Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 33

Veðráttan - 02.12.1994, Blaðsíða 33
Veðráttan 1994 Ársyfirlit Jarðskjálftaskýrslur: Yfirlit um jarðskjálfta mælda í SIL-kerfinu voru gefin út vikulega og send Almannavörnum og nokkrum öðrum stofnunum. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Gefinn var út ijórblöðungur með upplýsingum fyrir ferðamenn um símsvara Veðurstofunnar og þjónustu við ferðamenn. Fj ölþj óðasamstarf Veðurstofa íslands tók að venju virkan þátt í samstarfi á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar WMO. Sem fastafulltrúi íslands hjá stofnuninni sótti Magnús Jónsson veðurstofustjóri fund hjá svæðasamtökum stofnunarinnar (RA VI) sem haldinn var í Ósló 2.-13. maí. Hreinn Hjartarson sat fund í CIMO (Commission for Instruments and Observations), einni af tækninefndum WMO sem haldinn var í Genf 21. febrúar^t. mars. Guðmundur Hafsteinsson sótti fund annarrar tækninefndar WMO, CBS (Commission for Basic Systems) í Helsinki í ágúst. í október sótti Unnur Ólafsdóttir fund í flugveðurfræðinefnd WMO CAeM (Commission for aeronautical meteorology) í Genf. Árlegur fundur veðurstofustjóra í V-Evrópu var haldinn í Kiruna í Svíþjóð 13.-15. apríl og sótti Magnús Jónsson hann. Þá sótti hann fund um „framtíðarþróun veðurfræðinnar í Evrópu" sem haldinn var í Berlín 17.-18. október. Samstarfi við Evrópsku veðurreiknimiðstöðina í Reading ECMWF varhaldið áfram. Sótti Magnús Jónsson stjórnárfundi þar í júní og desember og Guðmundur Hafsteinsson sótti fund í tækninefnd ECMWF sem haldinn var í september. Gert var samkomulag um að koma upp beinni fjarskiptalínu milli ECMWF og Veðurstofunnar og var hún tengd í desember. Sem fyrr var fram haldið þáttöku í EGOS samstarfsráði Evrópuþjóða um rekstur veðurdufla á Norður Atlantshafi og gegndi Flosi Hrafn Sigurðsson varaformennsku í stjórnarnefnd samtakanna. Hann sat fundi í stjórnar- og tækninefnd EGOS í Kaupmannahöfn 14.-15. júní og í Genf 6.-7. desember. Ennfremur 5. ársfund CGC, Co-ordinating Group for COSNA (Composite Observing Systems for the North Atlantic) sem haldinn var í Genf 31. ágúst-2. september. Hann sat einnig fund DBCP- Data Buoy Cooperation Panel, sem haldinn var í San Diego í Kaliforníu 1.-4. nóvember. Að vanda var náið samstarf milli veðurstofa Norðurlandanna. M.a. var gert samkomulag við dönsku veðurstofuna um sölu á hugbúnaði til notkunar við veðurspágerð í tengslum við þá byltingu sem varð í aðgengi á veðurspágögnum frá ECMWF. Magnús Jónsson sótti fund norrænna veðurstofustjóra sem haldinn var í Gautaborg 23.-25. ágúst. Hreinn Hjartarson sótti fund og námskeið á vegum Luft- og havgruppen í Helsinki 19.-21. apríl. Hann sat einnig fundi NMR vinnuhópsins „Málinger og Modeller” í Kaupmannahöfn 9.-10. maí og Helsinki 27.-28. september. Unnur Ólafsdóttir sótti fund í norrænu CALMET-nefndinni sem fjallar um veðurfræðikennslu með aðstoð tölvu. Fundurinn var haldinn í Osló í mars. Hörður Þórðarson sótti norrænan fund um gæðaeftirlit með veðurspám. Fundurinn var haldinn á sænsku veðurstofunni í Norrköping í september. Vinna við Norður Atlantshafsveðurgagnasafnið (NACD) hélt áfram á árinu. Unnið var að samstarfsverkefni um norðurhafarannsóknir, ESOP og framhald þess ESOP 2 undirbúið. Samstarf var við erlendar stofnanir um rannsóknir á snjóflóðum. Öll þessi verkefni vom hluti af sameiginlegum verkefnum á vegum Evrópubandalagsins. Verkefni um veðurfar við upphaf veðurmælinga var í undirbúningi (ADVICE). Sömuleiðis var unnið að undirbúningi sérstaks átaks um þéttingu veðurathugana á Norður-Atlantshafi um tveggja mánaða skeið. Verkefni þetta er nefnt FASTEX og var sótt um styrk til Evrópusambandsins. Eftirfarandi fundir tengdust ofangreindum verkefnum beint: Magnús Már Magnússon sótti fundi vegna samstarfsverkefnis ES um snjóflóð í Grenoble í Frakklandi 5.-8. febrúar. (129)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.