Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 74

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 74
74 ÓLAFUR F. HJARTAR Nordahl Grieg dvaldist í æfingabúðum Norðmanna á Skotlandi frá ársbyrjun 1941. Gerd Grieg skemmti oft löndum þeirra í hern- um, svo að tíðum skildi leiðir. Nordahl Grieg hafði í hyggju að láta taka kvikmynd, sem sýndi framlag Noregs í baráttunni gegn naz- istum. Hann vildi stæra hlut norska flotans, en Bretar höfnuðu hug- mynd hans. Kvikmyndina hugðist hann nefna Storre kriger. Bretar höfðu mörgu öðru að sinna en kvikmyndagerð, svo að leggja varð hugmyndina á hilluna um hríð. Gerd Grieg hélt snemma árs 1941 til Lissabon. Þar beið hún alllengi eftir farkosti til Bandaríkjanna. í marz fékk hún far með portúgölsku skipi, sem flutti marga flótta- menn. Af 630 farþegum voru 93 teknir fastir, grunaðir um njósnir. Loft hefur verið lævi blandið. Gerd Grieg notaði m. a. tímann til þess að koma á framfæri hug- myndinni um áðurnefnda kvikmynd. En hér var við ramman reip að draga, þar sem Roosevelt forseti hafði látið samþykkja lög í janúar 1941, þar sem lagt var bann við öllum áróðursmyndum, er fjölluðu um styrjöldina. Nordahl Grieg komst með norsku skipi frá Glasgow til New York 25. apríl. Með aðstoð Mörthu krónprinsessu Norð- manna náðu þau hjónin tali af forsetanum. Hann átti erfitt með að veita undanþágu, því að þá kæmu fleiri þjóðir á eftir. Fram kom tillaga um ævi Edvards Grieg sem efni í kvikmynd. Tók Nordahl Grieg til óspilltra málanna að semja uppkast. En allt kom fyrir ekki. Áform þeirra hjóna um kvikmyndun fóru alveg út um þúfur, þótt leitað væri aðstoðar frægra leikara og kvikmyndamanna eins og Paul Muni o. fl. Sigrid Undset, norski rithöfundurinn, sem hlaut Nóbelsverðlaun 1928, leitaði hælis í Bandaríkjunum á stríðsárunum. Gerd og Nor- dahl Grieg þomu fram ásamt henni á samkomu í New York til þess að tala máli Noregs. Tvær bækur komu út árið 1942 eftir S. Undset. Þessar bækur hafa báðar verið þýddar á íslenzku: Hamingjudagar heima í Noregi, Akureyri 1943, þýðandi Brynjólfur Sveinsson, og Heim til framtíðarinnar, Reykjavík 1944, þýðandi Kristmann Guð- mundsson. Skammt fyrir utan Toronto í Kanada var komið upp flugskóla fyrir Norðmenn. Nýlenda þessi var nefnd „Little Norway“. Þangað lá leið þeirra hjóna. Nordahl Grieg lýsir þessari heimsókn í bókinni Fáni Noregs. I Toronto sá hann af tilviljun lítinn, upplitaðan silki- fána, sem ungur læknir í Kanada hafði gefið flugmönnunum. Undar- leg atvik höfðu ráðið því, að þessi fáni barst til Kanada, en hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.