Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Page 5
STEFÁN KARLSSON Kringum Kringlu 1. Konungsgersemi 10. júní 1975 bar það til tíðinda að Carl XVI. Gustav Svíakonungur, sem þá var staddur hér á landi í opinberri heimsókn, afhenti forseta íslands dr. Kristjáni Eldjárn blað úr Heimskringluhandriti því sem nefnt hefur verið Kringla. Viðstaddir þessa athöfn vóru m. a. dr. Uno Willers ríkisbókavörður Svía, sem mun hafa átt frumkvæði að þessari gjöf, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, sem tók við blaðinu til vörslu í Lands- bókasafni, þar sem það var almenningi til sýnis fyrst eftir að afhend- ingin fór fram. Blaðið hefur nú fengið safnmarkið Lbs. fragm. 82. Kringla er elsta og besta Heimskringluhandrit sem leifar eru til af, en heimkoma Kringlublaðsins sætir ekki aðeins tíðindum sem dýrmæt gjöf konungsríkis til lýðveldis, heldur einnig vegna þess hve fágæt konungasagnahandrit eru og verða hér á landi, þrátt fyrir þá miklu afhendingu íslenskra handrita frá Danmörku, sem fram fer þessi árin, því að konungasagnahandrit eru í hópi þeirra íslenskra hand- rita í Danmörku, sem ætlað er að verði kyrr þar í landi. Undantekn- ing er að sjálfsögðu Flateyjarbók, sem Islendingar tóku við síðasta vetrardag 1971. Konungasagnahandrit í Landsbókasafni eru fá og öll ung, fiest gerð á 18. og 19. öld eftir handritum sem enn eru varðveitt í erlendum söfnum, en í Þjóðskjalasafni (Varia I A) er brot úr Ólafs sögu helga hinni sérstöku eftir Snorra Sturluson, eitt blað úr skinnbók frá 14. öld, sem tvö önnur blöð eru til úr í Árna- safni, AM 325 XI 2f 4to, sbr. eftirmála Jakobs Benediktssonar við Skrá um skinnblöð í Landsbókasafni Islands.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.