Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1977, Blaðsíða 7
KRINGUM KRINGLU 7 3. Heimskringluhandrit Um Kringlu verður fjallað í næstu köflum, en hér skal drepið á helstu handrit önnur með Heimskringlutextum (og stundum fleiri konunga sögum), sem varðveitt eru eða vitað er að vóru til á 17. öld. Fylgt er að mestu yfirliti í doktorsritgerð Jonnu Louis-Jensen 1977, sem er nýjasta rannsókn á þessu sviði. AM 39 fol. er mjög skert handrit sem Árni Magnússon reytti saman leifarnar afúr ýmsum áttum. Handritið er skrifað nálægt aldamótunum 1300 og hefur líklega verið það Heimskringluhandrit sem Arngrímur lærði notaði um 1600, en hefur þá verið heillegra og að líkindum eina heillega Heimskringluhandritið sem hefur varðveist á Islandi fram á 17. öld. Fríssbók (AM 45 fol.) barst til Danmerkur frá Noregi, en þar var handritið á 16. öld. Fríssbók er skrifuð á öndverðri 14. öld og hefur trúlega verið ætluð Norðmanni. Eirspennill (AM 47 fol.) er skrifaður snemma á 14. öld, og á þeirri öld er bókin með vissu í Noregi, en til Danmerkur mun hún hafa farið á 16. öld. Jöfraskinna var skrifuð á svipuðum tíma og Eirspennill og hefur trúlega verið í Noregi frá upphafi eða því sem næst, þótt ekki sé vitað af henni með vissu þar í landi fyrr en á 16. öld, þegar hún var skrifuð þar upp. Á 17. öld var hún gefin Háskólabókasafni í Kaup- mannahöfn, en var þá orðin skert. Þar brann hún í eldinum mikla 1728, en sjö blöð eða blaðhlutar, sem áður höfðu orðið viðskila við handritið, hafa varðveist í þrem söfnum, Perg. fol. nr. 9 II í Konungs- bókhlöðu í Stokkhólmi, AM 325 VIII 3d 4to í Árnasafni í Kaup- mannahöfn og NRA 55 A í Ríkisskjalasafni í Ósló. Gullinskinna var skrifuð um eða undir 1400 og hefur líklega verið komin til Danmerkur fyrir 1600, en um fyrri feril hennar er ekkert vitað. í eigu Háskólabókasafns í Kaupmannahöfn var hún komin fyrir 1682, en brann með því 1728. Eitt blað (reyndar ekki með Heimskringlutexta), sem snemma hefur flækst úr handritinu, er varð- veitt í Árnasafni, AM 325 VIII 5c 4to. Þó að lítið sé eftir af sumum þeirra handritá sem hér hafa verið nefnd, er texti þeirra þó varðveittur að einhverju eða öllu leyti í uppskriftum. Ekkert þessara handrita, nema e. t. v. AM 39 fol., hefur þó haft Heimskringlu alla, öll hafa þau haft þriðja þriðjung ritsins (misstóran þó), 39, Fríssbók og Jöfraskinna auk þess fyrsta þriðjung-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.