Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 31

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 31
1994 Veðráttan Ársyfirlit júlílok var stofnuð skeytastöð í Bolungarvík í stað stöðvarinnar á Galtarvita, sem hætti í júlí. Athugunarmaður er Elín Þóra Stefánsdóttir. Eftirlitsferðir: Starfsmenn Tækni- og athuganasviðs heimsóttu eftirtaldar stöðvar; Akurnes, Augastaði, Bergstaði, Blönduós, Bolungarvík, Breiðavík, Brjánslæk, Böðvarsholt, Dalatanga, Dalshöfða, Dalsmynni, Egilsstaði, Elliðaárstöð, Fagurhólsmýri, Forsæludal, Garð II, Grímsey, Grímsstaði, Grundarfjörð, Haganes, Heiðmörk, Hellu, Hlaðhamar, Hveravelli, Hæl, Kálfsárkot, Kirkjubæjarklaustur, Kvísker, Lambavatn, Lerkihlíð, Litlu-Hlíð, Mánárbakka, Nautabú, Neðri-Hól, Norðurhjáleigu, Patreksfjörð, Raufarhöfn, Reykjahlíð, Sand, Sauðanes, Sauðanesvita, Sigurðarstaði, Skaftafell, Skeiðsfoss, Skjaldþingstaði, Skóga, Skrauthóla, Snæbýli, Staðarhól, Stafafell, Stafholtsey, Stardal, Strandhöfn, Stykkishólm, Tannstaðabakka, Teigarhorn, Tjörn, Vatnsskarðshóla, Vík og Þyril. Sjálfvirkar veðurstöðvar: í árslok 1994 voru í rekstri 33 sjálfvirkar veðurstöðvar sem Veðurstofan hafði fengið frá gögn á árinu. Þessar stöðvar voru misjafnar að gerð og eru 15 þeirra í eigu Veðurstofunnar. Landsvirkjun átti 8 stöðvar, sem allar voru í upphringisambandi við Veðurstofuna á hverri klukkustund og Orkustofnun rak 4 söfnunarstöðvar, sem heimsóttar voru reglulega til að lesa af þeim. Hringt var í 10 stöðvar Veðurstofunnar á klukkustundar fresti, en sjaldnar í aðrar. Stöðin á Hvanneyri var tæmd mánaðarlega. Hafnarmálastofnun ásamt hafnaryfirvöldum á viðkomandi stað setti upp og rak 5 sjálfvirkar veðurstöðvar og einnig rak Járnblendifélagið á Grundartanga sjálfvirka veðurstöð og hafði Veðurstofan upphringisamband við allar þessar stöðvar. Helstu þættir sem mældir eru á sjálfvirkum stöðvum eru lofthiti og vindur ásamt loftþrýstingi. Gögn eru ýmist skráð á 10 mínútna- eða klukkutímafresti. En yfirleitt er mælt miklu oftar þannig að raunhæf gildi fáist fyrir hámark og lágmark hita og einnig vindhviður. Á Hvanneyri, Möðruvöllum og Hallormsstað var einnig mældur jarðvegshiti. Á hafnarstöðvunum er sjávarstaða víðast einnig skráð. Ymsar athuganir Athuganir á skipum: Veðurskeyti voru send frá eftirtöldum skipum: Akranesi, Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Bjarna Sæmundssyni, Brúarfossi, Dettifossi, Dröfn, Gissuri, Goðafossi, Hauki, Helgafelli, Hofsjökli, Hvassafelli, Hvítanesi, írafossi, ísnesi, Jökulfelli, Lagarfossi, Laxfossi, Mánafossi, Mælifelli, Óðni, Reykjafossi, Selfossi, Selnesi, Skógarfossi, Svani, Tý og Ægi. Háloftaathuganir voru gerðar tvisvar á sólarhring á Keflavíkurtlugvelli, á miðnætti og kl 12. Ósonmælingar og mælingar á sólgeislun voru gerðar í Reykjavík. Haldið var áfram samstarfi við háskólann í Þessalóníki í Grikklandi um rekstur Brewer litrófsmælis á húsi Veðurstofunnar í Reykjavík. Mælt var heildarmagn ósons, N02 og S02upp í gegn um lofthjúpinn og einnig mældur styrkur á útfjólubláu ljósi (UV-B). Mánaðarleg skýrsla var gefín út um þessar mælingar. Þá var fram haldið samstarfi við INTA á Spáni um háloftaathuganir á ósoni að vetrarlagi yfir Keflavíkurflugvelli. Alls voru 21 loftbelgir sendir upp til mælinga: 5 í janúar, 5 í febrúar, 6 í mars, 1 í apríl og 4 í desember. Snefilefnamælingar: Fram var haldið samstarfi við ýmsar bandarískar stofnanir um snefil- efnamælingar og fleira í andrúmslofti og úrkomu á Stórhöfða. Fram var og haldið snefdefna- mælingum í úrkomu og andrúmslofti á írafossi. Þungmálmar voru mældir í úrkomusýnum frá írafossi og Reykjavík. J arðskjálftamælar voru á eftirtöldum stöðum í árslok: Reykjavík, Hrauni á Skaga, Hveravöllum, Akureyri, Grímsstöðum á Fjöllum og Kvískerjum. (127)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.