. allar athuganir á Keflavíkurflugvelli undir tækni- og athuganasvið en áður höfðu þær verið undir sérstakri deild Veðurstofunnar á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknir á veðurfari, hafís, snjóflóðum o.n. veðurtengdum þáttum færðust undir eina yfirstjórn og stefnt er að því að hvers konar veðurþjónusta verði á ábyrgð þjónustusviðs. Ýmis meginverkefni sem tengjast öllum sviðunum voru sett undir sérstaka verkefnisstjóra. Þór E. Jakobsson varð verkefnisstjóri í hafísmálum, Magnús Már Magnússon í snjóflóðamálum og Unnur Ólafsdóttir verkefnisstjóri í flugveðurþjónustu. Hin nýja upplýsingatæknideild sér að mestu um tölvumál, fjarskipti og rekstur gagnagrunna. Með hinu nýja skipulagi var einkum þrennt haft að leiðarljósi. í fyrsta lagi að laga skipulag að breytingum í starfsemi Veðurstofunnar, hliðstætt því sem gerst hefur á mörgum veðurstofum í V- Evrópu. í öðru lagi að dreifa ábyrgð, auka skilvirkni og samræma ákvarðanatöku og í þriðja lagi að efla upplýsingaflæði og auka samvinnu milli sviða. Ýmsar breytingar urðu í kjölfar skipulagsbreytinganna: Breyta varð að nokkru bókhaldi stofnunarinnar, reglulegir fundir veðurstofustjóra og sviðsstjóra/deildarstjóra voru teknir upp og fundargerðum dreift til allra starfsmanna í tölvupósti. Starfsmannafundir innan sviða voru haldnir reglulega svo og árlegur starfsmannafundur allrar stofnunarinnar, allt til að ná ofangreindum markmiðum. Veðurstöðvar Ýmsar breytingar: Veðurathugunum var hætt á Búrfelli í byrjun árs. Kristín Friðrika Svavarsdóttir tók aftur við athugunum á Reykhólum í ársbyrjun. Vilborg Friðriksdóttir tók við athugunum á Núpi í júní af Björgvin R. Gunnarssyni. Erlendur Magnússon hætti athugunum á Dalatanga í lok júlí og við tók Heiðar Woodrow Jones. Úrkomumælingum var hætt á Siglufirði í ágúst, en þar hafði Örlygur Kristfinnsson athugað. Valtýr Hólmgeirsson hætti athugunum á Raufarhöfn í október og við tók Vilhjálmur Hólmgeirsson. í sama mánuði tók Ingvar Helgason við athugunum á Sámsstöðum af Kristni Jónssyni. í nóvember var úrkomumælingum hætt á Kleifum, en þar hafði Stefán Jóhannesson athugað. Jónas G. Jónsson hætti athugunum á Húsavík í desember og stöðin hætti í árslok. Nýjar stöðvar: í maílokhóf Snorri H. Jóhannesson úrkomumælingar á Augastöðumí Hálsasveit. I júní hófust úrkomumælingar á Dalshöfða í Vestur-Skaftafellssýslu, athugunarmaður er Ragnar Jónsson. Veðurskeytastöð var stofnuð á Neðra-Hóli í Staðarsveit í lok júní, og kemur hún í stað Garða í sömu sveit, þar sem athugunum var hætt. Athugunarmaður er Friðrika Ásmundsdóttir. Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var stofnuð skeytastöð í júlí. Athugunarmaður er Jón Ingólfsson. í (126)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.